Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 76
74
Goðasteinn 2016
Eiríkur Bogason, veitustjóri, Vestmannaeyjum,
Ólafur Ólafsson, bæjartæknifræðingur, Vestmannaeyjum,
Egill Jónsson, alþingismaður, form. fjárveitinganefndar. Alþ.,
Eggert Haukdal, alþingismaður,
Geir Zoëga, Viðlagatryggingu Íslands,
Sigurgeir Þorgeirsson, landbúnaðarráðuneytinu,
Níels Árni Lund, landbúnaðarráðuneytinu,
Steingrímur Ingvarsson, forstöðumaður Vegagerðar rík. Suðurl.,
Helgi Jóhannesson, verkfræðingur, Vegagerð ríkisins.
Það lá fyrir á fundinum að Vestur-Eyjafjallahreppur og Austur-Landeyja-
hreppur hefðu boðist til að lána fé til þessara framkvæmda og einhverjar líkur
væru til að Héraðsnefnd Rangárvallasýslu legði fram eina milljón króna.
Fundargerð var ekki rituð á fundinum og því get ég ekki greint frá umræðum
sem þar fóru fram nema að litlu leyti, og þá helst af því sem ég sagði sjálfur.
Á fundinum sýndi Magnús á Lágafelli myndir frá því, hvernig fljótið hefði
brotið niður graslendið sem verið var að ræða um. Síðan urðu allmiklar um-
ræður um málið, þar tók til máls meðal annara Helgi Jóhannesson verkfræð-
ingur og hélt því fram að vatnsveita Vestmannaeyja væri ekki í neinni hættu
frá fljótinu, þó að það færi út í Álafarveg. Þar með væri hann ekki að halda
því fram, að ekki þyrfti að byggja þennan garð.
Mér fannst að með þessari yfirlýsingu hefði hann veikt málstað okkar, sem
vorum að þrýsta á að þetta nauðsynlega verk yrði nú loksins framkvæmt.
Ég tók til máls og sagði að ég væri ekki sammála verkfræðingnum um þetta
atriði málsins, þar sem vitað væri að fyrr á öldum, líklega á sautjándu öld,
hafi Markarfljót runnið vestur fjörur, út á móts við bæinn Önundarstaði er var
fram af Hólmahverfi í Landeyjum og farið þar til sjávar. Það sem einu sinni
hefði gerst, geti gerst aftur, þetta sýni að halli hafi verið á fjörunni í vesturátt
á þeim tíma, sem þetta gerðist og líklegt verði að teljast að svo sé enn.
Þá ræddi ég líka um þau sögulegu verðmæti sem myndu glatast, ef fljótið
fengi að brjóta niður og gera að svörtum aur Tjarnatúnin öll. Þangað hefði
aldrei komið jarðýta til að róta út því, sem mörg hundruð ára búseta á góðri tví-
býlisjörð hefði skilið eftir sig, hér væri það sennilega vel varðveitt, því í þessari
sendnu jörð geymdust fornminjar betur en víðast annars staðar. Bæirnir sem
þar voru stóðu á sitt hvorum hólnum sem eru þarna með litlu millibili, ekki
gæti ég betur séð en að þeir séu myndaðir af því byggingarefni, sem þangað
hafi verið flutt við margra alda búsetu á staðnum. Og þar séu mannvistarleifar
frá umliðnum öldum, í lögum hvert ofan á öðru. Þar hafi sennilega verið byrj-