Goðasteinn - 01.09.2016, Page 43

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 43
41 Goðasteinn 2016 gat til neins notið hans. Þannig háttaði til á Þórsmörk við smalastörf, að farið var ríðandi að morgni alla leið innst sem smala átti, og gengið síðan til baka með kindurnar sem fundust. Fyrsta daginn sem var mjög löng ganga, slapp kind frá hinum smölunum í tvö skipti, og í síðara skiptið kom hún þar sem við Lappi höfðum farið. En til að sækja hana þurfti að snúa við langa leið til baka. Sögumaður farinn að eldast og ekki góður að ganga og sendi því Lappa, en hann kom ekki aftur þangað sem sást til hans. Þegar farið var að gæta að stóð kindin fast upp við berg og varðist honum. Fyrir ungan mann hefði verið auðvelt að sækja þau og reka hana, en í stað þess var Lappa sagt að koma og láta hana vera, hún kæmi bara í næsta safni. Í þetta sinn hefði mátt spara mikla vinnu, því í seinni leitinni var hún smölunum mjög erfið. Annað svipað atvik í þessari smölun gerðist er fullorðin kind með tvö lömb sem við Lappi áttum að sjá um fór inn í helli, en þá var smalinn nálægur. Lappa var sagt að bíða fyrir utan og að hann ætti að gæta þeirra þegar þau kæmu út. Þá voru fætur hans orðnir mjög sárir af göngu á grjóti, en út af því hans þurfti með, sýndist hann sem alveg heill. Hann gengdi sínu hlutverki alveg út í æsar, kindurnar gátu ekk- ert farið nema það sem hann leyfði þeim. Við lögðum af stað með þessar þrjár kindur og allt í lagi með það, þær fóru alveg þangað sem þær áttu að fara í átt að réttinni. Allt í einu komu allir hinir karlarnir með alla sína hunda og siguðu á þessar þrjár kindur, þeir treystu víst ekki okkur Lappa. Útkoman var sú að ærin og annað lambið slapp, hitt lambið náðist allt bitið eftir hundana. Lappi kom til mín og tók ekki þátt í svoleiðis smalamennsku. Það var alveg sama hvað hann var beðinn að gera, aldrei skorti hann kjark. Einu sinni komu nautgripir frá öðrum bæ í okkar haga, svo að ritari þessarar sögu fór til að reka þá heim aftur, og þá vitanlega Lappi með. Sumum þessara gripa fannst hann greinilega forvitnilegur þar sem hann trítlaði um, snéru sér við til hálfs og góndu á hann, hristu svo hausinn og snýttu sér í átt til hans. Lappa var það sama en kom í átt til bónda síns. Þá settu þeir undir sig hausinn og rassinn upp í loftið, bölvuðu hundræksninu, og tóku undir sig stökk til að ráðast á hann. Hann var líka til í að sanna sitt hlutverk og fór á móti þessari öskrandi villihjörð. En nautin voru komin í ham, með alla hausa niður við jörð og reyndu að hnoða hann niður, fannst mér. Hann sást ekkert inn í miðri þess- ari öskrandi kös, það eitt varð skynjað að nautin gætu gert alveg út af við hann, drepið hann. Eiganda hans leist satt að segja ekkert á blikuna þegar Lappi var einn milli margra stórra nauta sem öll snéru rassinum út úr þvögunni og ætl- uðu að yfirbuga hann. Þá var eina ráðið að hvetja hann til að taka á móti. Ég kallaði svo hátt að hann örugglega heyrði: ,,Taktu á þeim og bjargaðu þér”. Allt í einu öskraði eitt nautið ógurlega og þvagan leystist sundur með því að það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.