Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 32

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 32
Leikskólinn Reykjakot tók til starfa í febrúar 1994. Í skólanum eru fimm deildir er rúma 85 börn. Lögð er áhersla á málrækt, sköpun og leik barna. Útivera er mikilvægur þáttur í þroska hvers barns og nýtur leikskólinn góðs af ósnortinni og stórkostlegri náttúru Mos- fellsbæjar. Þórunn Ósk tók við stöðu leikskóla- stjóra Reykjakots árið 2017. Málefni barna eru henni hugleikin en hún hefur víðtæka reynslu úr skólasamfélaginu. Þórunn Ósk fæddist í Reykjavík 19. mars 1970. Foreldrar hennar eru Guðrún Gunn- arsdóttir og Þórarinn Vagn Þórarinsson sjómaður, d. 1969. Stjúpfaðir Ásgeir Sig- urðsson verktaki d. 2024. Systkini Þórunnar eru Gunnar Svanhólm f. 1971, Rósa María f. 1973 og Rúnar Breið- fjörð f. 1975. Lékum okkur í böggunum „Ég flutti í Mosfellssveit 1977 og það var gott að alast upp hér í sveitinni. Mörg börn í hverfinu og mikið um útiveru. Tangahverfið var í uppbyggingu og hús og grunnar mislangt komin í byggingu, það gaf okkur tækifæri til að rannsaka umhverf- ið vel. Það var extra gaman þegar það var heyskapur á túninu fyrir neðan Skálatún þar sem Hlíðahverfið er núna. Þar lékum við okkur í böggunum og þá var sko líf og fjör.“ Gerði allt sem iðnaðarmenn gera í dag „Foreldrar mínir byggðu sér hús í Brekkutanganum. Pabbi vann mikið eins og flestir karlmenn gerðu á þessum tíma enda þurfti að sjá fyrir stórri fjölskyldu. Á sama tíma var mamma heima og gerði allt sem iðnaðarmenn gera í dag, hún pússaði, sparslaði, málaði og flísa- og teppalagði ásamt því að hugsa um heimilið. Hún hóf síðar störf hjá Mosfellsbakaríi þegar við systkinin vorum orðin eldri. Fjölskyldan átti góðar stundir í fríum innanlands, bróðir pabba átti heima á sveitabæ rétt hjá Grundartanga og við fórum mikið þangað, eins dvöldum við systkinin þar oft með stórum hópi frændsystkina.“ Fengum að sinna fjölda verkefna „Ég gekk í Ísaksskóla, Árbæjarskóla, Varmárskóla og síðar Gagnfræðaskóla Mosfellsbæjar. Minningarnar frá skólaár- unum eru góðar, það gekk allt sérstaklega vel vegna þess að við vorum með kennara sem náði að halda góðum aga á bekknum, en við vorum frekar óstýrilát. Ég æfði badminton og handbolta og myndi segja að íþróttahúsið hafi verið mitt annað heimili. Foreldrar vinkonu minnar voru í stjórn handknattleiksdeildarinnar og við fengum að sinna fjölda verkefna fyrir deildina. Okkur fannst við vera aðalskvís- urnar í húsinu,“ segir Þórunn og brosir. Þarna náði ég toppnum „Í Gaggó Mos leið mér vel en á þessum árum var mikil gelgja í gangi og ég átti til að vera með stæla, ég vildi óska að ég hefði ekki tekið þetta svona út á kennurunum. Á sumrin bar ég út Morg- unblaðið, passaði börn og var í unglingavinnunni. Ég sótti svo um starf í sjoppunni í Há- holti og þar fékk ég að vinna með Hönnu í Varmadal. Þarna náði maður toppnum því mig hafði alltaf dreymt um að verða búðarkona.“ Eftir útskrift úr gagnfræðaskóla fór Þór- unn í Kvennaskólann í Reykjavík, árið 1996 útskrifaðist hún sem leikskólakennari frá Fósturskóla Íslands. Hún sótti framhalds- nám í Háskólann á Akureyri og tók þar dipl- oma í stjórnun menntastofnana og öðlaðist kennsluréttindi á grunnskólastigi. Hún er nú að klára mastersnám í stjórnun. Árið 1997 hóf hún störf á leikskólanum Reykjakoti. Fluttu til Svíþjóðar Þórunn Ósk á tvo syni, Arnar Frey f. 1990 og Eið Örn f. 2005. „Árið 1998 fluttum við fjölskyldan til Svíþjóðar þar sem barnsfaðir minn fékk vinnu á Skáni. Við höfðum bæði verið í námi og vorum að feta okkar fyrstu skref inn í fullorðinsárin, ég sem kennari og hann sem tamningamaður. Þetta var mikið ævintýri og mesta vinnan fyrsta árið var að aðlaga Arnar okkar að nýju samfélagi en hann fór strax að æfa hand- og fótbolta. Ég fór að kenna í leikskóla og æfði handbolta í Ahus. Íþróttirnar voru okkar leið inn í nýja samfélagið og okkur var alls staðar vel tekið. Þótt dvölin í Svíþjóð hafi verið góð þá var hún líka erfið. Það urðu tímamót í mínu lífi þar sem ég þurfti að takast á við áfengisneyslu og við fluttum því heim 2002. Ég steig mín fyrstu skref í 12 spora samtökunum og öðlaðist nýtt líf. Ég get ekki lýst með orðum hversu gæfu- rík árin mín hafa verið eftir þessi skref.“ Lærði af miklum reynsluboltum „Árið 2012 fluttum við fjölskyldan í Ása- hrepp þar sem fjölskyldufyrirtækið Margar- etahof var að hefja starfsemi á búgarði þar. Eldri sonur okkar varð eftir í Mosfellsbæ þar sem hann var í háskólanámi en sá yngri fór í grunnskólann Laugaland. Ég hóf störf á leikskólanum Heklukoti á Hellu. Árið 2014 slitum við samvistum, ég flutti á Selfoss og bjó þar í eitt ár. Hóf störf hjá Sunnulækjarskóla og síðar Ingunnarskóla sem umsjónarkennari. Fór í teymiskennslu og lærði mikið af reynsluboltum hvernig góð teymi í skólum geta virkað en leik- og grunnskóli eru töluvert ólíkar stofnanir. Mér varð ljóst eftir skilnaðinn að ég þurfti að komast aftur heim í Mosó, til fjölskyldu og vina og byrja nýtt líf. Ég rakst á atvinnuauglýsingu frá Lágafellsskóla um deildarstjórastöðu. Fékk starfið og enn tók við nýr kafli. Þetta var lærdómsríkt ferli, ég hitti margt fólk í skólasamfélaginu sem kenndi mér og studdi mig áfram í minni vegferð.“ Gert í litlum skrefum „Þótt mér hafi liðið vel í mínum störfum þá kallaði leikskólaumhverfið samt alltaf á mig. Ég sá einn daginn auglýsingu um stöðu leikskólastjóra á Reykjakoti og ákvað að sækja um. Yfirmaður minn til margra ára í þessum leikskóla, Gyða Vigfúsdóttir, var að láta af störfum. Þar fer kona sem ég lærði mikið af, hún býr yfir visku sem aðeins lífið getur kennt þér. Ég tók við 2017, í skólanum eru fimm deildir er rúma 85 börn. Málefni barna eru mér mjög hugleikin, leikskólinn er núna á vegferð þar sem reynt er að horfa á starfsumhverfi barna og starfsfólks og bæta úr því sem betur má fara. Þetta er verið að gera í litlum skrefum og við fögnum því. Við þurfum kennara inn í leikskólana, þeir eru sérfræðingar í námi og þroska barna og þeir geta miðlað til annarra starfs- manna.“ Lífið getur verið einfalt og fallegt Ég spyr Þórunni að lokum um áhugamál- in? „Ég fer út að ganga og hlaupa og svo les ég mikið og prjóna. Nýjasta dellan er sund og sauna á kvöldin, þá hitti ég félaga mína, Sundkútana. Ég hef einnig verið að þjálfa 9. flokk í handbolta hjá Aftureldingu, að þjálfa yngstu iðkendur í handbolta gefur mér innsýn í hreina gleði íþróttarinnar og minnir mig á hvað lífið getur verið einfalt og fallegt,“ segir Þórunn Ósk að lokum er við kveðjumst. - Mosfellingurinn Þórunn Ósk Þórarinsdóttir32 Myndir: Ruth Örnólfs, Loftur Guðmundsson og úr einkasafni. Fjölskyldan 2022, Ásgeir, Gunnar Svanhólm, Rósa María, Eiður Örn, Guðrún Unnur, Rúnar Breiðfjörð, Hildur María, Þórunn Ósk, Guðrún, Arnar Freyr, Ásgeir Arnar og Freydís Arna. MOSFELLINGURINN Eftir Ruth Örnólfsdóttur ruth@mosfellingur.is Þórunn Ósk Þórarinsdóttir leikskólastjóri Reykjakots segir skólann á vegferð sem gerð sé í litlum skrefum Þetta var lærdómsríkt ferli, ég hitti margt fólk í skólasamfélaginu sem kenndi mér og studdi mig áfram í minni vegferð. Málefni barna eru mér hugleikin Uppáhaldsjólalag? Ég hlakka svo til með Svölu Björgvinsdóttur. Fyrstu tónleikarnir? 16. júní 1986, Madness og Fine Young Cannibals. Besta gjöf sem þú hefur fengið? Jólagjöfin frá foreldrum mínum árið 1982, tvískiptur snjógalli, man tilfinninguna hvað þetta var svalt. Uppáhaldsveitingastaður? Enginn uppáhaldsveitingastaður, bara uppáhalds að fara til Rósu systur og Hauks í mat, þar er besti maturinn og besta fólkið. Hvaða litur lýsir þér best? Khaki ljós jarðbrúnn. Hvað hefur mótað þig mest? Kven- réttindabarátta, saga kvenna í fjölskyldu minni hefur mótað lífsviðhorf mín mikið. Uppáhaldsjólasmákökurnar? Sörurnar okkar Rósu og engar aðrar. Hvað myndi ævisaga þín heita? Þumbadómar. HIN HLIÐIN Með sonuM sínuM Með Freydísi Frænku árið er 1970
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.