Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 13
staðinn að verki, mundi aðeins verða sagt:
„Mundu, að })ú mátt ekki þetta“.
Hann liafði þegar rétt höndina fram, en
stöðvaði liana —• hann vissi sem sé vel, að
hann mátti þetta ekki.
Hann varð tvíveðra á svipinn, en allt í einu
leiftraði ákveðin hugsun fram :
„Mig langaði meira til að gera það ekki,
því að ég tók heldur ekkert“.
Þetta hafði góð áhrif; hann fann það alveg
fram í augu. Þau URÐU góð. Ef hann gæti
nú staðizt raunina fram á fimmtudag, þá
kannske — því sjálfsagt urðu augun góð í
tvennum skilningi.
Það varð auðveldara en hann hafði ætlað;
fyrsti sigurinn gjörði þá næstu auðunnari;
hann gekk rólegur fram hjá sultukirsiberj-
um og öðrum freistingum.
A miðvikudagskvöldið, þegar hann ætlaði
að fara að hátta, spurði liann mömmu sína:
„Hef ég gjört nokkuð alla þessa viku, sem
ég mátti ekki?“
„Ekki svo ég viti“, sagði hún, „en það veizt
þú bezt sjálfur“.
„Ekki svo ég viti“, sagði hann.
„Þá hefurðu verið góður drengur“, sagði
hún.
1 lesbókinni stóð eitthvað um, að sá, sem
liafi góða samvizku, sofi líka vel, en það reynd-
ist nú ekki rétt, því að hann gat ekki sofið
vegna góðrar samvizku og vegna þess að það
var fimmtudagur morguninn eftir og hann
var hræddur urn, að það yrði skýjað loft. Þá
mundi hann verða að sitja á sér, þar til sól-
skinsdagur kæmi. Auðvitað var það líka rétt-
ast, en það var bara svo erfitt að verða sí-
fellt að hafa gát á sjálfum sér. Nú, þegar
hann lá vakandi, duttu honum ótal gaman-
brellur í hug, sem vildu láta koma sér í
kring. Það var makalaust erfitt að stilla sig
um að hlæja að þeim; en lionum tókst að
lierpa munninn og sýnast reiður. „Sá syndgar
ekki, sem svefninn geymir“, stóð í lesbók-
inni. Já, ef liann gæti nú sofnað og sofið
af sér breliurnar.
Það tókst loksins. En hann vaknaði mjög
snemma. Hann sá út um gluggann að það var
heiður himinn. Það var huggun. Ef hann
þyrði nú bara að fara á fætur og gera tilraun-
ina undir eins. En liann varð að gjöra svo vel
að liggja áfram í bólinu þar til um sjöleytið.
Klukkan hékk á veggnum andspænis honum
JÓLAKVEÐJA
og tifaði þungfær. Það væri óskiljanlegt. ef
henni seinkaði ekki um þrjú kortér á klukku-
stund með því að drattast svona áfram. Hann
varð að liggj.a í tvo tíma og láta sér leiðast.
En það varð nú ekki. Allar gamanbrellurn-
ar frá því um nóttina voru á fótum og létu
af sér vita; hann átti í harðri baráttu við
þær, þar til klukkuna vantaði aðeins eitt
kortér í sjö; þá mundi hann eftir því að
bráðlega yrði hann að fara á fætur, og þá
flýðu þær eins og fætur toguðu. Hann sofn-
aði, þegar klukkuna vantaði tíu mínútur í
sjö. Klukkan átta togaði mamma hans í
nebbann á lionum og sagði:
„Þú hefur sofið yfir þig!“
Þá beygði hann út af:
„Þá hef ég gert það, sem ég mátti ekki“.
En hún huggaði hann:
„Þetta gerir ekki neitt; þetta var þér
ósjálfrátt. Þú ERT góður drengur, úr því
þú tekur þetta svona nærri þér“.
Hún hafði aldrei vitað hann jafnfljótan
að klæða sig eins og í dag.
„En gleymdu samt ekki að tyggja matinn“,
varð hún að segja, þegar hann sat við borðið.
Hann fór þá að tyggja jafnhægt og klukkan
tifaði, til að bæta úr skákinni.
„Þú ert hlýðinn drengur“, sagði hún og fór.
Það var leiðinlegt, að hann skyldi ekki
geta varizt því að þykja vænt um, að hún
fór; en það var bara vegna þess, að þá gat
ekki komið neitt fyrir, sem ekki mátti koma
fyrir. Og svo gat liann komizt út í kastinu.
Það var sandhaugur þarna úti í sólskin-
inu. Þar lagðist liann á bakið og horfði til
himins.
Vonbrigðin voru þung. Hann hafði bar-
izt í lieila viku — árangurslaust. Það hlutu
víst að vera þessi kirsiber, sem hann hafði
þó ekki tekið. En hvað stoðaði það. Hann
VAR þá ekki góður. Og úr því hann hafði
ekki orðið góður þessa viku, gat liann víst
aldrei orðið það. Hann var mjög hryggur
yfir því, og hann sagði það við Guð, um
leið og hann horfði til himins eftir lionum.
En hvað var þetta? Þó hann hefði séð
Guð sjálfan, hefði hann ekki getað orðið
jafnundrandi og sæll. Hann lá þarna og
horfði í sólina — inn í hina gullnu kringlu
miðja. Og hann gat haldið því áfram.
Það gjörði hann, og þá tók hann eftir því,
að það hafði dregið örþunnt ský fyrir sól-
13