Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 12

Víkurfréttir - 02.10.2024, Síða 12
Um er að ræða fyrsta og eina alíslenska forritið á sviði framburðar íslensku málhljóðanna og hljóðkerfis- vitundar til undirbúnings læsi. Fjöldi íslenskra tón- tækni-, teiknara og myndlistarmanna kom að gerð efnisins. Efnið kom upphaflega út árið 2013 en hefur nú verið endurgert frá grunni með nýjum leikjum og er nú opið á öll tæki. Með nýrri tækni; veflausn fyrir ÖLL snjalltæki og tölvur, er forritið þar með opið öllum einstaklingum sem eru að læra íslensku og kennir þeim að bera íslensku málhljóðin rétt fram. Það er ókeypis fyrir alla! Innihald Lærum og leikum með hljóðin byggir á viður- kenndum rannsóknum um máltöku og málþróun ís- lenskra barna og árangur í undirbúningsfærni fyrir læsi. Bryndís Guðmundsdóttir talmeinafræðingur er höf- undur efnisins. „Ég er afar þakklát fyrir þann stuðning sem skólasam- félög á Suðurnesjum hafa sýnt verkefninu um árabil. Samvinnan hefur verið ómetanleg. Auk þess hefur Upp- byggingarsjóður Suðurnesja stutt vel fjárhagslega við verkefnið, auk framlags okkar hjóna” segir Bryndís. Markmiðið með Lærum og leikum með hljóðin er að stuðla að snemmtækri íhlutun í gagnvirku leikjaformi þar sem grunnþættir íslenskunnar eru þjálfaðir, skref fyrir skref, í átt að læsi. Með þessu gagnvirka forriti sem bætir tungumálagetu og framburð er mögulegt að bæta lífsgæði einstaklinga. Hver kannast ekki við athyglina sem dregst að þeim sem segja fak í staðinn fyrir þak, lóla í staðinn fyrir róla, gó í staðinn fyrir skó o.s.frv. Það er mikill ávinningur að hlúa að íslenskunni strax frá unga aldri. Samfélagsleg áhrif máltækni eru víðtæk. Sérstaklega með áherslu á leik og þjálfun málhljóðanna frá unga aldri. Þau stuðla að betri félagslegri líðan, betri mögu- leikum til náms og geta dregið úr kostnaði við talkennslu, sérkennslu, túlkaþjónustu og önnur úrræði. Bryndís Guðmundsdóttir, höfundur Lærum og leikum með hljóðin, er frumkvöðull í útgáfu barna- og þjálf- unarefnis fyrir barnafjölskyldur og skóla. Áhersla er lögð á að grunnfærni í íslensku frá unga aldri stuðlar að jöfnuði allra barna. Bryndís hlaut barnabókarverðlaun Menntaráðs Reykjavíkurborgar árið 2008 fyrir bók sína, Einstök mamma; falleg saga stúlku sem á heyrnarlausa móður. Bryndís var sæmd heiðurskrossi hinnar íslensku fálkaorðu árið 2021 fyrir störf sín. Nýja veflausnin er unnin í samstarfi við tölvunarfræði- deild Háskólans í Reykjavík og Therapy Box; fyrirtækis sem hefur sérhæft sig í útgáfu forrita fyrir einstaklinga með erfiðleika í máli og tjáningu. Hjallastefnuskólar um allt land forprófuðu veflausnina. Fagaðilar á Reykjanesi voru þar í forystu. Skólar og fjölskyldur forritið frítt inn á laerumog- leikum.is „FRAMLAG SKÓLASAMFÉLAGA OG UPPBYGG- INGARSJÓÐS Á SUÐURNESJUM ÓMETANLEGT“ n Barna- og menntamálaráðherra hefur opnað Málhljóðavaktina – Lærum og leikum með hljóðin. Húsfyllir var á Sagnastund á Garðskaga síðasta laugardag þar sem þrír Keflvíkingar mættu og sögðu sögur frá bernskuárum sínum í Keflavík upp úr miðri síðustu öld. Það voru þau Eiríkur Her- mannsson, Helga Margrét Guð- mundsdóttir og Jónas Ragnarsson sem sögðu sögur frá uppvaxtar- árum sínum í Keflavík. Í spilar- anum hér að ofan má sjá upptöku frá viðburðinum síðasta laugardag og heyra áhugaverðar sögur þeirra af uppvaxtarárunum. Sagnastund á Garðskaga er við- burður sem haldinn er einu sinni í mánuði í veitingahúsinu Röst- inni á efri hæð Byggðasafnsins á Garðskaga. Það eru æskufélag- arnir Bárður Bragason og Hörður Gíslason sem standa að viðburð- inum í samstarfi við veitinga- staðinn. Aðgangur er ókeypis og gestir eiga góða stund saman eitt laugardagssíðdegi á Garðskaga. Framundan er áhugaverður vetur en dagskrá vetrarins er að mótast hjá þeim Bárði og Herði. Húsfyllir þegar keflvískar æskusögur voru sagðar á Garðskaga gestir hlustuðu á æskusögur þremnningana úr Keflavík. Öll erindin voru tekin upp og má sjá í heild með því að smella á myndskeiðs borðann hér að ofan. 12 // VÍKurFrÉttir á SuðurNeSJuM

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.