Víkurfréttir - 02.10.2024, Side 7
„Almannavarnir eru gríðarlega mikilvægar og það hefur reynt mikið
á almannavarnarkerfið síðustu þrjú ár og þá sérstaklega síðustu tólf
mánuði. Í erindi mínu á ársfundi sambands sveitarfélaga á Suður-
nesjum lagði ég áherslu á almannavarnir og þetta samspil ríkis og
sveitarfélaga í öllum vörnum, þá bæði almannavörnum og bruna-
vörnum. Það reyndi mikið á slökkviliðin hér á svæðinu vegna gróður-
elda sem komu í kjölfarið á eldgosum, þess vegna taldi ég nauðsyn-
legt síðasta vetur að fjölga um einn starfsmann almannavarna hér
á svæðinu, verkefnin hér hafa verið það umfangsmikil. Ég var líka
ánægð með að fá aukið fjárframlag til málaflokksins í heild sinni eða
sem nemur 145 milljónum króna, það mun koma að góðum notum hér
á Suðurnesjum,“a sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis, í samtali við Víkurfréttir. Hún
gerði almannavarnir að umtalsefni á aðalfundi Sambands sveitar-
félaga á Suðurnesjum, sem fram fór í Fjölbrautaskóla Suðurnesja
síðasta laugardag.
„Við gleymum því kannski að við
búum á eldfjallaeyju og náttúran er
svo sannarlega búin að vera minna
á sig að undanförnu, ekki bara hér
á Reykjanesi heldur um allt land.
Við erum með margar eldstöðvar
sem gætu tekið upp á því að hugsa
sér til hreyfings. Ísland hefur
alltaf búið við óblíð náttúruöfl en
við erum vön að takast á við það
og við munum gera það áfram.
Ég hef dáðst að samstöðunni og
æðruleysinu hér á Suðurnesjum að
undanförnu og þeirri miklu seiglu
sem fólkið býr yfir. Við erum að sjá
síendurtekna atburði þar sem lítur
út fyrir að eldgos sé í bakgarðinum
hjá okkur en við tökumst á við
þetta af ró og yfirvegun, við erum
búin að gera allt sem við getum
til að treysta almannavarnir, lög-
regluna og sveitarfélögin í þeim
kerfum sem við þurfum og við
vitum að þessi öryggiskerfi eru að
grípa okkur.“
Þú minntist á í erindi þínu að
aðstoðarmaður þinn hefði haft
á orði að við sem búum utan höf-
uðborgarsvæðisins, tæklum hluti
öðruvísi þegar eitthvað bjátar á?
„Já, þegar Grindvíkingar þurftu
að rýma bæinn sinn í fyrra þá
heimsótti ég fjöldahjálparstöðv-
arnar og samhæfingarmiðstöðina
í Reykjavík og líka í Reykjanesbæ.
Í Reykjanesbæ tókum við eftir
hve íbúar voru duglegir að koma
með veitingar, föt, teppi og annað
til að hlúa að viðbragðsaðilunum
sem voru að hlúa að þeim sem
þurftu að yfirgefa heimilin sín.
Fólkið hér var að passa upp á að
viðbragðsaðilarnir gætu örugglega
sinnt sínu starfi, við sáum ekkert
svona lagað í höfuðborginni. Ég var
stolt af því sjá samheldnina hér í
Reykjanesbæ.“
lögreglan á Suðurnesjum staðið
sig vel á landamærunum
Nú ertu með útlendingamálin á
þinni könnu og þau snerta Suð-
urnes nokkuð sterkt í tengslum
við Flugstöð Leifs Eiríkssonar.
Hver er þín sýn á stöðu útlend-
ingamála hér á þessu svæði?
„Ég hef verið með mjög skýra sýn
síðan ég kom inn í dómsmálaráðu-
neytið, að aðlaga okkar löggjöf að
löggjöfinni hjá nágrannaþjóðum
okkar, sérstaklega á norðurlönd-
unum. Við höfum verið með sérís-
lenska málsmeðferðarreglu sem
er öðruvísi en í löndum í kringum
okkur sem gerir það að verkum
að Ísland virkar aðeins eins og
segull á flóttafólk og það gengur
ekki að mínu mati fyrir litla þjóð
eins og Ísland að vera með öðru-
vísi regluverk en aðrir. Þess vegna
hef ég lagt mikla áherslu á afnema
þessa séríslensku málsmeðferðar-
reglu. Ég er líka mjög ánægð með
að ríkisstjórnin samþykkti heild-
arsýn í málefnum útlendinga þar
sem markmiðin eru að fækka
umsóknum um alþjóðlega vernd,
hraða málsmeðferðartímanum og
líka að tryggja brottflutning þeirra
sem ber að yfirgefa landið. Þessi
lög voru samþykkt í júní og hafa
strax skilað miklum árangri, við
erum að sjá miklu færri umsóknir
um alþjóðalega vernd m.v. sama
tíma í fyrra. Við höfum sömu-
leiðis séð stóraukningu í frávísun
á landamærunum, þar hefur lög-
reglan á Suðurnesjum staðið sig
mjög vel. Síðast en ekki síst höfum
við aðstoðað mun fleiri við að yfir-
gefa landið, einstaklinga sem hafa
fengið synjun um dvöl í landinu og
við höfum aðstoðað það fólk við
að komast til síns heima, annað
hvort í sjálfviljugri eða þvingaðri
brottför. Við erum að sjá árangur,
kostnaður hefur lækkað, við erum
að fækka búsetuúrræðum því
fjöldinn minnkar hratt svo þessi
mál horfa til betri vegar. Það hefur
verið mikið álag á Reykjanesbæ,
það mun minnka hratt á næst-
unni.“
Nú hefur þú rætt um húsnæði
fyrir fólk sem kemur til landsins,
að það sé ekki hægt að hleypa því
strax inn í samfélagið áður en
bakgrunnar þess sé skoðaður.
Hvar sérðu fyrir þér að þetta hús-
næði verði staðsett?
„Það er óhjákvæmilegt annað
en þetta húsnæði sé í nálægð við
alþjóðaflugvöllinn. Í dag er þessi
móttökumiðstöð á Barónsstíg í
Reykjavík og það er óásættan-
legt að mínu mati, að þetta fólk sé
komið inn í miðbæ Reykjavíkur
áður en við vitum mikil deili á
þeim. Þess vegna hef ég talað fyrir
því að greiningarmiðstöð sé við
flugvöllinn og fólkið sem kemur sé
ekki með fullt ferðaleyfi á meðan
verið er að kanna bakgrunn þess.
Ef þetta fólk er með tilhæfulausar
umsóknir sem við sjáum strax að
verði ekki samþykktar, þá vil ég að
við getum snúið þessu fólki hratt
frá landinu og þá er nauðsynlegt að
vera í nálægð við flugvöllinn. Hvort
sem byggt verði nýtt húsnæði í ná-
lægð við flugvöllinn eða hægt er að
nýta byggingar á Ásbrúarsvæðinu,
það er bara útfærsluatriði en í
mínum huga er mjög mikilvægt að
þetta húsnæði sé við dyrnar að Ís-
landi, á Keflavíkurflugvelli,“ sagði
Guðrún að lokum.
Almannavarnir treystar og
útlendingamál í góðum farvegi
Sameiginleg
almannavarnanefnd
á Suðurnesjum?
Almannavarnanefnd Suður-
nesja, utan Grindavíkur, leggur
til að hafist verði handa við gerð
samstarfssamnings sveitarfélaga
á Suðurnesjum um starfsemi
sameiginlegrar almannavarna-
nefndar á Suðurnesjum.
Erindið var til umfjöllunar á síð-
asta fundi bæjarráðs Grindavíkur
en gestir fundarins voru sviðsstjóri
félagsþjónustu- og fræðslusviðs og
sviðsstjóri frístunda- og menn-
ingarsviðs.
Bæjarráð Grindavíkur tekur
undir þessar hugmyndir og felur
bæjarstjóra að vinna málið áfram.
SUÐURNES
Hilmar Bragi Bárðarson
hilmar@vf.is
n Dáist að samstöðunni og æðruleysinu hér á Suðurnesjum, segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra
og fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis
„Við höfum sömuleiðis séð stóraukningu í frávísun á landamærunum, þar hefur lögreglan á
Suðurnesjum staðið sig mjög vel. Síðast en ekki síst höfum við aðstoðað mun fleiri við að yfirgefa
landið, einstaklinga sem hafa fengið synjun um dvöl í landinu og við höfum aðstoðað það fólk við að
komast til síns heima, annað hvort í sjálfviljugri eða þvingaðri brottför. “
VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM // 7