Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 6

Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 6
Útgefandi: Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319. Afgreiðsla og ritstjórn: Krossmói 4a, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421-0000. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Páll Ketilsson, s. 893-3717, pket@vf.is. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, s. 898-2222, hilmar@vf.is Auglýsingastjóri: Andrea Vigdís Theodórsdóttir, s. 421-0001, andrea@vf.is. Blaðamenn: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Sigurbjörn Daði Dagbjartsson. Útlit og umbrot: Jóhann Páll Kristbjörnsson og Hilmar Bragi Bárðarson. Dagleg stafræn útgáfa: vf.is og kylfingur.is Rétturinn Ljúengur heimilismatur í hádeginu Opið: 11-13:30 alla virka daga   Bílaviðgerðir Smurþjónusta    Varahlutir Brekkustíg 38 - 260 Njarðvík sími 421 7979 www.bilarogpartar.is Heyrn // Hlíðasmára 19 // Kópavogur // heyrn@heyrn.is // HEYRNARTÆKI // HEYRNARGREINING // RÁÐGJÖF Heyrðu umskiptin, fáðu heyrnartæki til reynslu HEYRN.ISvf is Þú finnur allar nýjustu fréttirnar frá Suðurnesjum á ÁLKA LANGVÍA SLEPJA DÍLASKARFUR OFT STUTTNEFJA HAGLASKOT LUNDI ORÐ TOPPSKARFUR LÝSI REYKT VEIÐAR GRAFIÐ HARKA NÝR KAFFIBOÐ POTTORMUR HLÁTURINN FANN R U T R Y Ó R H E Ð U E K M R R S E A S F J A A A P Ó L E A S R Ð R T S F S A G I A Ú 8 A M A J N Á L Ó T U Ú U Í V I F T U T F A R A S N L P L A S F P E E S T Y R G T N T Ð L U F Ó K U Í R A R Æ Ð S F D R L A U J T O Í Ý L Ð T R Á R T R B O N G Ý R U S K U N N N L R Ó O S K N U N D L E G Ý A O É T H N U S Á J I T L A R M T U N R G G L F D E O R Ð S L K Ý K T T P A M I N A N E A L T A L S B B A Á F Ð A G I Y K S F O V T A R I A R H E A R A Ð K A ORÐALEIT Finndu tuttugu vel falin orð Gangi þér vel! Þú finnur allt það nýjasta í sjónvarpi frá Suðurnesjum á vf.is Lumar þú á ábendingu um áhugavert efni í Suðurnesjamagasín? Sendu okkur línu á vf@vf.is Netabátunum fjölgar Þá er maður staddur á Egilsstöðum þegar þessi pistill er skrifaður og kannski ekki mikið hægt að tengja Egilsstaði við sjávarútveginn á Suðurnesjum. Ekki nema varð- andi Egilsstaðaflugvöll, því núna eru Einhamarsbátarnir allir þrír á veiðum við Austurlandið og áhafnir bátanna fljúga af og til og frá Egils- stöðum. Annars hafa Einhamarsbátarnir róið frekar lítið núna í september. Heildaraflinn hjá þeim kominn í 275 tonn og er Auður Vésteins SU hæst með 136 tonn í sautján róðrum. Hann er líka sá bátur af þeim sem oftast hefur róið. Gísli Súrsson GK er með 77 tonn í níu og Vésteinn GK með 62 tonn í sex róðrum. Fjölnir GK (með danska ö-inu) er líka á Austfjörðum og er kominn með 129 tonn í þrettán róðrum og mest 19,7 tonn í einni löndun. Stakkavíkurbátarnir eru svo til allir á Skagaströnd og hafa landað þar 400 tonnum, þeir hafa róið nokkuð stíft og hæstur af þeim er Óli á Stað GK sem er kominn með 162 tonn í nítján róðrum. Hópsnes GK með 101 tonn í átján róðrum, Geirfugl GK 75 tonn í þrettán og Gulltoppur GK 61 tonn í ellefu róðrum. Þeim f jölgar netabátunum. Núna er Hólmgrímur kominn með fimm báta sem eru að veiða fyrir hann. Þetta eru Addi Afi GK, Sunna Líf GK, Svala Dís KE, Hraunsvík GK og Neisti HU en Neisti HU er búinn að landa 19 tonnum í þrettán róðrum. Allir bátarnir landa í Keflavík. Þessi bátur, Neisti HU, er nokkuð merkilegur því hann er einn af mörgum stálbátum sem voru smíðaðir í Bátalóni í Hafnar- firði. Báturinn mælist um sautján tonn og er tólf metra langur. Þó nokkuð margir bátar eins og Neisti HU voru smíðaðir og nokkrir af þeim voru í útgerð á Suðurnesj- unum, t.d. Bjarni KE og Askur GK. Neisti HU hefur aftur á móti haldið sínu nafni og HU merk- ingunni núna í hátt í 30 ár, sem er vægast sagt mjög óvenjulegt. Heimahöfn bátsins hefur öll þessi 30 ár verið Hvammstangi. Þar var báturinn meðal annars á rækju- veiðum í Húnaflóanum. Reyndar er það nú þannig að af þessum fimm bátum sem eru að veiða fyrir Hólmgrím þá eru þrír plastbátar og tveir stálbátar, því Hraunsvík GK er líka stál- bátur eins og Neisti HU. Stundaði báturinn líka rækjuveiðar en Hraunsvík GK gerði það þegar bát- urinn hét Gunnvör ÍS og reyndar stundaði báturinn líka humar- veiðar undir þessu nafni og landaði þá í Vestmannaeyjum. AFLAFRÉTTIR Gísli Reynisson gisli@aflafrettir.is Ný komuverslun Fríhafnarinnar var opnuð formlega á dögunum eftir miklar endurbætur og stækkun. Við sama tækifæri var 65 ára afmæli félagsins einnig fagnað. Miklar framkvæmdir og breytingar hafa staðið yfir á Keflavíkurflugvelli að undanförnu og var nýr tösku- salur tekinn í notkun á síðasta ári. Samhliða því var ráðist í það verk- efni að stækka verslun Fríhafnarinnar sem hefur leitt til stórbættrar þjónustu fyrir viðskiptavini, bæði í vöruúrvali og aðgengi. Nýja verslunin er 2.400 fermetrar að stærð og var megináhersla lögð á aukna afkastagetu við afgreiðslu og gott flæði um verslunina. Í komuversluninni eru nú 16 sjálfsaf- greiðslustöðvar og fjórir mannaðir afgreiðslukassar. Fyrir breytinguna voru langar raðir í afgreiðslu helsti flöskuhálsinn og náðu raðir á kassa oft og tíðum langt inn eftir versl- uninni með tilheyrandi biðtíma og skertu aðgengi að stórum hluta verslunarinnar. Langar raðir heyra nú sögunni til sem er mikil bylting. Hönnun og skipulag verslunar- innar var unnið með breska hönn- unarfyrirtækinu M Worldwide og innréttingar komu frá ítalska fyrir- tækinu Imola Retail Solutions í samvinnu við Verslunartækni. „Okkur þótti mikilvægt að versl- unin, sem er fyrsta stopp ferða- fólks á Íslandi, endurspeglaði íslenska náttúru og menningu. Litirnir, efnisvalið og innrétting- arnar voru hannaðar með Ísland í huga,“ segir Þorgerður Þráinsdóttir framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar. „Við tókum þá ákvörðun snemma í hönnunarferlinu að hafa einnig íslenskuna í forgrunni, þannig að flestar merkingar í deildum verslunarinnar eru einungis á ís- lensku. Við sjáum að þessi áhersla á Ísland hefur góð áhrif á upplifun viðskiptavina okkar. Íslendingar finna að þeir eru komnir heim og erlent ferðafólk fær góða upplifun af Íslandi strax frá fyrstu mínútu.” Ný komuverslun Fríhafnarinnar og 65 ára afmæli fagnað Þorgerður Þráinsdóttir, framkvæmdastjóri Fríhafnarinnar, klippti á borða þegar verslunin var opnuð. Nýja komuverslun Fríhafnarinnar og sjálfsafgreiðslukassarnir. 6 // VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.