Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 12

Jólakveðja til íslenzkra barna - 01.12.1947, Blaðsíða 12
(lTr skáldsögu eftir Anker Larsen) Það átti að reisa hús. Múrararnir höfðu tekið sér árbít, rlrukkið öl, mölvað eina flösk- una, og horfðu í sólina í gegn um brotin. Einn þeirra reyndi að horfa í sólina berum augum. „Nei, það tekst ekki“, sagði hann og neri augun. „Nei, við höfum ekki nógu góð augu til þess“. sögðu hinir. Hans litli stóð hjá og lieyrði á. f raun og veru var hann of gamall til að taka þetta öðruvísi en það var talað, en hann hafði nýlega lesið sögu um mann, sem liafði góð augu, og það var vegna þess, að hann var góður sjálfur. Þetta olli honum heilabrota, og þegar hann kom heim til mömmu sinnar, spurði hann: „Er það vegna þess, að við höfum ekki nógu góð augu, að við getum ekki horft í sólina?“ „Þú getur því nærri“, sagði hún. „Ef við verðum góð sjálf, verða þá augun í okkur líka góð?“ „Vafalaust“ sagði hún; hún átti annríkt, var að þvo. „Ef við værum nógu góð, gætum við þá horft í sólina?“ „Það mundum við víst geta“, sagði hún. Hún tók ekki vel eftir því, sem hann sagði, en það var eitthvað um það að vera góður og laun manns fyrir það, og hlaut því að vera meinlaust að svara játandi. Hans fór leiðar sinnar; en skömmu síðar kom liann aftur. „Ef ég geri aldrei neitt, sem ég má ekki, er ég þá góður?“ „Það hef ég nú oft sagt þér“. Svo fór liann, fastákveðinn. Hann ætlaði að reyna það. I dag var fimmtudagur. f heila viku skyhli hann ekki gera neitt, sem hann mætti ekki — og næsta fimmtudag mundi liann horfa í sólina án þess að hafa gler fyrir augunum.' Þetta varð löng vika og ströng. Sunnudagur- inn var verstur, því að þá sá hann fullþroska kirsiber á trénu. Sá einn, sem hefur þroskað kirsiber fyrir framan sig og þorir ekki almennilega að taka það, veit, hve gómsætt það mundi vera. Auðvitað gæti hann farið og spurt, hvort hann mætti borða það, en svarið vissi hann hér um bil fyrir: „Þetta eru sultukirsiber, og þú veizt vel, að þú mátt ekki taka þau“. En.ef hann tæki nú eitt umsvifalaust og yrði gestum. Ég er ekki lengur einmana. Þreytan hverfur — lundin léttist. — Ég nýt þess að vera einn af kirkjugestunum. f hverju öðru húsi hefði ég fundið til þess, að ég var útlendingur meðal ókunnugra. Hér er ég eins og heima hjá mér. — Ég er í kirkju. Presturinn lýkur við ræðuna. — Sálmarnir eru sungnir, en í lok guðsþjónustunnar eru skírð fimm börn. Fimm unglegar, glaðar mæður ganga upp að altarinu og færa þau Jesú í skírninni. — Ég gleymi regninu, þreytunni og einstæð- ingsskapnum. — Athöfninni er lokið. Bros- andi, með ljóma í augum, ganga hinar ungu mæður til sætis méð börnin sín, og útgöngu- sálmurinn er sunginn. -Ég er eins og nýr maður eftir messuna. — Þessari kirkjuferð gleymi ég ekki. Eftir messu skoða ég hið sögufræga gamla guðshús. Kirkjuvörðurinn fylgir mér um allt eins og gömlum vini.---— Ég hef skráð þessa stuttu sögu liér til að minna börn á það, að ef þau eru einmana, þá er gott að leita til kirkjunnar, og ef þau vilja gleðjast með glöðum á jólunum, þá er það líka bezt í kirkjunni. GleSileg j ó l. Stefán Jónsson. JÓLAKVEÐJA J2

x

Jólakveðja til íslenzkra barna

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólakveðja til íslenzkra barna
https://timarit.is/publication/1983

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.