Hrafnista - 01.12.1948, Qupperneq 41
HRAFNISTA
23
„Jú, svo sannarleiga, kunningi, það geturðu bölv-
að þér upp á“, svaraði ég öskureið og lamdi hnef-
anum í borðið svo að það drundi í því og ég hróp-
aði þetta svo hátt að það glumdi í öllu, en prófes-
sornum kom þetta svo á óvart að hann fálmaði eft-
ir vangaskegginu og faldi hendurnar í því.
„Uss, Jóhanna, hvað er þetta, bam?“ sagði
mamma fyrir öðrum enda borðsins. Hún varð víst
hrædd um að ég myndi móðga gestinn svo að hann
ryki burtu úr fæðinu.
„Ég vil ekki heyra þetta uss í þér“, öskraði ég
enn reiðari. „Hann situr þarna O'g gefur í skyn að
ég sé að fara með lýgi. Spyrjið þið bara pabba,
hann getur þá sagt ykkur hvort ég segi ekki satt“.
„Jú, þrælaverzlun á sér sannarlega stað enn og
lifir í fullum blóma“, sagði pabbi. ,,Á Suðurhafs-
ejunum kalla menn það bara „fuglaverzlun“. Það
eru til skipstjórar, sem taka heila skipsfarma af
innfæddum í lestina fyrir eitt sterlingspund á nef
og fara með þá til plantekrueigendanna í Norður-
Ástralíu. Þegar þeir hafa svo þrælað hjá þeim
þangað til þeir eru ekki orðnir annað en skinin
beinin og geta varla staðið uppréttir, taka skip-
stjórarnir að sér að flytja þá aftur til heimkynna
sinna, en oftast eru þeir þó reknir í land á fyrstu
eyjunni sem skipið kemur að. Og þarna er skýr-
ingin á því að maður hittir sjaldan fyrir hreina
kynflokka, þrælasalarnir eru sífelt að blanda þá“.
„Alltaf heyrir maður eitthvað nýtt“, sagði próf-
essorinn lágróma, en ég varð líka hissa á því áð
mamma skyldi ekki kalla „uss“ til pabba, því ekki
hafði hann lægra en ég, rödd hans var að minnsta
kosti helming'i ste»"kari en mín.
Þar sem þessir lærðu menn gátu ekki mótmælt
því, sem pabbi sagði, sneru þeir sér aftur til mín.
Ég sagði þeim frá óveðrum, fárviðrum, logni, há-
iiarlaveiðum og mörgu öðru, og þeir trúðu ekki
einasta orði af því sem ég þuldi í þá. Hann þarna,
prófessorinn 1 landkrabbahagfræði, var langverst-
ur.
„Þú ert sannarlega ákaflega athyglisvert rann-
sóknarefni telpa mín“, sagði hann um leið og hann
stóð upp frá borðum. Hann horfði á mig og mér
fannst eins og ég væri maðkur undir stækkunar-
gleri. Nei, það var sannarlega ekki létt verk að
pæla kortið til lands.
Þessa nótt svaf ég í fyrsta sinni á ævinni 1 rúmi
og það var hræðilegt. Lökin voru svo þykk og heit
og undirsængin svo mjúk, að það var ómögulegt
að sofna. En samt sem áður var það allra verst
hve húsið var kyrrt, það vaggaði ekki minnstu vit-
und. Ég varð næstum því sjóveik af þessari kyrrð
og ró. Ég heyrði ekkert fótatak uppi yfir mér á
þilfarinu og dýrin mín fékk ég ekki að hafa hjá
mér. Þeim hafði verið komið fyrir niðri í lestinni,
sem hinir kölluðu kjallarann. Þannig lá ég alla
nóttina glaðvakandi, ég velti mér á allar hliðar og
bað til guðs að húsið ruggaði svolítið, þó ekki
væri nema bara obbolítið. Ég vissi að þá myndi ég
sofna.
Um leið og sólin kom upp spratt ég fram úr rúm-
inu og eftir að hafa farið í tuskurnar mínar í einu
vetfangi hljóp óg út á stigaganginn og öskraði
eins hátt og ég framast gat:
„Upp með ykkur alla saman! Allir upp á þilfar!
Klukkan er komin!“
Pabbi svipti upp herbergishurðinni og greip í
mig. „Haltu þér saman, Jóhanna“, sagði hann níst-
ingskalt. „Það eru allir sofandi“.
Ég skyldi ekki neitt í neinu. Samkvæmt skráð-
um lögum um borð áttu allir að slæpast á lappir
og fá árdegisverð. Mér varð líka að vilja mínum
að þessu sinni, því að mér hafði tekizt að vekja
alla í húsinu og mamma varð að fara fram úr ag
búa til matinn svo fljótt sem hún gat. Ég var ban-
hungruð og 1 sama mund og mamma kallaði okkur
að borðinu, hentist ég í sæti mitt, krafsaði til mín
helvíta mikið af hrærðum eggjum og hrúgu af
tvíbökum og byrjaði að hesthúsa það.
„Hvað er þetta, Jóhanna. Þú verður að fara eftir
borðsiðunum, barn“, sagði mamma gremjulega oig
tók aftur frá mér mest allt af því sem ég hafði
klófest.
„Ég varð fyrst að stallinum“, mótmælti ég kröft-
uglega, „og sá sem fyrstur er, hefur rétt til að taka
á sinn disk á undan öllum öðrum. Kunnið þið