Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 57
55
Goðasteinn 2016
raufar í eyrun á þeim. Dáldið grimmt fannst mér. Vikunni síðar var líka mikið
um að vera. Það var ullarþvottadagur. Kveikt var upp undir keitunni í stórum
pottum úti í skemmu. Keitunni hafði verið safnað vetrarlangt. Úr koppum var
ekki skvett á tún heldur hellt í ker og safnað. Þetta safn fékk síðan nafnið keita.
Það nýttist í ullarþvottinn. Mig minnir að eldviðurinn hafi verið skán eða mór
og upphitunin var á hlóðum. Þvottastaðurinn var í Jóhannesargili. Þvegið var
úr keitunni og síðan skolað í bergvatnsstraumi lækjarins í gilinu og loks ullar-
reyfin blaut lögð út á möl og móa til að þorna.
Lengsti reiðtúr sumarsins, og þá reið ég í hnakk og á viljugri hesti en Sleipni
gamla, lá að Syðri Hömrum til föðursystur minnar, Arndísar, en ekki síður
til Harðar Sigurðssonar næstum jafnaldra míns, sem ólst þar upp hjá ömmu
sinni. Þetta var í fylgd Runólfs en nokkurn spöl var að fara og þurfti að fara
eftir þjóðveginum lengstan hluta leiðarinnar. Reiðtúrinn fram og til baka og
viðdvölin tók allan daginn. Hörður sýndi mér leikvanginn sinn og leikföng.
Það var ekki eins og í kaupstaðnum, engir bílar. Hann sýndi mér búið sitt:
kjálkabein urðu kýr, kjúkur urðu að kindum. Búið var á grasbala upp undir
hamrinum. Þarna var gamli tíminn við lýði, en ímyndunaraflið skipti mestu.
Hjá okkur leikbræðrunum við sumarbústað okkar í Hveragerði urðu steinar að
bílum og vegir voru mjóar rákir í melinn.
Allt var þetta lærdómsríkt, menntun sem ég vildi ekki hafa misst af. Vinnu-
semi fékk maður að rækta. Það var gott, enda leið ekkert sumar, nema þau sem
fóru í utanferðir, að ég færi ekki til einhverra verka. Hluti menntunarinnar var
líka að fá að finna fyrir öfundinni í sveitinni í garð kaupstaðarbúa og viðleitn-
inni til þess að tala niður til fólksins á mölinni, sem lifði áreynslulausu lífi að
áliti sveitamannsins og kunni hvorki almennilega til verka né þekkti gangverk
lífsins og hina réttu og sönnu þjóðarmenningu búskapar og sauðfjáreldis ell-
egar að lesa í landið, náttúruna og skýjafar. Kaupstaðakrakkar voru auðvitað
einfeldningar. Gamansagan um bensíntíkina sem mér var sögð fyrsta árið var
ekki laus við að koma þessum boðskap til skila. Tíkin á bænum var samkvæmt
sögunni á því skeiði ársins þegar hún var lóða, sem sagt „til í það“. Bóndinn á
bænum brá á það ráð að rjóða hana bensíni til þess að daunninn gerði hundana
fráhverfa. Einn daginn sér kaupstaðastrákurinn í sveit þarna, að hundur er
kominn upp á tíkina. Hann hleypur til bónda og segir: Tíkin er orðin bens-
ínlaus og það er kominn annar hundur til að ýta henni í gang.
Á hverjum degi barst dagblaðið Tíminn með mjólkurbrúsunum. Flóabúið
og Kaupfélagið sáu til þess. Frænda fannst þetta eðlilegt og rétt og við lásum
Tímann öll hvert á fætur öðru. Hann varð gluggi minn að stöðu lands- og
heimsmála. Ég varð mikill sérfræðingur í Kóreustríðinu. Þórarinn Þórarinsson,