Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 11
Stefán Jónsson námsstjóri:
KIIR K 3 AINI
Skammt frá Stykkishólmi, ularlega í mynni
Hvammsfjarðar, er lítil eyja, sem heitir Skák-
arey. Rétt við eyjuna er liálendur, lítill hólmi
eða stapi. Af þessum hólma sjást 5 kirkjur
í nálægum sveitum. Þegar gengið er um
hólmann, er líkt og gengið sé á ullarbing.
— Um aldaraðir hefur grasið á þessum litla
hólma fúnað riiður og myndað mjúkan, þykk-
an jarðveg. Á hverju sumri Jiggur grasið í leg
á hólmanum, en það er aldrei slegið. Þau
munnmæli hafa fylgt þessum hólma, að hann
megi ekki slá, því að þá brenni kirkjan á
Helgafelli. Sumir segja einliver af þeim kirkj-
um, er sjást af hólmanum. Allir notendur
eyjarinnar hafa virt þessi munnmæli, og
hólminn ber þess merki. — Enginn hefur
viljað verða valdur að því að kirkjan brynni.
— Þessi ítök á kirkjan í hugum fólksins. —
Oft gleymist þó kirkjan, en á mestu gleði-
hátíð kristinna manna, á jólunum, minnast
allir kirkjunnar. — Á aðfangadagskvöldið
vilja allir eiga helga kvöldstund í kirkjunni
sinni og hlusta þar á jólasöguna, sem aldrei
fyrnist. — Á mestu sorgarstundum muna
menn líka kirkju sína. Þar eru ástvinir kvadd-
ir hinztu kveðju. — En ef kirkjan er bezt
á hátíðum, þegar gleðin ljómar af hverju
andliti, og ef hún er bezt á sorgarstundum,
þegar leitað er huggunar og styrks, er hún þá
ekki alltaf góð? — Er þar ekki alltaf bezt-
ur griðastaður? Ég svara því hiklaust ját-
andi. — Og af því að jólin og kirkjan eru
svo samtvinnuð í huga barnanna, og vegna
þess, að um jólahátíðina fá flest börn að
fara til kirkju, þá langar mig til að segja
hér örstutta, sanna sögu um kirkjuferð.
Það er sunnudagsmorgunn í júnímánuði
JÓLAKVEÐJA
1923. Ég fer á fætur fyrir allar aldir og er
liominn í minn klefa í járnbrautarlestinni,
í Silkiborg á Jótlandi, kl. 5*4 að rnorgni.
Það er þoka í lofti, og hráslagalegar regn-
skúrir dynja yfir öðru hverju. — Leið mín
liggur suður og vestur yfir heiðar Jótlands.
Klukkutíma eftir klukkutíma er ekið yfir
strjálbýlar heiðarnar. — Landslagið er fá-
breytt. Lyngheiðar og fúamýrar skiptast á.
Eftir nær 6 tíma akstur er komið til borgar-
innar Ribe á vesturströnd Jótlands. — Þar
skipti ég um farartæki og yfirgef því lestina.
— Ég er þreyttur og einmana í ókunnri borg.
— Enn er þoka í lofti, þótt lítið rigni. Hér
býst ég við að dvelja í 5 stundir. Ég fer inn
í næsta gistihús og bið um lierbergi, til að
hvíla mig í. — Það er þreytandi að aka í
járnbrautarlest í margar klukkustundir. -—
Rétt þegar ég er að setjast niður, hljómar
kliðmiúk messuhringing, sem berst á mjúk-
um öldum liljóðbylgjunnar um alla borgina.
— Það er eins og ég vakni af dvala. Hér er
ekki staður og stund til að hvíla sig og sofa.
Hér skal ég nota tímann til að skoða sögu-
fræga kirkju — dómkirkjuna í Ribe -— og
hlýða messu. I mesta hasti strýk ég af mér
ferðarykið, klæðist mínum skárstu flíkum
og geng til kirkju. Messan er ekki byrjuð,
en ég tek mér sæti á auðum bekk um miðja
kirkjuna. — Smátt og smátt fjölgar í kirkj-
unni. Meðhjálparinn sér, að mig vantar sálma-
bók. Hann fær mér hana, brosandi og alúð-
legur. Ég fer að athuga númer á sálmunum.
- Ung kona teygir sig yfir sætið til mín
og biður mig hljóðlega að segja sér númerin
á sálmunum. — Hún er svo nærsýn. Bekk-
urinn, sem ég sit í, fyllist líka af kirkju-
11