Goðasteinn - 01.09.1991, Page 229
Benedikt var maður hæglátur og hlýlegur í viðmóti. Hann umgekkst
jafnt menn sem skepnur af því inngróna kærleiksþeli sem setti svip á allt
dagfar hans. Hann var einstakt lipurmenni og góðmenni sem vildi öllum
gott gera. Þrautseigur var hann og eljusamur, sívinnandi en gerði ekki
háar kröfur sér til handa á veraldar vísu. Starf hans og umhyggja fyrir
skylduliði sínu var honum allt. Hann var mikill söngmaður og söng um
áratuga skeið í kirkjukórum, fyrst í Lágafellssókn og síðar í Skarðs- og
Arbæjarsóknum.
Benedikt andaðist á heimili sonar síns þann 29. desember 1989.
Ofeigur Jónsson
Vatnagarði, Landmannahreppi
Ófeigur var fæddur að Vatnagarði á Landi þann 18. febrúar 1915, og
því á 75. aldursári er hann lést. Foreldrar hans voru hjónin Guðftnna
Þórðardóttir frá Gröf í Hrunamannahreppi og Jón Ófeigsson frá Næfur-
holti. Hann var þriðji í röð íjögurra systkina; elstur var Óskar Níls er
lést þriggja ára gamall, Óskar, Ófeigur og Þóra Guðrún.
Ófeigur ólst upp í föðurhúsum ásamt systkinum sínum. Hann vann að
búinu með foreldrum sínum á meðan þau bjuggu í Vatnagarði, en árið
1944 fluttu þau öll til Reykjavíkur. Fyrstu árin í höfuðborginni vann
hann við byggingarvinnu. Seinna varð hann bílstjóri hjá fyrirtæki
Guðmundar Jónassonar í nokkur ár, þar til hann, árið 1953, eignaðist
sinn eigin leigubíl til aksturs, og vann hann við það allt til ársins 1983
er heilsan bilaði.
Ófeigur kvæntist aldrei, en dóttur eignaðist hann, Laufeyju sem fædd
er 24. nóvember 1961. Hann hélt heimili ásamt foreldrum sínum og
Þóru systur sinni meðan foreldrar hans lifðu, eftir það með Þóru og dótt-
ur hennar.
Ófeigur unni æskustöðvum sínum og hvergi leið honum betur en í
Vatnagarði. Um leið og tækifæri gafst, reisti Ófeigur þar sumarbústað.
Goðasteinn
227