Goðasteinn - 01.09.2016, Page 57

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 57
55 Goðasteinn 2016 raufar í eyrun á þeim. Dáldið grimmt fannst mér. Vikunni síðar var líka mikið um að vera. Það var ullarþvottadagur. Kveikt var upp undir keitunni í stórum pottum úti í skemmu. Keitunni hafði verið safnað vetrarlangt. Úr koppum var ekki skvett á tún heldur hellt í ker og safnað. Þetta safn fékk síðan nafnið keita. Það nýttist í ullarþvottinn. Mig minnir að eldviðurinn hafi verið skán eða mór og upphitunin var á hlóðum. Þvottastaðurinn var í Jóhannesargili. Þvegið var úr keitunni og síðan skolað í bergvatnsstraumi lækjarins í gilinu og loks ullar- reyfin blaut lögð út á möl og móa til að þorna. Lengsti reiðtúr sumarsins, og þá reið ég í hnakk og á viljugri hesti en Sleipni gamla, lá að Syðri Hömrum til föðursystur minnar, Arndísar, en ekki síður til Harðar Sigurðssonar næstum jafnaldra míns, sem ólst þar upp hjá ömmu sinni. Þetta var í fylgd Runólfs en nokkurn spöl var að fara og þurfti að fara eftir þjóðveginum lengstan hluta leiðarinnar. Reiðtúrinn fram og til baka og viðdvölin tók allan daginn. Hörður sýndi mér leikvanginn sinn og leikföng. Það var ekki eins og í kaupstaðnum, engir bílar. Hann sýndi mér búið sitt: kjálkabein urðu kýr, kjúkur urðu að kindum. Búið var á grasbala upp undir hamrinum. Þarna var gamli tíminn við lýði, en ímyndunaraflið skipti mestu. Hjá okkur leikbræðrunum við sumarbústað okkar í Hveragerði urðu steinar að bílum og vegir voru mjóar rákir í melinn. Allt var þetta lærdómsríkt, menntun sem ég vildi ekki hafa misst af. Vinnu- semi fékk maður að rækta. Það var gott, enda leið ekkert sumar, nema þau sem fóru í utanferðir, að ég færi ekki til einhverra verka. Hluti menntunarinnar var líka að fá að finna fyrir öfundinni í sveitinni í garð kaupstaðarbúa og viðleitn- inni til þess að tala niður til fólksins á mölinni, sem lifði áreynslulausu lífi að áliti sveitamannsins og kunni hvorki almennilega til verka né þekkti gangverk lífsins og hina réttu og sönnu þjóðarmenningu búskapar og sauðfjáreldis ell- egar að lesa í landið, náttúruna og skýjafar. Kaupstaðakrakkar voru auðvitað einfeldningar. Gamansagan um bensíntíkina sem mér var sögð fyrsta árið var ekki laus við að koma þessum boðskap til skila. Tíkin á bænum var samkvæmt sögunni á því skeiði ársins þegar hún var lóða, sem sagt „til í það“. Bóndinn á bænum brá á það ráð að rjóða hana bensíni til þess að daunninn gerði hundana fráhverfa. Einn daginn sér kaupstaðastrákurinn í sveit þarna, að hundur er kominn upp á tíkina. Hann hleypur til bónda og segir: Tíkin er orðin bens- ínlaus og það er kominn annar hundur til að ýta henni í gang. Á hverjum degi barst dagblaðið Tíminn með mjólkurbrúsunum. Flóabúið og Kaupfélagið sáu til þess. Frænda fannst þetta eðlilegt og rétt og við lásum Tímann öll hvert á fætur öðru. Hann varð gluggi minn að stöðu lands- og heimsmála. Ég varð mikill sérfræðingur í Kóreustríðinu. Þórarinn Þórarinsson,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.