Goðasteinn - 01.09.2016, Side 40

Goðasteinn - 01.09.2016, Side 40
38 Goðasteinn 2016 og nú er Lappi stórt nafn í huga allra sem voru honum samferða. Hann var strax dálítið mikill fyrir sér, hafði ákveðnar skoðanir á öllu og var óhræddur við allt sem fyrir augu bar. En í byrjun var ekki gott að ná sambandi við hann eftir söknuðinn frá móður hans, svo átti hann ekki aðra kosti en að vera með fólkinu þar sem hann var kominn, og smám saman vandist hann því. Smám saman lærði hann líka að hann fékk frekar að gera það sem hann langaði til, með því að reyna að skilja og vera í sambandi við húsbóndann, annars var kallað svo hátt til hans og það skildi hann þó. Hann var meðalstór en frekar þrekvaxinn, liturinn eins og áður sagði svartstrútóttur sem kallað er, en seinni árin var hann eins og gráleitur á skrokkinn. Þannig hagaði til í fyrsta sinn sem húsbóndinn lærði að meta þetta óvenju- lega dýr þá var hundurinn ársgamall, áður vissi ég ekkert hvað ég átti. Það var einn dag að leiðin lá um nágrennið sem var jeppaslóð. Allt í einu hleypur minkur yfir slóðina en hverfur strax í grasið sem var mjög mikið. Lappi var heima á hlaði og ég freistaði þess að kalla í hann. Eftir örskotsstund var hann kominn til mín, og ég prufaði að segja við hann að ná í minkinn. Lappi skildi mig strax og stekkur snuðrandi þangað til hann finnur minkinn sem var stuttur spölur. Þetta var í fyrsta sinn sem ég skyldi að hægt væri að tala við hann og segja honum hvað hann ætti að gera, og ég sá hvaða gagn hægt var að hafa af fljótum fótum hans. Ég gat gert hugsanir mínar að hugsunum hundsins með því að segja ekki mörg orð en leggja áherslu á að kenna honum merkingu orðanna. Og brátt fór Lappi að breyta ýmsu í sambandi við bústofninn. Hann varð valda- mikill, eða öllu heldur varð bóndinn valdameiri við allt umstang skepnanna. Honum dugði bara að segja: „Lappi viltu ná í hana fyrir mig“ Þannig gat ég nú náð í hvaða kind sem var og hvenær sem var. Þá tók hann í bóginn á þeim, og það var gaman að sjá til hans þegar hann var að taka allra frískustu kindurnar því hann hljóp svo mikið hraðar en þær. Einu sinni í slíku tilfelli á bara einu augnabliki þá snéru fæturnir á kindinni beint upp í loftið. Hann þekkti alltaf hvaða kind hann átti að taka þó hún færi inn í stóran hóp. Svona mátti bóndinn ekki segja honum að gera án þess að vita hvort hann skaðaði kindurnar. Því var gerð tilraun með lömb sem fóru beint í sláturhús, og það kom ekkert lamb með marblett. Þetta var fyrsti minkurinn sem Lappi tók en þeir urðu margir síðar, mörgum sinnum sagði ég bara svona við hann þegar við fórum út í haga: ,,Jæja nú átt þú að leita að mink” Þá var Lappi að því allan tímann sem við vorum í þeirri ferð. Þegar fólkið á bænum var út í haga að smala, og sá hvernig gekk hjá hinum sem voru langt frá, var stundum sagt við Lappa: “Hjálpaðu honum eða henni,,. Hann virtist þekkja nöfnin á öllum þar sem hann átti heima, því hann fór alltaf
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212

x

Goðasteinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.