Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 75
73
Goðasteinn 2016
Frá Markarfljóti rann vatn í Álafarveginn á nokkrum stöðum á leið þess til
sjávar og á einum stað frá Affallinu, það var kallað Hólmalæna. Fyrstu kvíslina
frá fljótinu fengu Álarnir norðan við Stóradímon. Oftast var það ekki mikið
vatn en stundum bættist í þá mjög mikið vatn, á leið þeirra til sjávar. Mest
vatn mun oft hafa komið um Fauskafarveginn og stundum yfir láglendið milli
Brúna og Tjarna og á fyrri tímum fór það á milli Dalsels og Steinmóðarbæjar,
þar var til Dalsselsáll og Steinmóðarbæjaráll, hann hefur líklega verið fyrir
utan Steinmóðarbæ.
Þegar kom að því, að hægt væri að byggja garðinn fyrir túnin á Tjörnum
og Tjarnanesið, sem þurfti að vera tveir kílómetrar að lengd, eða jafn langur
og garðurinn milli Markarfljótsbrúarinnar og Stórudímonar, var ljóst að hann
myndi kosta margfalt meira en áður hafði verið greitt á einu ári til varna á
þessu svæði. En aðkallandi var að garður kæmi þarna sem allra fyrst.
Þá fór ég fram á það við formann Héraðsnefndar Rangárvallasýslu, Tryggva
Ingólfsson, að þetta mál yrði tekið til umræðu á fundi nefndarinnar og Sveinn
landgræðslustjóri yrði boðaður á fundinn. Þetta var gert og þar hafði ég fram-
sögu og lagði mikla áherslu á að þessi framkvæmd þyldi enga bið. Um þetta
urðu umræður á fundinum og voru allir sammála um, að þetta væri mál sem
ekki mætti bíða. Þarna var svo gerð fundarsamþykkt um að skora á Alþingi
að veita fjármagni til verksins. Einnig var farið fram á það við Svein, að hann
hefði forgöngu um að fylgja málinu eftir, sem hann var fús til að gera.
Nokkru seinna, eða 19. nóvember 1992 sendi Sveinn umsókn til Viðlaga-
tryggingar um að hún legði fram helming kostnaðar við þennan varnargarð.
Hann boðaði svo til fundar sem yrði haldinn 3. desember sama árs, þangað
voru boðaðir þingmenn kjördæmisins ásamt ýmsum öðrum áhrifamönnum,
sem höfðu aðstöðu til að þrýsta á að málið næði fram að ganga og forystu-
mönnum í héraði, sem mest höfðu komið að þessum málum áður. Þar voru
líka mættir, verkfræðingur Vegagerðarinnar, sem hafði skipulagt og teiknað
væntanlegan garð, formaður fjárveitinganefndar Alþingis og fulltrúi frá Við-
lagatryggingu.
Vegna þess að ég tel að þessi fundur hafi haft úrslitaáhrif sem nægðu til að
þetta langdregna og erfiða mál kæmist í framkvæmd, ætla ég að gera hér lista
yfir nöfn þeirra manna sem á fundinum voru.
Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri ríkisins, Gunnarsholti,
Tryggvi Ingólfsson, form. Héraðsnefndar Rang., Hvolsvelli,
Guðjón Ólafsson, oddviti V-Eyjafjallahr., Syðstu-Mörk,
Magnús Finnbogason, oddviti A-Landeyjahr., Lágafelli,
Guðjón Hjörleifsson, bæjarstjóri, Vestmannaeyjum,