Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 14
ina. Svo lítið og þunnt og gagnsætt, að varla
var hægt að koma auga á það.
Guð hlaut að hafa hjálpað honum og
dregið það fyrir, af því að honum þætti svo
leiðinlegt, að hann væri ekki nógu góður.
Það skyldi Guð ekki hafa gjört til einskis.
Nú skyldi hann ekki láta sitt eftir liggja.
Á einni viku í viðbót hlyti liann að geta
orðið svo góður, að hann þyrfti ekki á skýi
að halda.
Hann lá lengi og horfði á það; seinast
var hann orðinn svo glaður, að hann varð
að loka augunum í gleði sinni. Hann sá sól-
ina samt. Um allan heim var eintóm sól —
þunnt, lifandi, gullið ský, sem breiddist í
allar áttir.
„Bara að ég gæti komizt þangað upp“,
hugsaði hann.
Þá skein langur, gullinn geisli heint nið-
ur til hans.
Hann greip í hann. Hann brenndi ekki,
hann var mjúkur og svalur, og það var auð-
velt- og þægilegt að festa hendur á honum,
Svo klifraði hann upp eftir honum og var
staddur inni í miðri sólinni.
Hann hafði ekki ímyndað sér, að sólin væri
svona. Hún var ekki úr föstu efni. Hún var
lifandi, lýsandi loft, líkt því sem við sjáum,
þegar við höfum horft í ljós og lokað svo
augunum. Hún breiddist í allar áttir út yfir
gjiirvallan heiminn; hann barst sjálfur með
ljómanum, léttur eins og dúnfjöður í loft-
inu. Svo mætti hann dreng. sem var aðeins
lítið eitt stærri en hann sjálfur. Fötin hans
voru úr sólarefni og lifandi; í hvert skipti,
sem hann hugsaði um eittlivað nýtt, fékk liann
ný föt •— sjálfkrafa. Reyndar voru það ekki
fötin ein, sem voru úr sól, drengurinn var
allur eintóm sól, bæði innst sem yzt.
„Þú munt vera nýkominn“, sagði hann.
„Já, ég klifraði uppeftir geisla“, sagði Hans;
„er það liingað, sem Guð er fluttur?“
Sóldrengurinn kinkaði kolli:
„1 gamla daga bjó hann í himinblámanum;
en nú búum við hér“.
„Hvar er hann?“ spurði Hans.
„Hér“, sagði sóldrengurinn.
„Já — hvar hér?“ sagði Hans, „get ég ekki
fengið að sjá hann?“
„Þú getur séð hann, þegar augun í þér
eru orðin nógu góð“, sagði sóldrengurinn.
„Ég lief verið góður í heila viku“, sagði
Hans. „Það er að segja — það var eitt kirsi-
ber, sem ég tók ekki, og nokkrar brellur,
sem ég gerði ekki, en það munaði minnstu,
bæði skiptin. Hvenær heldurðu að augun
í mér verði nógu góð?“
„Þegar þú ert allur eintóm sól“, sagði
drengurinn.
„Eins og þú? Sér þú liann þá?“
„Alltaf“.
„Bara að ég gæti verið hér alltaf!“
„Þá mundum við leika okkur saman“,
sagði sóldrengurinn.
Þá varð Hans svo glaður, að hann langaði
til að gefa drengnum eitlhvað, en hann hafði
ekkert, og hann gat ekki hugsað sér neitt,
sem sóldrengurinn hefði ekki.
„Hér er allt öðruvísi en ég hélt“, sagði
hann, „og miklu rýmra“.
„Já, þið sjáið aðeins litla, kringlótta glugg-
ann“, sagði sóldrengurinn. Þetta skýrði mál-
ið alveg. Aðeins gluggann.
„Viltu ábyggilega leika þér við mig, ef
ég verð liér kyrr?“ spurði liann.
Sóldrengurinn kinkaði kolli, og nú varð
hann að gefa honum eitthvað. Það var gott,
að hann hafði ekki borðað þetta kirsiber, nú
gat sóldrengurinn fengið það. Það lá í lófa
hans.
„Gjörðu svo vel, það er lianda þér“.
Sóldrengurinn brosti, og það lágu tvö kirsi-
ber í lófanum á Hans litla. Það var gott. Þá
hafði hann einu fleira að gefa.
„Þau eru handa þér“, sagði hann. Og þau
urðu fjögur.
„Þau eru handa þér — öll saman“, sagði
hann.
Og þau urðu átta.
„Borðaðu þau, áður en þau verða fleiri
en þú getur látið upp í þig“, sagði Hans.
Sóldrengurinn hló, og í söinu andránni lágu
öll kirsiberin í munninum á Hans. Þvílíkt
lostæti! Átta, indæl, forboðin sultukirsiber,
sem honum hafði verið leyft að borða, þrosk-
uð og full af safa.
En það var ljóta stríðið með steinana, það
lá alltaf við að hann kingdi þeim. Loksins
gat hann safnað þeim öllum átta í miðjan
munninn og spýtti þeim kröftuglega frá sér
— og vaknaði.
★
14
J 0 L A IC V E Ð J A