Hrafnista

Ukioqatigiit
Ataaseq assigiiaat ilaat

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 37

Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 37
HRAFNISTA 19 miklar framfarir eftir að tókst að brjóta veldi Máranna á skaganum á bak aftur. Það var auðskil- ið, að hagkvæm lega þeirra við úthafið breiða vekti vonina um nýjar leiðir til auðlinda Indlands og töfrandi stranda og hvetti menn brátt til at- hafna. Ef slíkar vonir rættust, var líklegt, að verzl- unin með dýrmætar framleiðsluvörur Austurlanda, sem nú var í höndum Araba og auðugra verzlun- arborga ftalíu, drægist til Spánverja og Portúgals- manna. Portúgalski prinsinn, Hinrik sæfari (dáinn 1460) er ein mesta og göfugasta persóna í sögu landafundanna, og hann var brautryðjandi þessa tímabils, sem hafði svo geysileg áhrif á þekkingu vora á jörðunni og stjórnmálalega og viðskipta- lega afstöðu Evrópu til annarra heimsálfa. Portú- galsmönnum tókst 1486, eftir margar djarfar til raunir, að sigla fyrir syðsta odda Afríku, og köll- uðu hann Góðravonarhöfða. Þeirri för stýrði Bartholomeus Diaz. Hugur spænskra og portu- galskra sæfarenda var þó ekki eingöngu bundinn við Indlandsleiðina suður fyrir Afríku. Notkun áttavitans, bætti tæki til að ákveða stöðu og stefnu skipa og framför landfræðivísindanna ultu á því, að hugdjarfir menn fóru að líta í vesturátt í von um að takast mætti að komast skemmri leið yfir hafið til Indlands. Árið 1497 lenti Portugalsmaðurinn Vasco da Gama í Calcut á Indlandsströnd og lauk þar með fyrstu sjóferðinni suður fyrir Afríku til Indlands. En Kólumbus hafði þegar fyrir 5 árum farið yfir Atlantshaf með spænskan flota og lenti í Vestur- Indíum, sem hann hélt að væri Indland. Varð þessi fundur til þess, að Spánverjar snéru sér nú af kappi að Ameríku. Fóru nú margir leiðangra og sannaðist brátt, að milli Evrópu og Asíu var mikið meginland. Kapphlaup Spánverja og Portúgala leit út fyrir að verða hættulegt, svo að páfinn, Alejander VI., tók að sér að miðla málum. Hann gaf út páfa- bréf 1493 og skipti þar heiminum í tvo hluta, skyldi vesturhelmingurinn vera hagsmunasvæði Spán- verja, en sá eystri Portúgalsmanna. Þessi fyrirmæli komu ekki í veg fyrir samkeppni þjóða þessara. Bæði sveif aðgreiningin nokkuð í lausu lofti, og svo krafðist hvor um sig ágóða- hluta af landfundum hins. Landamerkjalína þessi var einkum ógreinileg, er austur á bóginn dró, því að þekking manna á þeim löndum var mjög þokukennd. Spánverjinn Balbóa hafði að vísu fyrstur Evrópumanna séð út yfir Kyrrahaf af Pan- ama-eiði 1513, en ennþá hafði enginn Evrópusjó- maður siglt um þetta haf. Það var óvíst, hvort nokkurt sund fyndist á milli Atlantshafs og Kyrra- hafs, þótt slíkt sund sé sýnd á sumum gömlum landabréfum, því að menn vonuðu það. Hinsvegar var sú trú talsvert útbreidd, að Suður-Ameríka væri áföst við stórt meginland, hið ókunna Suð- urland, sem næði allt til Suður-skauts. Spánverjum var vel ljóst hvílíka þýðingu slíkt sund hefði, því að þeir lögðu mikla áherzlu á það að grafa skurð í gegnum Panama-eiði, ef ekki fyndist önnur leið. Sá draumur rættist fjögur hundruð árum síðar. En menn glötuðu ekki voninni strax. Formenn leiðangranna, sem sigldu meðfram ströndum Suð- ur-Ameríku, héldu hvað eftir annað, að von þeirra hefði rætzt og þeir hefðu fundið sundið. En það kom alltaí í ljðs, að það voru ósar hinnar og þess- ara stórfljóta, sem þeir höfðu fundið. Loks heppn- aðist Magellan, sem var í þjónustu Spánarkonungs, að sigla frá Evrópu til Austur-Indía í vesturátt. Magellan auðnaðist ekki sjálfum að hljóta laun- in og frægðina fyrir afrek sitt; hann féll í bardaga við íbúa Filippseyja. En hann hafði farið dásam- legustu sjóferðina í sögu landafundanna, og þeg- ar „Victoria“, skip hans, kom í höfn í Sevilla 1522 eftir næstum þriggja ára útivist, var lokið fyrstu siglingunni umhverfis jörðina. Þetta siglingaafrek mun gera orðstír Magellans ódauðlegan. •r---:-:---------------......Ú I Helgafeils- bækur bestar og vandaðastar I
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Hrafnista

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hrafnista
https://timarit.is/publication/1980

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.