Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 98

Goðasteinn - 01.09.2016, Blaðsíða 98
96 Goðasteinn 2016 fræddi mig um strokka: „Strokkar voru flestir af svipaðri gerð, misvíðir upp og trégyrtir. Bulluhausar voru flatir að ofan og neðan, með boruðum götum og skorum í brúnum. Dálítill munur virtist á strokkum með það hve vel gekk að strokka í þeim, fór ekki eingöngu eftir því hvernig búið var í strokkinn. Guðmundur Davíðsson á Saurum var góður smiður. Í búi hans var strokkur sem hann hafði smíðað, nokkuð meir misvíður upp en almennt var og bulluhausinn var kúptur að neðan. Guðmundur flutti með fjölskyldu sína til Ameríku og faðir minn keypti strokkinn á upp- boðinu sem Guðmundur hélt fyrir brottför. Þessi strokkur reyndist mjög vel. Einu sinni var gerð tilraun með að búa alveg á sama veg í hann og strokk sem Guðríður amma mín átti og strokkaðist drjúgum mun fljótar í strokki Guðmundar.“ Vænta má þess að fyrri tíða menn hefðu markað strokka sína búmarki en um það skortir heimildir. Strokkar fóru raunar vart út af heimili nema í flutningi í selstöðu. Í eignaskrá Reynistaðaklausturs árið 1556 segir: „3 gamlir strokkar, tveir í seli og eirn heima“. Við fornleifauppgröft í Stóruborg undir Eyjafjöllum, sem stjórnað var af Mjöll Snæsdóttur á ár- unum 1978–1990, kom úr jörðu skert fjöl sem telja verður hluta af strokk- loki. Það hefur verið samsett nær miðju og blindingað saman með fjórum trénöglum. Þvermál loksins hefur verið um 25,5 sm og það því í stærsta lagi miðað við seinni tíma strokka. Skákross er ristur á fjölina öðrum megin og verður fremur að teljast heillatákn en búmark. Þess ber þó að geta að búmörk voru stundum táknuð með rómverskum tölustöfum og ætti X þá að tákna K. Strokkur nr. 584 í Byggða safni Snæfellinga í Stykkishólmi er með skákrossi á loki. Strokkur nr. 524 í sama safni er merktur upphafsstafnum J á loki og hlýtur að vera eignarmark. ... Strokkur Mála-Davíðs Til eru á minjasöfnum landsins svo litlir strokkar að með engu móti verð- ur að þeim unn ið öðruvísi en í fangi manns eða milli hnjá kolla. Strokk- ar af þessari gerð hentuðu vel fólki sem studdist við búskap með öðru bjarg ræði. Í öðru lagi áttu mörg heimili fyrri tíma vetrarstrokk og sum- arstrokk. Þau strokk heiti kenndi mér fróðleikskonan Kristín Bjarnadóttir á Heiði á Síðu (f. 1893), síðar sönnuðu þau fleiri heimildarmenn. Vetrar- strokkur inn var miklum mun minni og til hans gripið að vetri þegar lítið var í strokk að láta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212

x

Goðasteinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.