Goðasteinn - 01.09.2016, Page 196
194
Goðasteinn 2016
Lárusdóttir, Guðrún fædd 1956 eiginmaður hennar er Óskar G. Jónsson, Sigríð-
ur Ingunn fædd 1959, Gísli fæddur 1960 eiginkona hans er Erla Þorsteinsdóttir,
Gestur fæddur 1964 eiginkona hans er Birna Guðjónsdóttir. Barnabörnin eru
18 og langömmubörnin 8.
Það vantaði sannarlega ekki að hún var stolt af hópnum sínum á allan hátt
og ekki síður þakklát með hvað henni fannst þau hafa verið lánsöm öll í lífinu
og fylgdist hún vel með þeim öllum og einnig frændfólki sínu. Það var heldur
ekki að spyrja að því, að alla afmælisdaga mundi hún og var það eiginlega
sérgáfa því hún mundi afmælisdaga hjá hreint ótrúlega mörgu fólki sem hún
þekkti. Hún var létt og skemmtileg í kringum barnabörnin og fannst skemmti-
legast að vera eitthvað að fíflast og hlæja með þeim. Hún hafði góða nærveru
og þess nutu allir sem til hennar leituðu í vináttu eða frændsemi.
Nína Jenný og Ágúst hófu búskap inni á heimili Ágústar þar sem foreldrar
hans bjuggu einnig, þau Guðrún Magnúsdóttir og Gísli Gestsson. Voru systk-
ini Ágústar frá Suður-Nýjabæ 10 sem lifðu svo það má nærri geta hversu oft
var gestkvæmt þar. Tók Nína þar vel á móti öllu því fólki sem sótti þau heim
og sinnti vel um gesti þeirra og ekki síður um tengdaforeldra sína sem hún var í
sambúð með í á þriðja tug ára. Þannig var heimili þeirra öllum opið og þangað
kom einnig fólkið hennar jafnvel í sumarfríum.
Það var mikil glaðværð og gleði sem fylgdi henni Nínu enda sást hún
aldrei reið eða að hún skipti skapi. Hún var hláturmild, kæti í kringum hana
enda jákvæðni sem fylgdi henni við öll störf og viðhorf til lífsins. Meðfram
gríninu mátti þó alltaf greina þá gegnheilu og góðu konu sem hún var. Hún var
mikil prjóna- og handavinnukona þótt henni hafi aldrei fundist það sjálfri. Það
eru margir vettlingar og sokkar sem barnabörnin og börnin hafa yljað sér við
í gegnum árin hvar í heiminum sem þau hafa dvalið. Hún var afar vinnusöm,
gerði allt sem þurfti að gera af miklum krafti. Á sínum fyrstu búskaparárum
var ekki þægindunum fyrir að fara en hún lét það ekki á sig fá enda nægjusöm
og aldrei vildi hún íþyngja neinum. Þá kom sér stundum vel að vera þrjósk og
það var ekki síður gaman að því hvað hún hafði ákveðnar skoðanir. Útiverkin
þóttu henni skemmtileg og sérlega gaman þótti henni að vinna úti í kartöflu-
garði á haustin. Ekki má gleyma m.a. nestisferðunum með barnabörnunum út
á fjöru. Ágúst eiginmaður hennar lést 14. janúar 2005, bjó hún alla tíð áfram
í Þykkvabænum. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurlands á Selfossi 16. sept-
ember og var útför hennar gerð frá Þykkvabæjarkirkju 26. september.
Sr. Guðbjörng Arnardóttir