Hrafnista - 01.12.1948, Síða 49
HRAFNISTA
31
búnað. Eða stór tunnulaga stálflot, eða keilu- eða
næpumynduð. Sum eru hnöttótt, sum enn skrítn-
ari í lögun. Þau geta verið rauð eða svört eða græn.
Sum eru röndótt með afkáralegasta skrauti á topp-
inum. Upp úr sumum standa litlir þrýhyrningar
eða kúlur, krossar eða kústar. En öll þjóna þau sér-
stökum tilgangi, og maður skyldi hika við að fara
framhjá dufli, nema því aðeins að hann viti, hvað
það á að merkja.
Ef við tökum Bandaríkin sem dæmi, skyldu
menn vita, að þegar skip kemur af hafi, á það að
sigla innleiðina með rauðu duflin keilulaga á
stjórnborða, eða hægri hönd. Þessi dufl eru enn-
fremur tölusett jöfnum tölum. Þau eru kölluð
„nunnu“-dufl. Um leið eiga öll „könnu“-duflin,
sem eru svört og sívöl, merkt oddatölum, að vera
á bakborða, eða vinstri hönd. Stundum eru „rá“-
dufl höfð í staðinn fyrir þessi, en á stjórnborða eiga
duflin alltaf að vera rauð og svört á bakborða,
þegar skip kemur af hafi.
Dufl máluð rauðum og svörtum láréttum rönd-
um tákna hindranir á báða bóga. Dufl merkt hvít-
um og svörtum lóðréttum röndum merkja stund-
um álmiðju og að skip skyldi sigla nálægt þeim.
Dufl sem merkja sóttkví eru gul, en þau sem
merkja takmörk skipalægis eru venjulega hvít.
Flautuduflin og ljósduflin eru ef til vill girnileg-
ust til fróðleiks. í gegnum flautuduflið liggur pípa,
opin í neðra endann, niðri í sjónum. Á efra endan-
um eru tvö op, og er flautan á öðru. Á hinu er
speldi, sem hleypir inn lofti, en lokast þegar loftið
leitar aftur út. Þetta dufl liggur við akkeri, og
þegar öldurnar hossa því upp og niður, rísa þær
og falla í neðra hluta pípunnar. Þegar þær rísa,
þéttist loftið í pípunni og blæs í flautuna. Þegar
vatnið dalar í pípunni, sogast loft inn með speld-
inu, og aftur þrýsta öldurnar því gegnum flaut-
una. Allt er þetta því sjálfvirkt og þarfnast lítils
eftirlits. Einstaka sinnum er það tekið í viðgerð
eða málað, og að því búnu lagt við akkeri á ný.
Því stærri sem öldurnar verða, þeim mun hærra
hvín í flautunni.
Bjölludufl eru jafneinföld og áhrifamikil. Þau
hafa stálgrind utan um samfesta bjöllu. Nokkrir
,,kólfar“ eru hengdir við hana, svo að það er sama
hvernig sjórinn hallar duflinu, því að alltaf lemur
einhver kólfurinn í bjölluna.
Ljósduflin eru flóknari og margvíslegri, bæði að
stærð og lögun. Eldsneytið er venjulega þéttað
olíugas eða asetýlgas. Sjálf duflin, það er flotin,
geta verið allavega í laginu. Sum sívöl. Sum eru
löng og mjó, önnur stutt og digur, en öll eru þau
girt með grind að ofan. Fyrir innan er komið fyrir
ljósinu, en gasgeymirinn er neðarlega í sjálfu dufl-
inu. Ljósið leiftrar öðru hvoru með jöfnu millibili,
þar sem gasið pressast í kveikinn gegnum speldi,
en á milli logar samt týra, sem kveikir í gasinu,
þegar það þrýstist að, og af því stafar leiftrið. Sum
dufl hafa eldsneyti til þriggja mánaða, og á þeim
tíma leiftrar ljósið óbrigðult með íárra sekúndna
millibili skipum til aðvörunar, og sjást stundum
úr nokkurra mílna fjarlægð.
Hætturnar á hafinu eru merktar með vitum, ljós-
skipum og duflum. Þetta hefur verið gert til þess
að þyrma lífi og eignum, og til þess að flýta fyrir
ferðum skipa. Skipstjórar þurfa nú ekki lengur
að treysta á ágizkanir og heppni. Hinir nákvæmu
sextantar þeirra og krónómetrar segja þeim hvar
þeir eru staddir úti á hinu veglausa hafi. Loftvog-
in segir þeim fyrir, hvenær stormar nálgast. Átta-
vitarnir segja þeim, hvert þeir stefna.
Og menn í landi hafa byggt stóra vita á báru-
þvegnum klettum og brimsorfnum ströndum, á
stórum höfðum og sandrifum. Ljósskip merkja
ótrygga staði, þar sem ekki er hægt að byggja vita,
og einnig innsiglingu inn á margar hafnir í veröld-
inni. Og þegar farmaðurinn er kominn framhjá
þeim, fer hann á milli raða af duflum, sem hvert
hefur sinn boðskap handa honum, hvert hjálpar
honum á leið hans. Hann sneiðir óskaddaður fyrir
klett í miðju sundinu, af því að dufl við akkeri gaf
honum merki um það. Hann finnur sér lægi eftir
tilvísun annarra dufla. Hann hefur nú komizt heilu
og höldnu yfir hafið og í höfn.
Næstum allt yfirborð allra landa jarðarinnar
bera merki mannsins. Flest fólk lifir lífi sínu í
landi, þar sem maðurinn hefur bylt um náttúr-
unni. Borgir hafa verið byggðar, járnbrautir lagð-
ar yfir landið. Sveitabýli blómga og plógar hafa
snúið við hverjum þumlungi landsins í kringum
hægt að fara yfir hana án þess að geta komið auga
þau., Fyrir rúmlega hundrað árum var Ameríka
villt frá Allaghanfjöllum til Kyrrahafs. Nú er varla
á menn eða mannvirki á næstu grösum.
En hafið býltir sér enn eins og það gerði á forn-
sögutímum. í engu hefur maðurinn getað breytt
sjónum. Og þó að honum hafi ekki tekizt það, hef-
ur hann þó sigrað hinar verstu hættur hafsins.
Þeim fækkar, og það eiga skipin að þakka ljósum,
sem loga á hættusvæðum.