Hrafnista

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 25

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 25
HRAFNISTA 7 Við kipptum líka — spýttum og kipptum, kippt- um og spýttum, til þess að láta ekki okkar eftir liggja um að þyrsklingurinn kæmi á færin okkar. Þannig héldum við áfram þar til komnir voru átta fiskar á skip, og við þá komnir langleiðina vestur að Sundi. Er hér var komið kom upp nokkur ágreiningur milli þess er stýrði bátnum og annars er var aðal- róðramaður bátsins. Gekk það svo langt að til áfloga kom á milli þeirra. Okkur hinum fór ekki að verða um sel, reyndum við að sætta þá og fá þá til að hætta áflogunum. Stafaði þessi sáttastarfsemi okkar af því að við vorum á glóðum um að bátnum gæti hvolft þá og þegar. Engu megnaði þó þessi viðleitni okkar — hér dugðu engin orð, áflogin héldu áfram. Færin voru því hönkuð upp — en bátinn rak stjórnlaust og nokkuð farið að líða á daginn. Þar sem góð orð dugðu ekki lengur var sú ákvörðun tekin að binda með einu færinu upphafsmanninn er var ráðamað- ur bátsins svo hinn gæti stýrt inn Sundið. Var það svo gjört — hann bundinn á höndum og fótum og svo fleigt fram í barka á bátnum. Að þessu afreki loknu var haldið til. lands og gekk það stórslysalaust, en rétt áður en að landi kom var sá bundni leystur, en þó ekki fyrr en svo að báturinn kenndi grunns í sandinum um leið og hann var alveg laus. Átakalítið tókst að brýna bátnum og „skipta aflanum" þótt ýfingar væru með köflum. Þannig fór um sjóferð þá. Júlíus Ólafsson: Ég er fæddur árið 1891 á Stórufellsöxl í Skil- mannahreppi í Borgarfjarðarsýslu. Foreldrar mínir fluttu alfarnir til Reykjavíkur aldamótarvorið. Það ég bezt man, kom ég fyrst á sjó þegar flutt var búferlum sjóleiðis til Reykjavíkur. Farkostur- inn par fjögurra manna far, sem Guðmundur Brynjólfsson, bóndi á Kúludalsá átti, og var upp- sátrið í svokallaðri Skvörup í landareigninni og Ýar þaðan lagt upp og var Guðmundur formaðurinn. Mér er þetta minnisstætt vegna þess, að faðir minn fór þangað upp eftir í tvö sumur til heyskapar og var ég með í þeim ferðum. Ég minnist þess ekki að neitt markvert hafi skeð í ferðinni, enda er langt um liðið og ég aðeins átta ára. Það er önnur sjóferð, sem mér er hugstæðari. Það er fyrsta sjóferð mín á skútu, sumarið 1904. Frá því ég kom til Reykjavíkur og þar til ég fór á skútuna var ég oft með föður mínum á grásleppu- veiðum og fiskveiðum á grunnmiðunum. Þess á milli seldi ég rauðmaga og annan fisk á götum Reykjavíkur. Að sjálfsögðu hef ég ekki verið hlut- gengur til að byrja með, ef til vill aldrei náð því marki. Það er satt, að hugurinn stefndi á sjóinn hjá mér eins og svo mörgum strákum þá og alla tíma til þessa dags. Það var ekki auðvelt fyrir tólf ára stráka að komast á þilskip í þá daga. Þá var svipaða sögu að segja og nú ef höndla á eitthvert hnoss, þá verður maður að vera „vinur frúarinnar" eða hafa sterkan „bakhjall“ til að ná því marki, sem að er stefnt. Góðir fiskimenn í þá daga voru beztu stoðirnar fyrir unglinga til að komast á skút- ur, sökum þess, að þeir voru eftirsóknarverðustu mennirnir vegna hæfileika sinna. Þá gátu þeir komið óvaningum með sér í skiprúm. Ég var eng- um góðum fiskimanni kunnur 1 þá daga og komst ekki vegna þeirra á skútuna „Golden Hope“, mið- sumarstúr, árið 1904. Sigurjón bróðir minn var vinur skipstjórans, Sigurðar Þórðarsonar, sem þá var með skipið og kom hann mér í skiprúm til hans. Miðsumarstúrar byrjuðu um og upp úr Jóns- messu og tóku um viku af ágúst eða um sex vikna ferðir. Þennan tíma árs fiskuðu skúturnar venju- legast út af Vestfjörðum og norður á Húnaflóa. Ég var ekki burðugri en það, að ég var sjóveikur fyrstu dagana. Það skánaði og hvarf með öllu. Á skútunum var skipshöfnunum skipt í vaktir, stjórn- borðs og bakborðsvökur, og var skipstjóri fyrir stjórnborðsyöku, en stýrimaður fyrir bakborðs-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hrafnista

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.