Goðasteinn - 01.09.1991, Page 228
Hann var mikill veiðimaður í eðli sínu og hafði yndi af að fara til Vatna
á hverju hausti. Hann var ljóðelskur og varla muna börn hans þann dag,
að ekki hafði hann á takteinum ljóð eða vísubrot sem hentuðu við uppá-
komur ýmsar í dagsins önn. Hann hafði létta skapgerð, var gamansamur
og kíminn, jafnvel á stundum svolítið stríðinn. Hann mat alla mennjafnt
og lagði aldrei illt til neins. Asgeir lagði áherslu á að öll hans gleði væri
nærtæk; - hann hatði fjölskyldu sína og jörðina. Það var honum allt.
Asgeir gekk ekki heill til skógar síðasta árið sem hann lifði. Mánuði fyr-
ir andlát hans var hann lagður inn á Landsspítalann þar sem hann lést
20. maí 1989.
Benedikt Sveinbjarnarson
Austvaðsholti, Landmannahreppi
Benedikt var fæddur 4. mars 1915, sonur hjónanna Sigríðar
Guðmundsdóttur og Sveinbjarnar Benediktssonar á Bjargarstöðum í
Miðfirði. Var hann yngstur 3 systkina sinna er náðu fullorðinsaldri;
Jónu, Margrétar og Guðmundar. Hann ólst upp í foreldrahúsum og
stundaði nám bæði við Héraðsskólann í Reykholti og Bændaskólann á
Hólum.
Þann 14. júlí 1944 steig Benedikt hið gæfuríka spor að kvænast eftirlif-
andi eiginkonu sinni Ólöfu Helgadóttur frá Hnausakoti í Miðfirði. Þau
eignuðust 4 syni, þá Sveinbjörn, Helga, Jón Gunnar og Hjört Má. Auk
þeirra ól hann Ólaf Grétar, elsta son Ólafar, upp sem hans eigin sonur
væri.
Benedikt hóf búskap á Bjargarstöðum en 1945 fluttist fjölskyldan suð-
ur og settist að, fyrst í Silfurtúnum í Garðabæ, en síðar að Lágafelli í
Mosfellssveit. 1948 fékk hann keyptan hluta úr Lágafellslandi og stofn-
aði þar nýbýli er hann nefndi Bjargastaði og bjó þar í tæpa tvo áratugi:
1967 keypti hann jörðina Austvaðsholt í Landmannahreppi. Þar bjuggu
þau hjón í félagsbúi með sonum sínum Helga og Jóni allt til ársins 1985,
er þau drógu sig í hlé og fluttu að Lyngbrekku í Biskupstungum.
226
Goðasteinn