Goðasteinn - 01.09.2016, Qupperneq 199
197
Goðasteinn 2016
honum betur í gegnum annað fólk, hvern mann hann hefði að geyma og hví-
líkur hesta- og fjármaður hann var.
Runólfur eða Runi eins og hann tíðast var kallaður, fæddist í Bakkakoti í
Meðallandi í Vestur Skaftafellssýslu 24. október 1933. Hann lést á dvalarheim-
ilinu Kirkjuhvoli á Hvolsvelli 21. júní 2015.
Foreldrar hans voru hjónin Runólfur Bjarnason bóndi í Bakkakoti, f. 1893,
látinn 1981 og Þorgerður Runólfsdóttir húsfreyja f. 1895, d. 1966. Þeim hjónum
varð 8 barna auðið, Runólfur næst yngstur, en hin eru þessi í aldursröð: Guð-
rún, Guðbjörg, Bjarni, Sigrún, Þorbjörn og Markús sem öll eru látin en yngstur
er Guðni sem lifir.
Árið 1978 kvæntist Runólfur Margréti Ann Phillips fyrrv. organista, tón-
listarkennara, húsmóður og starfskonu í SS. Hún fæddist í London 14. janú-
ar 1937 og ólst þar upp. Foreldrar hennar voru George Arthur og Lily Ann
Root. Börn þeirra eru Anna f. 31. ágúst 1976 umferðarverkfræðingur, bóndi
og starfskona hjá SS, eiginmaður hennar er Þorkell Daníel Eiríksson bóndi og
póstmaður f. 1970. Börn þeirra eru Þorgerður Rán f. 2006, Runólfur Mar f.
2009 og Pétur tövunarfræðingur f. 25. ágúst 1978. Glæsilegir og vel menntaðir
einstaklingar.
Runólfur bjó í Bakkakoti með foreldrum sínum til ársins 1966, að undan-
skildu rúmu ári sem hann var við vinnumennsku í Skarði í Landsveit, en 1966
keypti hann Fljótsdalsjörðina hér innst í Fljótshlíð og flutti þangað sama ár.
Hann lagði upp frá Bakkakoti með alla sína hesta en gerði stuttan stans við Pét-
ursey til að taka þátt í kappreiðum; honum fannst annað ótækt fyrst kappreiðar
voru á annað borð í boði. Skemmst er frá því að segja að hann bar sigur úr
bítum á hesti sínum Eitli og að sigri loknum hélt hann leiðar sinnar að Fljótsdal
eins og ekkert hefði í skorist.
Runi var afar fimur og fær hestamaður á sínum yngri árum, enda svo ná-
tengdur dýrum og náttúru alla tíð að hann var nánast hluti af hvoru tveggja.
Sveinbjörn Dagfinnsson fyrrum ráðuneytisstjóri lýsir því svo þegar hann á
yfirreið um Landmannaleið fyrir 50 árum síðan, að þá hafi hann og samreið-
arfólk hans „hitt glóhærðan ungan mann sem reið við fjóra hesta. Hann var svo
mikið náttúrubarn að hann drakk vatn af steinum og ef hann þurfti að leggja
sig batt hann einn hestinn við fótinn á sér. Þarna var Runi á leiðinni í veturvist
vestur í Skarði.“
Önnur saga er minningarmerk þegar Runi var seinn til með sláttinn, sem
stundum gerðist. Hann reið því ekki inn á Einhyrningsflatir með öðrum fjall-
mönnum, en snemma næsta morgun þegar fjallmenn komu út til að leggja á