Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 7

Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 7
hennar saknaði enginn, — héldu þau í skrúðgöngu til veitingaliússins með dóttur gestgjafans í fararbroddi. Þau voru afskap- lega feimin og hrædd. Þau vissu ekki vel, hvað mamma barnsins myndi segja. Marta kom aftur að fimm mínútum liðnum. Hún liélt á venjulegum sóp. Hann var ekki sér- lega góður. Það var liægt að sjá, að hann hefði verið mikið notaður. Hún gat varla valdið honum, því hann var svo stór. En hún rogaðist áfram með hann eftir beztu getu. Þegar bún nálgaðist veitingahúsið, sá hún hin koma út masandi og blaðrandi. Þau skelli- lilógu öll, þegar þau sáu vesalings Mörtu með sópinn. „Þetta er nú fallega gjöfin handa reifabarni“ heyrði liún eitt þeirra segja. „Já“, kallaði annað, „liún hefði að minnsta kosti getað fært honum nýjan sóp. Hafið þið nokkurn tíma séð svona gamlan og ljótan sóp?“ „Mamma barnsins þakkar henni ekki fvrir svona gjöf“, sagði þriðja barnið. Marta eldroðnaði, er hún heyrði þetta, og tárin komu aftur fram, en hún sagði ekkert, hélt því fastar á sópnum. Á næsta augabragði stóð hún við hesthús- dvrnar. Þær stóðu opnar, svo að hún gægð- ist inn. Hún sá, að jatan var full af ilmandi heyi, og í heyinu lá lítið barn, pínulítið og af- skaplega fallegt. Einhver hafði breitt yfir það fallegt teppi. Öðru megin við jötuna sat ung kona, sem horfði ástúðaraugum á barnið. Hin- um megin stóð stór og sterkur maður, en hann horfði meir á móðurina en barnið. Inn- ar í hesthúsinu sá húu nokkra hesta og kú, og í skoti voru fáeinar hænur á priki. Gólfið var afskaplega óhreint, eins og þið skiljið. Marta gekk ofurhægt inn í hesthúsið og sagði við móðurina: „Ég átti enga gjöf til að færa barninu þínu eins og hin börnin, af því að við mamma erum svo fátækar. En má ég ekki sópa kringum vögguna hans? Það er það eina, sem ég get gert fyrir hann“. Áður en móðurinni vannst tími til svars, var Marta byrjuð á verkinu. Sópurinn var svo stór og þungur, en hún sópaði og sóp- aöi, og loks var orðið tandurhreint í kring- um litla barnið. Þá ætlaði Marta að fara og Ieit því aftur á barnið, sem hún hafði þjón- að með svona mikilli auðmýkt. Nú hafði hann opnað augun og hann brosti, er hann horfði á hana. Hann rétti fram litlu hendurnar eins og hann vildi bjóða hana velkomna og JÓLAKYEÐJA Hún er mamma inín, sagði pilturinn, en ég kalla hana barnið mitt. Gamalmennin líkj- ast börnunum mjög, og við eigum að elska þau, því slíkra er Guðs ríkið. Ég lief þá hugmvnd, að lífið jafni allt. Þeg- ar ég var lítill og bjargarlaus, annaðist mamma um mig. Nú annast ég um hana. Ég er að greiða skuld mína. Hún yfirgaf mig aldrei, þegar ég var barn. Nú yfirgef ég hana aldrei. Hún var þolinmóð við mig. Nú er ég þolin- móður. Hún fæddi og klædrli mig. Nú geri ég eins við hana. Hún fórnaði hinu unga lífi sínu fyrir mig. Nú gleðst ég yfir hverju tækifæri, sem mér gefst til að færa fómir fyrir hana. Hún elskaði mig, þegar ég var óviti og þurfti sífelldrar umönnunar. Þetta gerði hún af því, að ég var hennar barn, liluti af hennar líkama og hennar sál. Nú elska ég hana, þegar hún þarf minnar hjálpar, aðeins af því að hún er mamma mín. Á dómsins degi mun elska mín reynast jafnmikil elsku hennar. Hún gætti mín í uppvextinum. Ég mun gæta hennar, þingað til hún gengur inn í himininn. (Þýtt). éyG Jli ULj rJLi ULi íJy ULi ijLl iJLj >Jli >Jli iJLi lAj yLj iAi iAj kalla hana til sín. Og þegar Marta sá hann svona, fannst henni undursamleg birta leika um hann og að englarnir kæmu og syngju þýtt og innilega: „Dýrð sé Guði í upphæðum, og friður á jörðu með þeim mönnum, sem liann liefur velþóknun á“. En sýnin hvarf, og Marta fór út. Nú var hún ekki lengur hrygg, heldur glöð í hjarta. Hún hafði gert það, sem liún gat, og hún liafði einnig fengið launin sín. (Þýtt). 7

x

Jólakveðja til íslenzkra barna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna
https://timarit.is/publication/1983

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.