Goðasteinn - 01.09.2016, Side 43
41
Goðasteinn 2016
gat til neins notið hans. Þannig háttaði til á Þórsmörk við smalastörf, að farið
var ríðandi að morgni alla leið innst sem smala átti, og gengið síðan til baka
með kindurnar sem fundust. Fyrsta daginn sem var mjög löng ganga, slapp
kind frá hinum smölunum í tvö skipti, og í síðara skiptið kom hún þar sem
við Lappi höfðum farið. En til að sækja hana þurfti að snúa við langa leið til
baka. Sögumaður farinn að eldast og ekki góður að ganga og sendi því Lappa,
en hann kom ekki aftur þangað sem sást til hans. Þegar farið var að gæta að
stóð kindin fast upp við berg og varðist honum. Fyrir ungan mann hefði verið
auðvelt að sækja þau og reka hana, en í stað þess var Lappa sagt að koma og
láta hana vera, hún kæmi bara í næsta safni. Í þetta sinn hefði mátt spara mikla
vinnu, því í seinni leitinni var hún smölunum mjög erfið. Annað svipað atvik í
þessari smölun gerðist er fullorðin kind með tvö lömb sem við Lappi áttum að
sjá um fór inn í helli, en þá var smalinn nálægur. Lappa var sagt að bíða fyrir
utan og að hann ætti að gæta þeirra þegar þau kæmu út. Þá voru fætur hans
orðnir mjög sárir af göngu á grjóti, en út af því hans þurfti með, sýndist hann
sem alveg heill. Hann gengdi sínu hlutverki alveg út í æsar, kindurnar gátu ekk-
ert farið nema það sem hann leyfði þeim. Við lögðum af stað með þessar þrjár
kindur og allt í lagi með það, þær fóru alveg þangað sem þær áttu að fara í átt
að réttinni. Allt í einu komu allir hinir karlarnir með alla sína hunda og siguðu
á þessar þrjár kindur, þeir treystu víst ekki okkur Lappa. Útkoman var sú að
ærin og annað lambið slapp, hitt lambið náðist allt bitið eftir hundana. Lappi
kom til mín og tók ekki þátt í svoleiðis smalamennsku.
Það var alveg sama hvað hann var beðinn að gera, aldrei skorti hann kjark.
Einu sinni komu nautgripir frá öðrum bæ í okkar haga, svo að ritari þessarar
sögu fór til að reka þá heim aftur, og þá vitanlega Lappi með. Sumum þessara
gripa fannst hann greinilega forvitnilegur þar sem hann trítlaði um, snéru sér
við til hálfs og góndu á hann, hristu svo hausinn og snýttu sér í átt til hans.
Lappa var það sama en kom í átt til bónda síns. Þá settu þeir undir sig hausinn
og rassinn upp í loftið, bölvuðu hundræksninu, og tóku undir sig stökk til að
ráðast á hann. Hann var líka til í að sanna sitt hlutverk og fór á móti þessari
öskrandi villihjörð. En nautin voru komin í ham, með alla hausa niður við jörð
og reyndu að hnoða hann niður, fannst mér. Hann sást ekkert inn í miðri þess-
ari öskrandi kös, það eitt varð skynjað að nautin gætu gert alveg út af við hann,
drepið hann. Eiganda hans leist satt að segja ekkert á blikuna þegar Lappi var
einn milli margra stórra nauta sem öll snéru rassinum út úr þvögunni og ætl-
uðu að yfirbuga hann. Þá var eina ráðið að hvetja hann til að taka á móti. Ég
kallaði svo hátt að hann örugglega heyrði: ,,Taktu á þeim og bjargaðu þér”. Allt
í einu öskraði eitt nautið ógurlega og þvagan leystist sundur með því að það