Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 8
E. Curtis-Plim:
-VEFARINN MIKLI
Tindar fjallanna í fjarska voru hvítir af
snjó, og vindurinn næddi nístingskaldur um
Erbu litlu, þar sem hún dró topphettuna á
kápunni sinni yfir höfuð sér og bjóst til að
ganga stiginn upp liæðina heim á leið. I litla
bænum fyrir neðan voru allir önnum kafnir
við að undirbúa komu morgundagsins, sem
var jóladagurinn. Kirkjan var búin gulum
og bláum tjöldum, gullhryddum og skreytt-
um rósum. Á altarinu voru nýir blómvendir
og stórar pálmagreinar. Stóru silfurmynd-
irnar sex, sem allar voru af dýrlingunum,
og sem aðeins voru hafðar til sýnis við há-
tíðleg tækifæri, höfðu nú verið settar í skín-
andi hálfhring fyrir ofan það.
Mæðurnar voru þarna með börnin sín, og
tárin böfðu glitrað í augum þeirra, þegar
þær litu á Erbu, því að á síðustu jólum
hafði móðir hennar verið með henni þarna,
en núna var hún móðurlaus. En hún hafði
verið liin liugrakkasta á svipinn, því að ekki
vildi hún kasta skugga á gleði annarra. Hún
hafði kysst litlu börnin og borið Matthías
litla, sem var svo veikburða, niður bröttu
þrepin. Hún hafði gefið sér tíma til að nema
staðar og ræða við krypplinginn hann Jósef
litla, sem sat allan daginn í horninu við sölu-
torgið með körfu, sem í var alls konar dót,
búið til úr mislitum pjötlum og stráum. 1
kvöld hafði verið raunalega lítið borð á körf-
unni hans, og það hafði verið vottur af tár-
um í þolinmóðu augunum, sem mættu brosi
Erbu. Hún hafði hjálpað krypplingnum við
að búa niður dótið, borið körfuna heim fyrir
hann og rætt fjörlega við hann, þar sem hann
hökti við lilið hennar. En Erbu var þungt
um hjartaræturnar, þar sem liún gekk upp
á milli olíutrjánna, og henni varð hugsað
til dómarafrúarinnar, sem hafði gengið um,
klædd í flauel og loðskinn, á meðan vesaling-
urinn hann Matthías litli hafði skolfið í næð-
ingnum, og til sællegu ensku barnanna, sem
fóru heim með barnfóstrum sínum með hend-
urnar fullar af leikföngum og góðgæti á með-
an karfan hans aumingja Jósefs var full af
óseldum munum. „Það versta er, að ég get
ekkert gert til hjálpar“, sagði hún við sjálfa
sig, þegar hún kom að litla gráa steinkof-
anum, þar sem hún og tvíburasyslir hennar
áttu heima.
Það var dimmt í kofanum, því að Marta
hafði víst tafizt við eitthvert mas niðri í bæn-
um, en þangað hafði hún farið til að selja
knipplinga, sem þær systurnar verzluðu með.
Erba fór að kveikja upp eldinn og reiða til
matinn. Hún dró gluggatjöldin frá, svo að
rauður bjarminn frá eldinum gæti lýst út í
gluggann og heilsað systur hennar, þegar hún
kæmi neðan stiginn. Síðan gekk hún út í
dvrnar og beið.
8
JÓLAKVEÐJA