Goðasteinn - 01.09.2016, Page 176

Goðasteinn - 01.09.2016, Page 176
174 Goðasteinn 2016 foreldrahúsum, þar sem hún naut umhyggjusemi foreldra sinna fram á síð- asta dag. Í miðið er Særún, skrifstofufulltrúi hjá Umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar, gift Kjartani Sigurðssyni, verkefnastjóra hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þau eiga heima í Garðabæ. Dætur þeirra eru Guðrún, sonur hennar er Kjartan Hjaltalín Pálsson, og Sigurrós Oddný, - unnusti hennar er Sascha Þór Ásgeir Medina. Sonur þeirra er Viktor Freyr. Yngstur barna Jón- asar og Guðrúnar er Helgi, verkstjóri hjá Permagreen og ferðaþjónustubóndi í Narsaq á Grænlandi. Sambýliskona hans er Bodil Mogensen, húsmóðir. Syn- ir þeirra eru Jónas, unnusta hans er Dorothe Maria Bisse Groth, og Michael Toby. Jónas og Guðrún stofnuðu heimili sitt á Hvolsvelli og reistu sér hús að Hvolsvegi 15. Hjónaband þeirra var farsælt og traust, og þau voru samhent um allt er máli skipti, enda ekki laust við að með þeim væri talsverður hjónasvipur. Þau voru höfðingjar heim að sækja, gestrisin mjög og hressileg í viðmóti og viðkynningu. Oft var gripið í spil á heimilinu þegar gesti bar að garði, og þar svignuðu veisluborðin oftar en ekki undan dýrum krásum. Guðrún var hög í höndum og saumaði mikið og prjónaði fyrr á árum, og löngum hafði hún bók tiltæka og las alla tíð talsvert sér til fróðleiks og afþreyingar. Fjölskyldan stóð Guðrúnu næst hjarta alla tíð. Hún var börnum sínum betri en enginn þegar þau flugu úr hreiðrinu og stofnuðu eigið heimili, og hag barna sinna og barnabarna bar hún mjög fyrir brjósti. Á ævikvöldinu glöddu langömmudrengirnir hana ósegjanlega, og brá ævinlega birtu yfir andlit hennar í návist þeirra. Fjölskyldu sinni reyndist Guðrún afar hjálpleg, örlát, sinnug og umhyggjusöm eiginkona, móðir og amma, og natni hennar, og þeirra hjóna beggja, við Oddnýju dóttur sína, var við brugðið og aðdáunarverð. Fyrstu hjúskaparár þeirra Jónasar helgaði Guðrún sig heimilisstörfunum og umönnun Oddnýjar, en réðst til starfa á símstöðinni á Hvolsvelli um 1960 þar sem hún vann um árabil, uns hún varð stöðvarstjóri Pósts og síma á Hellu, og þangað fluttust þau hjónin 1975. Því starfi gegndi hún óslitið í 22 ár, til 1997, er hún lauk starfsævi sinni, um leið og Jónas bóndi hennar. Það sama ár flutt- ust þau til Reykjavíkur, og settust að í Álfheimum 70 en voru frá 2004 búsett í Núpalind 4 í Kópavogi. Seinni árin ferðuðust Guðrún og Jónas mikið, og nutu þess ríkulega. Fóru þau einkum suður um Evrópu og til Austur-Evrópu áður en alfaraleið Vesturlandabúa opnaðist þangað. Guðrún sat ekki auðum höndum eftir að þau Jónas fluttust að austan, þótt hún væri sest í helgan stein, sem kallað er, og aldurinn tæki smám saman að færast yfir hana. Starfaði hún nokkur sumur hjá Hólmfríði, uppeldissystur sinni, við skógrækt suður í Hafnarfirði, sem Hólmfríður hafði umsjón með.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212

x

Goðasteinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Goðasteinn
https://timarit.is/publication/1974

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.