Goðasteinn - 01.09.1991, Page 226
Sr. Halldóra Þorvarðardóttir:
Látnir í Fellsmúlaprestakalli
1988
Kristján Karl Pétursson
Skammbeinsstöðum, Holtahreppi
Kristján Karl Pétursson var fæddur að Skammbeinsstöðum þann 27.
nóvember 1909 og var því á áttugasta aldursári er hann lést. Foreldrar
hans voru hjónin Pétur Jónsson og Guðný Kristjánsdóttir, búendur þar
ábæ. Karl varsjöundi í röð tíusystkina, enþaueru; Jón Oskar, Kristrún,
Guðjón, Guðrún, Sigríður, Sigurður Helgi, Kristján er lést aðeins miss-
erisgamall úr kíghósta, Karl, Agúst, Armann og Helga.
Karl ólst upp í foðurhúsum og vann þau sveitastörf sem þá tíðkuðust.
Menntun hlaut hann þá sömu og gafst á þeim tíma.
Þann 2. júní 1938 festi Karl ráð sitt og gekk að eiga Sólveigu Eysteins-
dóttur frá Vestmannaeyjum. Tók Karl þá við sínum helming af búinu eft-
ir föður sinn ásamt Óskari bróður sínum, en hann hafði búið á helmingi
jarðarinnar frá árinu 1931. Karl og Sólveig stóðu fyrir búi að Skamm-
beinsstöðum allt til ársins 1983, er þau fluttust að Seltúni 4, á Hellu.
Eignuðust þau tvö börn, þau Auði sem búsett er í Reykjavík og Pétur
Viðar sem búsettur er á Selfossi. Sólveg átti 2 unga drengi er hún kemur
að Skammbeinsstöðum, þá Ottó Eyfjörð og Elías Eyberg sem nú eru
báðir búsettir á Hvolsvelli, og ól Karl þá upp sem hans eigin synir væru.
I anda og upplagi var Karl heill í skoðunum sínum. Hann var farsæll
bóndi, bjó góðu búi, sem skilaði vel afrakstri. Þau hjónin voru samhent
í daglegu starfi og áttu saman langt og farsælt hjónaband. Hann var sá
224
Goðasteinn