Goðasteinn - 01.09.2016, Síða 169
167
Goðasteinn 2016
1923 þegar Ásgeir var 5 ára, en Jóhanna móðir hans bjó áfram í Svínhaga með
börnum sínum, uns hún flutti að Minni-Völlum, ásamt þeim Óskari, Ásgeiri
og Guðbjörgu en þau hófu þar búskap árið 1952.
Á Minni-Völlum voru gamlar íslenskar hefðir í heiðri hafðar og þar réði ráð-
deild og búhyggindi ríkjum jafnt utan dyra sem innan. Þau systkini öll kunnu
góð skil á því verklagi sem þau ólust upp við. Þau kunnu öll gömul handbrögð
fyrri búskaparhátta og þau systkin ógleymanleg okkur sveitungum á 17. júní
hátíðarhöldunum á Brúarlundi þegar þau sýndu þessa gömlu búskaparhætti;
- setja upp á klakk á hesti og reiða hey, þvo ull upp á gamla mátann, slá með
orfi og ljá og þessi gömlu handbrögð sem nú eru að gleymast og mörgum þegar
gleymd.
Eljusemi og iðni var þeim systkinum öllum eðlislæg. Þau voru samtaka í því
sem að búinu laut og búskapnum, fyrst í Svínhaga og síðan að Minni-Völlum.
Hann lifði farsælu lífi og greindi fullkomlega kjarnann frá hisminu. Hann
fór vel með allt, og hófsemi og nægjusemi var ævinlega í fyrirrúmi. Fylgdist
vel með og sinnti sínu, án þess að láta hávaða dagsins hafa áhrif á sig.
Ásgeir var mjög vel gefinn, en ekki allra, og hann gat verið meinstríðinn.
Öll hans framganga og verk höfðu tilgang og merkingu og var hann lítið fyrir
að fara erindisleysu. Hann var ekki orðmargur, en meinti það sem hann sagði,
var skoðanafastur og skýr, og kom vel fyrir sig orði, og þær lifa meitlaðar setn-
ingar hans, sem segja allt sem segja þarf. Hann var einhverju sinni spurður að
því hvort hann hefði ekki örugglega oft gengið á Heklu. Nei, það hef ég aldrei
gert. Nú, hvers vegna í ósköpunum ekki? „Þangað hef ég aldrei átt neitt er-
indi“. Og hann fór aldrei á Selfoss, - hann fór út að Ölfusá.
Hann var bóndi sem lagði rækt við hið fjölþætta starf ræktandans, hvort sem
var erjað við hina gróðurríku mold eða lagðprúðar kindur og hafði yndi af því
að hirða bústofn sinn, natinn við að láta skepnunum líða vel og laginn við að
hjálpa þeim þegar eitthvað var að. Hann var hinn góði hirðir búsins, talaði við
skepnurnar og hændi þær að sér, öll dýr löðuðust að honum og kindurnar komu
hlaupandi á móti honum. Og umfram allt var hann bóndi með sterkar rætur í
hinni gömlu rangæsku bændamenningu.
Hans gæfa var að alast upp, búa og starfa alla tíð við það sem hugur hans
hneigðist til, í ófrofa tengslum við stórbrotið umhverfi og náttúru þeirrar sveitar
sem hann var orðinn hluti af. Engir staðir þessa heims voru honum hjartfólgn-
ari til dauðadags en Landsveitin, Rangárvellir og afrétturinn.
Hann var ókrýndur fjallkóngur um langt árabil. Enginn þótti jafn frár á fæti
í göngum og við smölun en Geiri. Hann þekkti afréttinn vel, fróður um öll
örnefni og staðháttu, enda var honum treyst öðrum betur að sinna því starfi