Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 4
Fyrsta jólamorguninn
Það var í miðsvetrarleyfinu, en það þýðir,
eins og þið vitið, að börnin sofi miklu leng-
ur frameftir. En þau voru öll komin óvenju
snemma á ftetur þenna dag. Það var varla
orðið bjart, þegar þau voru komin út. Því
undarlegir hlutir höfðu gerzt um nóttina
í Betlehem, og þau langaði öll til að segja
hvert öðru frá því, sem þau höfðu heyrt og
séð. Þau höfðu komið saman rétt lijá skól-
anum eins og vant var, þar sem þau voru
vön að bollaleggja, hvað þau ættu helzt
að leika sér. En nú var það eitthvað und-
arlegt og stórkostlegt, miklu stórkostlegra
en venjulegir leikir, sem varð að ræða um.
Davíð hóf máls. Pabbi lians var fjárhirð-
ir, og kofinn þeirra stóð rétt við akrana hjá
nátthaganum.
„Ég svaf ekki vel í nótt“, sagði hann, „og
um miðja nótt, þegar það var svo koldimmt,
að ekki sá handaskil, fór undarlega birtu
að leggja inn um gluggann minn. Ég hljóp
framúr, til að sjá, hvað þetta væri, og þá
virtist himinninn allur uppljómaður. Ég hef
aldrei séð annað eins. Þegar ég var að horfa
á þetta og furða mig á, livað þetta gæti verið,
þá heyrði ég hinar fegurstu raddir syngja eins
og musteriskórinn, en bara iniklu betur.
Þetta var einhver sálmur. Ég heyrði ekki
vel orðaskil“.
„Ég heyrði einnig söng“, greip Rut fram
í, „og ég skildi sum orðin. Þau voru um frið
á jörðu og velþóknun með mönnum. En ég
var svo hrædd, að ég þorði ekki að horfa
út um gluggann, þess vegna veit ég ekki,
hverjir sungu“.
„Ég get sagt þér það“, sagði Jóhannes.
„Bróðir minn sat yfir fénu, og hann kom
snemma heim og vakti okkur til að segja
okkur frá því, sem hann og hinir hefðu séð.
Hann sagði, að himinninn hefði verið fullur
af englum, sem sungu sálm og sögðu þeim
að vera ekki hræddir. Þeir áttu að fara aftur
heim til Betlehem, sagði hann, og finna h'tið
barn, sem hefði fæðst þar í hesthúsi“.
„Lítið barn í liesthúsi“, kölluðu hin börn-
in, „hvað átti hann við? Lítil börn eiga ekki
4
heima í hesthúsi, að minnsta kosti ekki hér
í Betlehem“.
Þá greip Mirjam fram í.
„Ég get sagt ykkur frá þessu öllu saman“,
sagði hún, „ef þið viljið aðeins hlusta á mig
og hætta þessu masi. Þetta var allt saman
heima hjá mér“. Pabbi Mirjam var gestgjafi
þarna í horpinu, og hinum börnunum þótti
ekki sérlega vænt um hana, af því að hún
var ofurlítið drambsöm. En þau gleymdu
því núna, því þau sárlangaði til að heyra,
hvað hún gæti sagt þeim.
„Síðdegis í gær komu maður og kona heim
til okkar og báðu mömmu að lofa sér að vera.
En það var ekkert herbergi laust, svo þau
urðu að fara. En þau komu aftur eftir kaffi.
Konan virtist vera svo þreytt og lasin, og
maðurinn sárbað pabba að finna eitthvert
afdrep handa þeim til að hvíla sig í. „Við
komum langt að“, sagði hann, „og ég ótt-
ast, að það líði yfir Maríu, ef við höldum
lengra áleiðis. Við höfum reynt alls staðar
í þorpinu, en það er livergi rúm fyrir okkur“.
Pabbi hafði ekki brjóst í sér til að neita
þeim, og sagði þeim, að þau gætu livílzt í
gamla hesthúsinu. Hann lofaði einnig að
reyna að finna betri samastað handa þeim
næsta morgun. Maðurinn — hann heitir
Jósep — varð ákaflega þakklátur, og þau
fóru inn í hesthúsið. Pabbi sagði fjósakarl-
inum að færa þeim svolítið af heyi, svo að
þau gætu búið um sig, og ég sótti nokkur
teppi til að lána konunni. Svo skildum við
við þau og fórum lieim í hús. Um kvöldið,
þegar ég var að hátta, heyrði ég konuna
syngja. Ég held, að hún hafi verið of þreytt
til að geta sofnað. Hún var að syngja um
að mikla Drottin og gleðjast í Guði, frelsara
sínum. Ég vissi ekki vel, hvað hún hefði að
þakka Drottni fyrir, en ég var of syfjuð til
að geta hlustað lengi. Um miðja nótt heyrði
ég einhvern umgang, og einhver gekk inn
í gamla hesthúsið. En ég var svo syfjuð og
nennti ekki á fætur. Svo vakti mamma mig
um morguninn og sagði mér, að konan í liest-
húsinu hefði eignazt lítið barn um nóttina.
JÓLAKVEÐJA