Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 9
Sólin var a3 setjast. Hátt fyrir ofan kof-
ann til hægri handar bjarmaSi af litlu ljósi.
Það kom úr glugganum við litlu, gömlu kirkj-
una, þar sem gamli presturinn átti heima.
Rétt þar hjá var lítill, vindbarinn kirkju-
garður, þar sem nú lágu vesælar líkams-
leifar margra af ættmönnum Erbu. Móðir
hennar var einnig grafin þarna. „Ég ætla
að fara með blómsveiginn minn í kvöld“,
sagði hún við sjálfa sig. „Ef ég geri það,
finnst mér ef til vill ég ekki vera alveg jafn
aum og lítilmótle '“. Hún tók upp sveiginn,
sem var með rauðum berjum og marglitum
blöðum, og síðan hélt hún af stað upp grýtta
götuna í áttina að ljósinu.
Mörgum sinnum hafði Erba gengið her-
fætt eftir þessari götu, sem hlykkjaðist og
bugðaðist upp eftir hæðinni, og lilustað á
niðinn frá litlum læk, sem rann fjörlega nið-
ur hæðina og var hulinn af þéttu kjarri og
burknum. Hún þekkti hvern stein á götunni,
en samt, er hún kom á litla flöt, sem á leið-
inni var, sá hún skyndilega, að gatan greind-
ist í tvær áttir. Hún nam staðar í ráðaleysi,
hví að aðra götuna hafði hún aldrei séð áður.
Samt lá hún þarna til hægri eftir hæðunum,
sem voru vaxnar drjúpandi kjarri, og blasti
við í kvöldrökkrinu. Hún leit upp og sá
ljósið, sem tindraði ennþá eins og stjarna
fyrir ofan liana. Hún hikaði ekki lengur,
en lagði af stað eftir götunni.
Um leið kom tunglið upp, skínandi bjart
og í fyllingu, og niðurinn frá læknum virt-
ist breytast í klið frá ótal silfurbjöllum.
Undarlegur þytur, eins og hvísl margra radda,
bærði greinarnar yfir liöfði hennar.
Einu sinni eða tvisvar nam liún staðar,
því að lienni fannst hún lieyra lágan og nið-
urbældan hlátur úti í liávöxnu grasinu og
sjá skínandi augu gægjast fram á milli lauf-
blaðanna. Þá skyndilega varð bjölluhljóm-
urinn hærri og fegurri, og hún kom út á
opið svæði við ræturnar á stórri hæð.
Miðja vegu upp hæðina var hellir, og fyrir
framan hann á nokkurs konar palli sat kona
í tunglsljósinu og fléttaði marglita þræði,
kona með kórónu á höfði, sem glóði í öll-
um regnbogans litum og í klæðum, sem sveip-
uðust um hana eins og silfurlituð þoka og
runnu saman við vefinn, sem hún var að
vefa, og sem lá eins og köngulóarvefur nið-
J ÓLAKVEÐJA
ur hæðina allt að fótum Erbu. Niðurinn frá
læknum breyttist og líktist nú ákafri röddu.
„Spurðu hana! Spurðu hana!“ sagði rödd-
in. Og röddin var svo ómótstæðileg, að Erba
sagði: „Hvað ert þú að gera?“
er að vefa í vefinn minn þræðina, sem
þú liefur gefið mér í dag“, var svarið. „Komdu
hingað upp, og ég skal sýna þér þá“.
Og nú sá Erba þrep liggja upp í gegnum
vefinn, og eins og í draumi gekk hún upp
þau og staðnæmdist fyrir framan vefarann,
sem horfði á liana með vingjarnlegum og
brosandi augum. Við hlið hennar lá sofandi
hindarkálfur, og á stöllunum í hellinum sátu
blundandi dúfur og héldu að sér vængjum.
Þegar Erba leit í andlit konunnar, fann hún
ekki til ótta.
„Hér eru sumir þræðirnir“, sagði hún, og
rétti fram knippi af skínandi og marglitum
þráðum. „En — —- sumir eru sverari en
kaðall, og aðrir eru fínni en hár“. sagði telp-
an. „Hvernig getur þú ofið úr þessu?“ „All-
ir koma þeir að notum í vefnum mínum“,
sagði vefarinn brosandi. „Sjáðu, hér er vef-
urinn þinn í dag“.
Og hún breiddi út fjólublátt vefjarstykki,
sem var brugðið skarlatsrauðum og silfur-
litum þráðum, og liér og þar glitti í gull-
þræði. En úti við kögurinn var dálítill bút-
ur með dökkbrúnum og gráleitum þráðum,
og Erba sagði undrandi: „Hvers vegna spillir
þú fegurð dúksins með þessu?“ En vefar-
inn mikli brosti aftur og sagði: „Þú spannst
þessa þræði, þegar þú stóðst við kofadyrnar
og hugsaðir um óréttlæti forsjónarinnar og
öfugsnúning heimsins, af því að þú skildir
ekki, hvernig Guð fer að því að vefa vef-
inn sinn“.
„Sýndu mér það“. sagði Erba og greip and-
ann á lofti. Þá tók konan upp spegil, sem
hafði hallazt að hnjám hennar og hélt hon-
um upp fyrir framan telpuna. Erba sá sjálfa
sig ganga eftir stignum upp úr bænum, en
í kringum hana sveif þokukenndur hópur
af örsmáum verum, sem líktust álfum og
breyttu um mynd á hverju andartaki. Allt
í einu sá hún eina veruna taka sig út úr hópn-
um og liraða sér burt, og Erba sá, að hún
stefndi á hús dómarans. Dómarafrúin hafði
tekið af sér loðkápuna og sat við eldinn hugs-
andi á svip. Veran gekk til hennar, stað-
9