Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 29
HRÁFNISTA
11
Formaðurinn tók langan stjaka og stjórnaði skip-
inu með honum á meðan það var ek'ki laust við
flæðarmálið.
Skipið var sett til sjávar með skutinn á undan.
Framámennirnir fóru síðastir upp í og ýttu skipinu
frá landi um leið og þeir snöruðust um borð. Skip-
inu var róið aftur út úr vörinni, þegar það var
komið út úr henni, setti formaður stýrið fyrir, með
æfðum og eldsnörum handtökum. Nú var skipinu
snúið við oig horfði framstafninn til hafs, hver mað-
ur sat við sinn keip en formaðurinn undir stýrinu.
Ég skreið aftur í skutinn og húkti þar.
Þegar hásetar höfðu róið nokkur áratog sagði
formaður: ,,Lesa, drengir“ um leið og hann tók of-
an sjóhattinn. Hásetar fylgdu dæmi hans og graf-
arró féll yfir skipshöfnina andartak. Ekki veit ég
hvað þeir lásu, en sjálfsagt hefur það verið sjó-
ferðabæn, faðirvorið eða eitthvað trúarlegs eðlis,
en ekkert var lesið í heyranda hljóði.
Ég fylltist lotningu fyrir þessari kyrrlátu helgi-
athöfn, en ekkert varð úr bænalestri hjá mér. Þeg-
ar ég var búinn að átta mig á því sem var að ger-
ast, og ætlaði að fara að lesa „Faðir vor“, hrökk ég
upp við að formaður sagði hátt og skörulega um
leið og hann setti upp sjóhattinn: „Reisið þið fram-
mastrið, drengir“.
Lestri sjóferðarbænarinnar var lokið og fiskiróð-
urinn hafinn. Framámennirnir reistu frammastr-
ið og greiddu úr seiglunum, sem voru vafin utan
um það, það var framsegl, sem þanið var út með
spriti, fokka, sem strengd var á milli hnífilsins og
formastursins að ofanverður og klýfir, sem
strengdur var á milli masturstoppsins og fremri
enda útleggjarans, sem stungið var fram af hnífl-
inum og lá í járnhring, sem festur var við hnífil-
inn.
Norðaustan kaldinn fyllti seglin og skreið skipið
mjúklega út víkina undir öruggri stjórn formanns.
Þegar kom fram fyrir homið var afturmastrið
einnig reist, en á því var afturseglið, einnig sprit-
segl.
Var nú sigldur liðugur vindur og góður byr vest-
ur í Háaleytisforir, en þar lágu þorskanetin, sem
vitja átti um. Norðaustan kaldinn gáraði sjóinn
inn á víkinni og velti skipinu þægilega. Ég hafði
heyrt, að sjóveikin stafaði af hreyfingum skipsins,
og var ég því drjúgmontinn af því með sjálfum
mér að ég fann ekki til sjóveiki á leið út af vík-
inni.
Þegar kom suður fyrir hornið mætti okkur þykk
hafalda af suðvestri. Nú fékk skipið aðrar og
ákveðnari hreyfingar. Mér fannst eitthvað þrýsta
innyflunum upp í háls og eftir litla stund var ég
orðinn fárveikur og blótaði Ægi svikalaust. Skip-
verjar gáfu mér ýms góð ráð til að bæta sjóveik-
ina. Einn ráðlagði mér að dýfa vettlingnum í sjó-
inn og sjúga hann. Það ráð gafst illa, og herti að-
eins sóttina, þá kastaði annar háseti til mín byrgð-
aról og sagði mér að herða hana um mittið eftir
megni. Það ráð reyndist ágætlega og bráði brátt
af mér, svo að ég gat vel fylgzt með því, sem fram
fór.
Við sigldum vestur með ströndinni sem er frem-
ur lög en þverhnípt standberg gengur víðast í
sjó fram. Af landi þekkti ég flest kennileiti á
ströndinni, og rifjaði upp nöfn þeirra um leið og
við sigldum framhjá þeim.
Þegar við vorum komnir vestur á Keflavík,
sigldum við framhjá mörgum skipum úr Þorláks-
höfn. Þau voru byrjuð að draga netin. Skipverjar
athuguðu skipin gaumgæfilega og ræddu um það
að aflinn væri lítill hjá þeim flestum.
Af Keflavík er drjúgur vegur vestur á Háaleyti
en þar lágu net þeirra Engeyjarmanna. Þegar
komið var vestur undir þann stað sem netin lágu,
voru seglin tekin niður og iagðar út árar, en eftir
örfá áratog kahaði formaður til framámannaaðtaka
beliginn og eftir augnablik var belgur, með merki
Engeyjar kominn upp í barkann. Hásetar lögðu nú
inn árarnar og formaður tók frá stýrið.
Belgurinn hélt uppi stjórafærinu en það var
bundið í stjórann en honum var fest við endann á
vestasta netin 1 netatrossunni Stjórafærinu var
brugðið upp í hjól, sem fest var í framhnífilinn,
síðan var endinn látinn ganga aftur eftir skipinu
endilöngu og röðuðu skipverjar sér á það og drógu
færið inn með samstilltum átökum- Þegar færið
þraut kom stjórinn en það var þríálma krókur með
rúmlega meters löngum legg. Þegar stjórinn hafði
verið innbyrgður kom netahálsinn. Á bakborðs-
kinnunginn var nú sett upp rella til að draga net-
in á. Netin voru dregin af handafli og drógu tveir
menn hvern tein. Netin voru lögð niður í barkann
jafnóðum og þau komu inn í skipið og fiskurinn
var greiddur úr þeim.
Hásetarnir drógu netin knálega, en aflinn í
fyrstu netunum var sáralítill. Einhver hafði orð á
því að ég væri fiskifæla. Þegar búið var að draga
þrjú net fór aflinn að glæðast, og óslitin röð af
stórþorski var bilt inn í skipið. Þeir, sem drógu