Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 10
næmdist fyrir f'raman liana, lagði liöndina
á brjóst hennar og sagSi: „Þó að engin böm
kalli þig móður, þá eru til börn, sem þarfn-
ast þess, er móðurumhyggja og móðurást
geta veitt“.
Myndin óskýrðist, og önnur kom í staðinn,
og í þetta skiptið var það heill hópur af litl-
um verum, sem söfnuðust utan um sællegu,
enskú börnin, þar sem þau sátu við arininn á
heimilum sínum, og sögðu við þau í ásök-
unarróm: „Þó að þið eigið ltrúgur af fallegu
dóti, þá hafið þið ekki keypt neitt af vesl-
ings krypplingnum honum Jósef, sem verður
hæði svangur og kaldur á þessum jólum“.
Þannig sá litla stúlkan hugsanir sínar fara
inn á eitt heimilið eftir annað, en það voru
þær, sem hún hafði hugsað, er hún hafði
verið að kvarta yfir sinni eigin fátækt og
getuleysi sínu til hjálpar. Hún sneri sér við,
liorfði í andlit vefarans og spurði: „Hvað
á þetta að þýða?“ En vefarinn tíndi upp þræð-
ina, setti spegilinn aftur að hnjám sér og
svaraði: „Þýðingu þessa verður þú að finna
sjálf“. Niðurinn frá læknum hljómaði aftur
í eyrum Erbu, og fyrir framan sig sá hún
dyrnar á kofanum sínum og eldinn þar inni,
sem logaði glatt.
„Ég hélt, að þú ætlaðir aldrei að koma“,
sagði Marta, um leið og hún ýtti gamla hund-
inum úr hlýja bælinu hans við eldinn, til
þess að geta dregið sinn eigin stól nær hit-
anum. „Ég hef étið mestallan kvöldverðinn.
Ég var svo svöng. Ég dokaði við til að sjá
jólatréð og allar fallegu gjafirnar, sem börnin
vora að færa Jósef. Það er svei mér gott að
vera krypplingur! Dómarafrúin fór meira
að segja til hans í sínum eigin vagni og gaf
honum þykkan frakka. Hún fór líka með
stóran böggul af hlýjum fötum til móður
- :r~
Matthíasar. Allir virðasl liafa fengið eín-
hverjar góðar gjafir nema við“.
„Ég hef líka fengið góða gjöf“, sagði Erba,
og hliðraði til fyrir seppa greyinu, svo að
liann gæti hreiðrað um sig í hlýjunni, og
síðan sagði hún söguna af vefaranum mikla.
„Þig liefur bara dreymt þetta“, svaraði
Marta og geispaði. En næsta dag fór hún
sjálf að leita, en fann aðeins sömu götuna
og venjulega og hrörlegan kofa, þar sem göm-
ul og lieyrnardauf kona sat úti í dyrum og
spann. Og hún sagði við sjálfa sig: „Þetta
liefur aðeins verið ímyndun hjá Erhu“,
— — — Sumarið kom á nýjan leik með
blómailm og angan, og berin og ávextirnir
þroskuðust og voru tínd. Svo fóru laufin
aftur að falla af trjánum, og snjórinn sett-
ist á hæstu tindana í fjarska. Þá allt í einu,
þegar hljómurinn frá jólabjöllunum bland-
aðist niðinum í læknum, stóð Erha augliti
til auglitis við vefann mikla.
„Má ég fá að horfa aftur í spegilinn?“
sagði hún. En vefarinn hristi höfuðið. „Þess
gerist ekki þörf núna, því að þú hefur lært
það, sem þú áttir að læra“. Og konan horfði
á Erhu með augum, sem ljómuðu af ástúð.
„Hvaða verk er þetta, sem þú ert að vinna?“
spurði Erba og leit yfir vefinn, sem breidd-
ist í kringum vefarann og Ijómaði í öllum
regnhogans litum.
„Mitt hlutverk er að vefa vef verkanna úr
þráðum hugsananna“, var svarið. En vindur-
inn lék um fíngerðan vefinn og þyrlaði lion-
um upp, svo að hann liuldi vefarann og
hellinn.
Þegar vindurinn kyrrðist, var Erba alein
á nýjan leik, en lækurinn niðaði áfram, og
fjöllin og dalirnir, árnar og trén virtust taka
undir með söng.
10
JÓLAKVEÐJA