Goðasteinn - 01.09.2016, Page 75

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 75
73 Goðasteinn 2016 Frá Markarfljóti rann vatn í Álafarveginn á nokkrum stöðum á leið þess til sjávar og á einum stað frá Affallinu, það var kallað Hólmalæna. Fyrstu kvíslina frá fljótinu fengu Álarnir norðan við Stóradímon. Oftast var það ekki mikið vatn en stundum bættist í þá mjög mikið vatn, á leið þeirra til sjávar. Mest vatn mun oft hafa komið um Fauskafarveginn og stundum yfir láglendið milli Brúna og Tjarna og á fyrri tímum fór það á milli Dalsels og Steinmóðarbæjar, þar var til Dalsselsáll og Steinmóðarbæjaráll, hann hefur líklega verið fyrir utan Steinmóðarbæ. Þegar kom að því, að hægt væri að byggja garðinn fyrir túnin á Tjörnum og Tjarnanesið, sem þurfti að vera tveir kílómetrar að lengd, eða jafn langur og garðurinn milli Markarfljótsbrúarinnar og Stórudímonar, var ljóst að hann myndi kosta margfalt meira en áður hafði verið greitt á einu ári til varna á þessu svæði. En aðkallandi var að garður kæmi þarna sem allra fyrst. Þá fór ég fram á það við formann Héraðsnefndar Rangárvallasýslu, Tryggva Ingólfsson, að þetta mál yrði tekið til umræðu á fundi nefndarinnar og Sveinn landgræðslustjóri yrði boðaður á fundinn. Þetta var gert og þar hafði ég fram- sögu og lagði mikla áherslu á að þessi framkvæmd þyldi enga bið. Um þetta urðu umræður á fundinum og voru allir sammála um, að þetta væri mál sem ekki mætti bíða. Þarna var svo gerð fundarsamþykkt um að skora á Alþingi að veita fjármagni til verksins. Einnig var farið fram á það við Svein, að hann hefði forgöngu um að fylgja málinu eftir, sem hann var fús til að gera. Nokkru seinna, eða 19. nóvember 1992 sendi Sveinn umsókn til Viðlaga- tryggingar um að hún legði fram helming kostnaðar við þennan varnargarð. Hann boðaði svo til fundar sem yrði haldinn 3. desember sama árs, þangað voru boðaðir þingmenn kjördæmisins ásamt ýmsum öðrum áhrifamönnum, sem höfðu aðstöðu til að þrýsta á að málið næði fram að ganga og forystu- mönnum í héraði, sem mest höfðu komið að þessum málum áður. Þar voru líka mættir, verkfræðingur Vegagerðarinnar, sem hafði skipulagt og teiknað væntanlegan garð, formaður fjárveitinganefndar Alþingis og fulltrúi frá Við- lagatryggingu. Vegna þess að ég tel að þessi fundur hafi haft úrslitaáhrif sem nægðu til að þetta langdregna og erfiða mál kæmist í framkvæmd, ætla ég að gera hér lista yfir nöfn þeirra manna sem á fundinum voru. Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri ríkisins, Gunnarsholti, Tryggvi Ingólfsson, form. Héraðsnefndar Rang., Hvolsvelli, Guðjón Ólafsson, oddviti V-Eyjafjallahr., Syðstu-Mörk, Magnús Finnbogason, oddviti A-Landeyjahr., Lágafelli, Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Vestmannaeyjum,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.