Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 6
£g spurði hana, hver hefði gefið henni það,
en hún hló og vildi ekki segja mér það“.
„Þetta hlýtur að vera barnið, sem engl-
arnir sögðu bróður mínum frá“, hrópaði Jó-
hannes. „En hugsið ykkur, að barn fæðist í
hesthúsi og englarnir syngi sálma til að fagna
því!“
„Hefði það fæðst í Jerúsalem, þá hefði
það alls ekki verið einkennilegt“, sagði ein-
hver, „en hví ættu englarnir að skipta sér
af svona fátæku barni?“
„Þeir sungu ekki, þegar ég fæddist“, sagði
Rakel og hló, „að minnsta kosti hefur mamma
ekki sagt mér frá því“.
„Þetta hlýtur að vera sérstakt bárn“, sagði
Sara litla. „Heldurðu, að við megum koma
og skoða það?“
„Auðvitað megum við það“, kallaði Davíð,
„en ættum við ekki að koma livert með sína
afmælisgjöf? Við skulum fara heim og finna
eitthvað, koma aftur saman hérna og fara
svo saman heim til Mirjam“.
Á augabragði voru börnin þotin í allar
áttir hvert beim til sín til að sjá, hvað þau
gætu fært litla barninu. Lítil telpa stóð þó
ein eftir. Hún hafði lagt við hlustirnar til
að heyra allt, sem hin höfðu sagt, en hún
sagði ekkert sjálf. Það var mjög sjaldan,
sem liún sagði nokkuð, því liin voru ekki
alltaf góð við hana. Þau vildu ekki leika
sér við hana, og hún átti varla nokkurn vin
á meðal þeirra. Hún liét Marta, og mamma
hennar var ekkja, sem átti heima í hrörleg-
um kofa hjá öskuhaugunum. Hún vann fyrir
sér með þvottum og þess háttar. En liún
fékk svo litla borgun fyrir vinnu sína, að
Marta vissi vel, hvað það var að vera svöng
og liafa ekkert nema gömul og slitin föt til
að fara í.
Það var því engin furða, að hún skyldi
ekki taka til fótanna og sækja einhverja gjöf
lianda barninu. Hún vissi, að það var ekkert
til heima, sem hún gæti gefið því, og mamma
liennar átti enga peninga aflögu. Hún stóð
þarna eftir ein, sárhrygg, því hana langaði
til að gefa litla barninu gjöf eins og liin.
Tárin komu í ljós og fóru að væta kinnarnar.
En um leið og fyrstu börnin komu aftur,
datt henni nokkuð í hug, og hún gekk hægt
lieim á leið.
Börnin kornu saman, og liöfðu öll ein-
hverja gjöf. Eitt hafði dýra og gómsæta
ávexti, annað dýr og falleg blóm. Önnur
höfðu fallegar myndir, leikföng eða bækur.
Þau höfðu öllsömul einhverja gjöf. Þegar
þau voru þarna öll komin, nema Marta litla,
J ÓLAKVEÐJA
6