Goðasteinn - 01.09.1991, Page 227
maður er helgaði fjölskyldu sinni og heimaranni mest alla sína starfs-
krafta. Það sem hann tók að sér greiddi hann vel og samviskusamlega
af hendi. Hann var tjallkóngur Holtamanna um áraraðir og því starfi
gengdi hann vel og dyggilega. Karl var góður granni, ætíð tilbúinn til
aðstoðar ef með þurfti, og ekki alltaf umbeðinn. Er ekki ofsagt að hann
hafi notið vinsælda og virðingar sveitunga sinna. Af slíkum granna er
sjónarsviptir og er sárt saknað að verðleikum. Karl var heilsuhraustur
lengstum, en 1986 greindist hann með þann hræðilega sjúkdóm sem
fæstum sleppir. Hann andaðist 13. febrúar 1989.
Asgeir Osmann Valdimarsson
Holtsmúla, Landmannahreppi
Asgeir var fæddur að Vatnshóli í Húnavatnssýslu þann 28. júní 1926
og var því tæplega 63 ára að aldri er hann lést. Foreldrar hans voru hjón-
in Valdimar K. Benónýsson og Sigurbjörg Guðmundsdóttir. Asgeir var
fjórði í röð fimm systkina er þau hjón áttu saman. Þau eru: Kristín,
Guðrún Jóhanna, Erlingur, Asgeir og Þórdís Todda. Atti hann og eina
hálfsystur, Valdísi.
Barn að aldri fluttist Asgeir með foreldrum sínum og systkinum að
Ægissíðu á Vatnsnesi og ólst þar upp.
Þann 10. apríl 1955 festi Ásgeir ráð sitt og gekk að eiga eftirlifandi eig-
inkonu sína Jónu Lilju Marteinsdóttur. Eftir eins árs dvöl í Reykjavík,
þar sem þau eignuðust sína fyrstu dóttur, Halldóru Sigurbjörgu, keyptu
þau land að Hvammi á Landi, og fluttust þangað í norðurbæinn árið
1955. Þar fæddust þeim dæturnar Hjördís Björk og Erna Hrönn. Árið
1964 keyptu þau Holtsmúla 2 í sömu sveit og hafa staðið þar fyrir búi
síðan. Er Valdimar Trausti, yngsta barnið fætt þar.
Ásgeir unni mjög æskustöðvm sínum norður í Húnavatnssýslu og var
stoltur af norðlenskum uppruna sínum. Sömu ást lagði hann á Holts-
múlajörðina. Búskapurinn og jörðin var honum allt. Hann var einkar
góður eiginmaður og heimilisfaðir, ljúfur og kærleiksríkur við börn sín.
Goðasteinn 225
15