Goðasteinn - 01.09.2016, Page 185
183
Goðasteinn 2016
tók ungmenni í læri sem kallað var, og bjó þau undir frekara skólanám. Jak-
obína stundaði síðar nám við Kvennaskólann í Reykjavík og sótti námskeið
í Húsmæðraskóla Reykjavíkur. Henni var létt um nám, og hefði vel sómt sér
á langskólabekk, en þau viðhorf og tíðarandi sem ríkti á æskuárum hennar
reyndust henni ekki hvatning til þeirra hluta.
Jakobína festi ráð sitt snemma, aðeins tvítug að aldri. Eiginmaður hennar
var Árni Sigursæll Jónsson frá Vorsabæ í Austur-Landeyjum. Foreldrar hans
voru hjónin Þórunn Sigurðardóttir húsfreyja og Jón Erlendsson bóndi þar. Jak-
obína og Árni giftust 1942 og reistu sér húsið Helluland sem nú heitir í Hóla-
vangi 8 á Hellu. Auk heimilisstarfa vann Jakobína í verslun þeirra á Hellu í
fyrstu, en starfaði lengst á Skattstofu Suðurlands á Hellu, og lauk þar starfsævi
sinni 67 ára að aldri, en örskamman tíma, aðeins fáeina mánuði, starfaði hún
á Skattstofunni í Reykjavík og dvaldi þá hjá föður sínum. Jakobína og Árni
skildu að skiptum áður en yfir lauk, og síðustu áratugina átti Jakobína heima í
kaupfélagsblokkinni á Þrúðvangi 31. Árni lést 82ja ára að aldri haustið 1990.
Synir Jakobínu og Árna eru Erlendur Agnar, rafiðnfræðingur, og Oddgeir
Þór, garðyrkjutæknir. Erlendur Agnar er búsettur á Akureyri, kvæntur Gunn-
hildi Ólafsdóttur. Börn þeirra eru Ólafur, Ragnheiður Ósk og Örvar. Ólafur
á tvö börn; þau eru Alda Karen og Ólafur Þór. Ragnheiður Ósk er gift Sverri
Heimissyni og eiga þau þrjá syni; Agnar Darra, Jökul Þorra og Hrannar. Örv-
ar býr í Noregi með Lindu Lyngtu, dætur þeirra eru Tiril Ósk og Íris Ösp.
Eldri dætur Örvars og Eddu Matthíasdóttur eru Brynhildur Sól og Elínborg
Dís. Oddgeir Þór býr í Reykjavík með Áslaugu Arthursdóttur. Hann var áður
þríkvæntur. Fyrsta kona hans var Bjarndís Ásgeirsdóttir, en þau skildu. Bjarn-
dís lést árið 1981. Elst barna þeirra er Anna Sigríður, og börn hennar eru Iris
Margaretha og Elís Þór Dansbörn. Árni Þór var næstelstur, en hann dó tæplega
hálfs árs í ársbyrjun 1973. Í október sama ár misstu þau þriðja barnið í fæð-
ingu, fullburða dreng, og hvíla þeir bræður báðir í Oddakirkjugarði. Fjórða
barn Oddgeirs og Bjarndísar er Svanfríður. Hún er gift Stefáni Alfreð Stefáns-
syni, og eru börn þeirra Alexander Geir, Margrét Dís og Stefán Birgir. Önnur
kona Oddgeirs Þórs var Kristín Helga Zalewski, en þau skildu. Dóttir þeirra er
Eybjörg Helga, gift Jóni Ellert Þorsteinssyni, og eiga þau tvær dætur, Halldóru
Soffíu og Elínu Helgu. Þriðja kona Oddgeirs Þórs var Elínborg Halldórsdóttir.
Þau skildu, en Elínborg lést vorið 2000. Tvíburadætur þeirra eru Kolbrún Ýr
og Katrín Sif. Kolbrún Ýr býr með Helga Jónssyni, en dóttir hennar og Guð-
mundar Orra Arnarsonar er Elínborg Petra. Katrín Sif er gift Birgi Þór Guð-
brandssyni. Synir þeirra eru Þórbjörn Elí og Hrafnkell Elí.
Jakobína var félagslynd kona og mannblendin, fór víða og fylgdist með mann-