Goðasteinn - 01.09.2016, Page 98
96
Goðasteinn 2016
fræddi mig um strokka: „Strokkar voru flestir af svipaðri gerð, misvíðir
upp og trégyrtir. Bulluhausar voru flatir að ofan og neðan, með boruðum
götum og skorum í brúnum. Dálítill munur virtist á strokkum með það
hve vel gekk að strokka í þeim, fór ekki eingöngu eftir því hvernig búið
var í strokkinn. Guðmundur Davíðsson á Saurum var góður smiður. Í
búi hans var strokkur sem hann hafði smíðað, nokkuð meir misvíður upp
en almennt var og bulluhausinn var kúptur að neðan. Guðmundur flutti
með fjölskyldu sína til Ameríku og faðir minn keypti strokkinn á upp-
boðinu sem Guðmundur hélt fyrir brottför. Þessi strokkur reyndist mjög
vel. Einu sinni var gerð tilraun með að búa alveg á sama veg í hann og
strokk sem Guðríður amma mín átti og strokkaðist drjúgum mun fljótar
í strokki Guðmundar.“
Vænta má þess að fyrri tíða menn hefðu markað strokka sína búmarki
en um það skortir heimildir. Strokkar fóru raunar vart út af heimili nema
í flutningi í selstöðu. Í eignaskrá Reynistaðaklausturs árið 1556 segir:
„3 gamlir strokkar, tveir í seli og eirn heima“. Við fornleifauppgröft í
Stóruborg undir Eyjafjöllum, sem stjórnað var af Mjöll Snæsdóttur á ár-
unum 1978–1990, kom úr jörðu skert fjöl sem telja verður hluta af strokk-
loki. Það hefur verið samsett nær miðju og blindingað saman með fjórum
trénöglum. Þvermál loksins hefur verið um 25,5 sm og það því í stærsta
lagi miðað við seinni tíma strokka. Skákross er ristur á fjölina öðrum
megin og verður fremur að teljast heillatákn en búmark. Þess ber þó
að geta að búmörk voru stundum táknuð með rómverskum tölustöfum
og ætti X þá að tákna K. Strokkur nr. 584 í Byggða safni Snæfellinga í
Stykkishólmi er með skákrossi á loki. Strokkur nr. 524 í sama safni er
merktur upphafsstafnum J á loki og hlýtur að vera eignarmark.
...
Strokkur Mála-Davíðs
Til eru á minjasöfnum landsins svo litlir strokkar að með engu móti verð-
ur að þeim unn ið öðruvísi en í fangi manns eða milli hnjá kolla. Strokk-
ar af þessari gerð hentuðu vel fólki sem studdist við búskap með öðru
bjarg ræði. Í öðru lagi áttu mörg heimili fyrri tíma vetrarstrokk og sum-
arstrokk. Þau strokk heiti kenndi mér fróðleikskonan Kristín Bjarnadóttir
á Heiði á Síðu (f. 1893), síðar sönnuðu þau fleiri heimildarmenn. Vetrar-
strokkur inn var miklum mun minni og til hans gripið að vetri þegar lítið
var í strokk að láta.