Hrafnista - 01.12.1948, Síða 20
2
HRÁFNISTA
minn gerði út 3i—4 róðraskip. Hann átti hlut í
Clarinu, einni fyrstu skútunni og síðar keypti hann
Njál gamla, en Njáll er enn til, nú sem mótorskip
í Ólafsfirði. Faðir minn gerði Njál út á þorsk og
hákarlaveiðar. Á uppvaxtarárum mínum var heim-
ilisfólk í Mýrarhúsum allt af 25—30 talsins, nema
á vertíðum, þá var það allt að 50 að tölu. Allt var
unnið heima að aflanum, hann verkaður, lýsið
brætt o. s. frv. Þetta var eins og heill verksmiðju-
bær. Sjö ára gamall missti ég föður minn, en til
sjós fór ég fyrst sem háseti 13 ára gamall, en þá
var Jón í Melshúsum skipstjóri á Njáli. f fyrsta
skipti sem ég fór til fiskjar, dró ég fjóra fiska og
þóttist heldur en ekki maður með mönnum. Ann-
ars var ég allt af við sjó og á sjó. Við börnin vorum
látin fara að hjálpa til 1 flæðarmálinu strax þegar
við gátum gengið. Svo fengum við og að fara til
Reykjavíkur, en í þá daga var alltaf farið til bæj-
arins á sjó. Sjóferðin stóð í hálftíma, ef farið var
um flóð, en alltaf var hugsað um það að fara þeg-
ar svo stæði á, svo að vel flyti yfir Grandann. Ef
ekki var hægt að fara um flóð, urðum við að fara
aðrd leið, um Hólmasund, en hún tók helmingi
lengri tíma. Ætli ég hafi ekki komið fyrst á sjó í
einni slíkri ferð?“
— En með þessari fyrstu sjóferð hófst áratuga
sjósókn.
„Já. — Ég var í þrjú úthöld með Jóni í Melshús-
um á Njáli gamla. 15 ára fór ég svo á Stýrimanna-
skólann og útskrifaðist af honum 17 ára. Ætli ég
sé ekki yngsti kandidatinn, sem útskrifazt hefur
af þeim skóla? Eftir þetta sigldi ég sem háseti með
Jóhannesi Hjartarsyni og Páli Halldórssyni, stýri-
maður með Jóni í Melshúsum og síðar með Jóni frá
Heimaskaga, svo að ég hafði fyrir mér fordæmi
margra ágætismanna. 21 árs gamall tók ég við
Guðrúnu frá Gufunesi, var með hana í eitt ár, en
síðan var ég með Bergþóru í eitt ár.
Og ætli sé nú ekki bezt að ég segi þér frá því,
þegar ég fór fyrst út til að kaupa skip. Það var
Björn Ólafsson?“
— Jú, gerðu það. — Björn Ólafsson var eitt kunn-
asta skip skútualdarinnar, þar fór saman skip og
skipstjóri.
„Já, skipið var gott, hvað svo sem líður skipstjór-
anum. En við nafnarnir stóðum saman í blíðu og
stríðu og alltaf þykir mér vænt um hann. Nú eiga
Færeyingar hann. Hann kom hingað fyrir tveim-
ur árum — og vitanlega fór ég í heimsókn. Jæja,
þegar ég var á 23. árinu fékk ég óstjórnlega löng-
un til þess að eignast mitt eigið skip. Og svo fór
að ég var útbúinn til utanfarar. Ég fékk mér far
með Vestu. Ferðafélagi minn var Jón Þórðarson
skipstjóri frá Ráðagerði, en með okkur var Eng-
lendingur nokkur John MacDermott að nafni. Rétt
áður en ég fór gerði bæjarfógeti boð fyrir mig og
ég fór á hans fund. Erindið var að biðja mig fyrir
„melankolskan“ mann, sem hafði verið á Skálholt,
en orðið að fara af vegna lasleika. Okkur samdist
ekki, bæjarfógetanum og mér. Hann vildi ekki
borga mér það fyrir gæzluna sem ég vildi fá. Ég
benti bæjarfógeta hins vegar á að Hjalti Jónsson
skipstjóri færi einnig með Vestu og væri reynandi
að semja við hann. Samningar tókust og Hjalti tók
hinn „melankólska“ að sér. Var svo lagt af stað.
Menn urðu brátt almikið við glas þegar létt hafði
verið, en það var algengt í þá daga. Þegar komið
var út að Gróttu skyldi sezt að borðum, en þegar
við sáum að viðbitið var margaríni, sem var ekk-
ert ljúfmeti í gamla daga, neituðum við allir að
borða það og heimtuðum smjör. Hofmeistarinn
neitaði og varð þá skipstjóri að ganga 1 málið. Við
fengum smjörið, en þetta er hin eina uppreisn, sem
ég hef tekið þátt í. Þetta upphlaup setti illt blóð
í Danskinn og um kvöldið lenti allt í logandi slags-
málum um borð. Voru þar mörg högg og stór látin
falla. Englendingurinn vildi fá að berja á Dansk-
inum, en ég lenti ekki í neinu, en lagði þess meiri
áherzlu á að gæta Englendingsins. Nokkru síðar í
ferðinni bar það við að menn fóru að veita því at-
hygli að töluvert af þurru dóti flaut aftur með
skipinu. Þar voru töskur og fatnaður, rúmfatnað-
ur og ýmislegt fleira. Hjalti hafði geymt hinn
„melankólska“ í herbergi sínu og mun hann nú
hafa grunað að ekki væri allt með feldu. Hann
hraðaði sér því til herbergis síns og er hann opn-
aði gat á að líta. Þar var ekkert eftir hvorki tang-
ur né tötur, nema hinn ,,melankólski“. Hann stóð
þar á gólfinu óður og vitlaus og var búinn að henda
öllu út um kýraugað. Því, sem hann hafði ekki
komið heilu út um það, hafði hann brotið og slitið
sundur, jafnvel olíulampa, og hent því út. Hjalti
tapaði þarna öllu sínu og varð heldur en ekki bág-
borinn. Þegar við komum til Færeyja heimtaði
skipstjóri vottorð um að þessi farþegi væri geggj-
aður og fékk það og þar var fenginn maður til að
fara með brjálæðingnum og gæta hans á leiðinni.
Kojufélagi minn í þessari ferð var Vilhjálmur
Finsen sendiherra og fór mjög vel á með okkur.
Við komum svo til Englands og þar hitti ég tvo