Víkurfréttir - 02.10.2024, Page 8
n Þúsund börn í skóla og mikil fátækt
n Eiginmaðurinn sækir vatn í jörðu og
leggur vatnslagnir í Afríku
„Frá því að ég var ung dreymdi mig alltaf um að komast í hjálpar-
starf í Afríku, við hjónin báðum fyrir því og stuttu síðar var ég
komin í mína fyrstu ferð og hef ekki litið til baka síðan,“ segir
Sandgerðingurinn Jóhanna Sólrún Norðfjörð en hún hefur búið á
Akureyri síðan um aldamót og er í dag forstöðumaður, eða prestur,
í Hvítasunnukirkjunni á Akureyri. árið 2010 leiddi tal hennar og
eiginmanns hennar, Haraldar Pálssonar, til þess að hún fór í sína
fyrstu ferð til Afríku og síðan aðra ferð árið 2015 á vegum AbC
barnahjálpar og hjónin tóku síðan við því starfi í fyrra. Starf þeirra
í Afríku er lyginni líkast, þau reka þar skólastarf og ekki nóg með
það, Haraldur, sem er pípulagningameistari, hefur nýtt kunnáttu
sína og reynslu í að gjörbylta aðstöðunni við skólann og ræktarlönd
og hafa nú þúsundir fólks aðgang að vatni allan ársins hring.
Jóhanna hafði alltaf haft áhuga
á kristinni trú og trúmálum og
alltaf trúað á Jesú frá því að hún
var lítil stelpa í Sandgerði. Hún og
vinkonur hennar kynntust Hall-
dóru Ottósdóttur sem stýrði starfi
KFUM og KFUK (Kristilegt félag
ungra manna og kvenna), fyrst
í Sandgerði og síðar í Keflavík.
Halldóra bauð vinkonunum heim
til sín, bað með þeim og kynnti
þær fyrir Jesú og Biblíunni. Jó-
hanna komst á bragðið, tók í kjöl-
farið þátt í öllu kirkjustarfi sem
börnum og unglingum stóð til boða
og það gerði hún einnig áfram inn
í fullorðinsárin og alltaf blundaði í
henni sú þrá að taka þátt í hjálpar-
starfi en tók aðra stefnu í lífinu til
að byrja með. Hún kynntist nú-
verandi eiginmanni sínum, Har-
aldi Pálssyni, árið 1997. Þau komu
bæði með börn inn í hjónabandið,
hann með tvö og hún með þrjú, og
saman eignuðust þau eitt, þannig
að börnin eru sex talsins og barna-
börnin orðin tíu.
Þau stofnuðu pípulagninga-
fyrirtækið Áveitan ehf. í lok árs
1997 og hófu starfsemi á Suður-
nesjum. Þegar verkefni kom upp
í hendurnar á þeim norðan heiða
ákváðu þau að venda kvæði sínu í
kross og fluttu til Akureyrar, þaðan
sem Haraldur er. Fyrst átti dvölin
bara að vera eitt sumar, Jóhanna
samþykkti að prófa einn vetur og
á Akureyri er Sandgerðingurinn
ennþá og unir hag sínum vel, hún
er meira að segja farin að tala
norðlensku eins og innfæddur
Akureyringur.
Fann sig í Hvítasunnukirkjunni
„Frá árinu 2019 hef ég verið for-
stöðumaður, eða prestur, Hvíta-
sunnukirkjunnar hér á Akur-
eyri. Það er ekki skilyrði að hafa
menntun úr guðfræðinni til að
geta verið prestur í Hvítasunnu-
kirkju en það þarf að hafa góða
þekkingu á Biblíunni og auðvitað
að trúa því að Jesús er Drottinn.
Grundvallarkenningar kristninnar
eru þær sömu í Þjóðkirkjunni og
Hvítasunnukirkjunni, sýnilegasti
munurinn er í raun sá að Þjóð-
kirkjan er með barnaskírn og ferm-
ingu en Hvítasunnukirkjan með
barnablessun, unglingablessun
og niðurdýfingarskírn. Jesús var
skírður niðurdýfingarskírn, þá fer
allur líkaminn undir vatnið og við
í Hvítasunnukirkjunni gerum eins
og Jesús bauð okkur að gera. Við
barnablessun tökum við barnið
í fangið og blessum það og það
hefur síðan val síðar á lífsleiðinni
um hvort það vilji taka skírn eða
ekki. Ég ólst upp í Þjóðkirkjunni
og var skírð og fermd þar en tók
síðan niðurdýfingarskírn í Hvíta-
sunnukirkjunni árið 2008. Ég
undi hag mínum vel innan Þjóð-
Frá Sandgerði
til Búrkína Fasó
VIÐTAL
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
sigurbjorn@vf.is
... eftir breytingar hjá
Hvítasunnukirkjunni hér
á Akureyri var leitað var
til mín um að taka við
forstöðu og eftir að hafa
leitað Guðs var ég vissi
um að það var það rétta
í stöðunni ...
Jóhanna Sólrún Norðfjörð
og Haraldur maður hennar.
Heimamenn í knattspyrnubúningi Keflvíkinga sesm þeir fengu senda til Afríku.
8 // VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM