Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 52

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á netfangið mosfellingur@mosfellingur.is Sendið okkur myndir af nýjum Mos- fellingum ásamt helstu upplýsingum á mosfellingur@mosfellingur.is Í eldhúsinu Sigga Dögg skorar á Ólöfu Guðmundsdóttir að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi Osso buco alla Milanese Sigríður Dögg Auðunsdóttir deilir hér með okkur uppáhaldi fjölskyldunnar og þeim rétti sem er eldaður oftast þegar þau langar í eitthvað sérstaklega gott á köldum vetrardegi. Osso buco þýðir í raun „bein með gati“ því í hverri sneið er þverskorinn lærleggur með mergfylltu gati, en mergurinn er eitt af því sem gerir þennan rétt svo ómótstæðilegan. Aðferð: • 6 sneiðar af nauta- eða kálfalegg • sjávarsalt og mulinn, svartur pipar. • 50 g hveiti • 4 msk ólífuolía • 120 g smjör • 1 lítill laukur, smátt saxaður • 2 hvítlauksrif, smátt söxuð • 2 stk sellerí, smátt saxað • ½ flaska hvítvín • 4 greinar ferskt tímían eða rósmarín (eftir smekk) • 2 x 400 g dósir saxaðir tómatar • 2 lárviðarlauf Hitið ofninn í 150°C. Best er að nota pottjárnspott á borð við Le Creuset, sem hægt er að steikja í og setja svo beint í ofn. Setjið hveitið á disk og saltið og piprið kjötið. Veltið kjötinu upp úr hveitinu og steikið í ólívuolíunni í pottinum á meðalhita þangað til það er aðeins farið að brúnast. Takið kjötið til hliðar, lækkið hitann ögn og setjið smjörið í pottinn og steikið grænmetið í ca 10 mín. Hellið víninu yfir og látið sjóða niður um helming. Setjið tómatana út í og tímíanið og svo kjötið. Sósan á að ná vel upp á kjötsneiðarnar, ef ekki, bætið þá við meira víni eða nautasoði (kraftur og vatn). Látið suðuna koma upp, setjið lok á pottinn og hann inn í heitan ofn og eldið í 2-2 ½ tíma. Kjötið er tilbúið þegar það er farið að losna frá beinunum. Berið fram með polenta og gremolata eða risotto og gremolata. Meðlæti: 1. Gremolata: Rifinn börkur af tveimur sítrónum, 1 hvítlauksrif, fínt saxað, 3 msk smátt söxuð steinselja. Öllu blandað saman. 2. Polenta: Grófmalaður maís sem er soðinn í vatni skv. leiðbeiningum á pakkanum (hægt að fá fljótsoðna polentu en oftast tekur um 30 mínútur að sjóða hana, passið að hræra vel í allan tímann) og bætt er í smjöri og parmesan. Polenta fæst í öllum helstu stórmörkuðum. 3. Risotto Milanese: Þau sem vilja fara alla leið og bera Milanese risotto fram sem meðlæti með Osso buco geta spreytt sig á þessari uppskrift: Risotto Milanese • 1,2 lítrar nauta- eða kjúklingasoð (kraftur og vatn) • ögn af saffranþráðum • 50 g smjör • 100 ml hvítvín • 2 skallotlaukar, fínt saxaðir (eða einn lítill, venjulegur laukur) • 225 g risotto hrísgrjón • 150 g parmesan, rifinn Steikið laukinn við lágan hita í helmingnum af smjörinu þangað til hann verður glær og mjúkur. Takið af hitanum, bætið hrísgrjónunum og saffraninu í og hrærið í ca 2 mínútur. Setjið aftur yfir hitann, hellið hvítvíninu út í og látið það gufa upp. Setjið ausufylli af heitu soði í einu - bætið við ausu af soði þegar hrísgrjónin hafa drukkið það í sig. Gerið þetta í ca 20 mínútur og hrærið stöðugt í á meðan, þangað til hrísgrjónin eru soðin (eiga að vera með smá bit) og bætið þá restinni af smjörinu út í og parmesan. Verði ykkur að góðu SÆLL OG GLAÐUR Jæja, kæru sveitungar, komið þið nú blessuð og sæl, nú kemur Mosfellingur til ykkar korter í jól og ekki seinna vænna að fletta í gegnum blaðið og sjá hvort það sé eitthvað sem er nokkuð að gleymast svona rétt fyrir jól. Nú þarf að renna hratt í gegnum listann og athuga hvort eitthvað sé að gleymast ... möndlugjöfin, jólaísinn eða hvort allir pakkar séu komnir frá AliBaba í hús. Þetta getur verið taugatrekkjandi enda í mörg horn að líta og margir hlutir sem þarf að passa upp á í nútímasamfélagi. Enda er ekkert víst að jólin komi nokkuð ef þú ert ekki búin að hengja upp Georg Jensen jólaóróann frá því í fyrra eða tæma hnífaparaskúffuna og þrífa hana fyrir jólin. En mestu máli skiptir hvort þið séuð ekki örugglega búin að kaupa jólagjöf handa undirrit- uðum? Það voru eitthvað dræmar undirtektir í fyrra og ég fór beina leið í jólaköttinn, kötturinn sjálfur. En ég hugsa þó svo að Georg Jensen fari ekki upp eða ef að það sé ló í hnífaparaskúffunni þá komi nú jólin þrátt fyrir allt. En svo er nú annað sem ég vil gjarnan predika á þessum árstíma, en þannig erum við mörg okkar gerð að við viljum oft passa upp á budduna og stökkva á tilboð þegar þau bjóðast. En í lok árs skulu þið gleyma því að þótt að stjörnu- ljósapakkinn sé 40 krónum ódýrari frá einhverjum skotsala út í bæ að stökkva á slík gylliboð. Því við Mosfellingar verslum við Björgunarsveitina Kyndil og styrkjum okkar menn og konur í okkar heimabyggð. Ef þið ætlið á annað borð að kaupa nokkurn skapaðan hlut af flugeldum eða öðru slíku þá er það keypt hér í bæ. Brot á þessum reglum mínum þýðir tafarlausan brottrekstur úr sveitinni … og hana nú. Þetta fólk sem er í sjálfboðaliðastarfi hjá björgunarsveitunum er á bakvakt allan sólarhringinn og stekkur frá sinni vinnu og frá sinni fjölskyldu á hvaða tíma sem er til þess að bjarga málunum. Þetta er þeirra helsta fjáröflunarleið. Það gerir ekki eitthvert greppitrýni úr Reykjavík sem býður fjölskyldupakk- ann af flugeldum 1.000 kr. ódýrari og ætlar að nota ágóðann í nýjan Range Rover eftir jólin. Góðar stundir og gleðilega hátíð högni snær hjá Siggu dögg - Heyrst hefur...52 Ída Sóley Sumarliðadóttir fæddist 15. september 2024 kl. 01:21. Hún var 3.920 gr og 54 cm. Foreldrar eru Sumarliði Kristmunds- son og Nína Huld Leifsdóttir. heyrSt hefur... ...að búið sé að færa áramótabrenn- una til kl. 16:30 á gamlársdag. ...að Jökull í KALEO haldi Rauðu jólin í Hlégarði í kvöld og ætli að styrkja Krabbameinsfélagið með öllum ágóða sem safnast. ...að yfir 50 manns hafi fengið sér tattú í fertugsafmæli Steinda Jr. en þar kom einnig fram þotulið tónlistarfólks og leiklistar. ...að Mosfellingurinn Cecilía Rán sé að brillera í markinu hjá Inter Milan. ...að Ásta María og Brynjar hafi gift sig á aðventunni. ...að verið sé að skoða það að gera skautasvell fyrir utan Hlégarð á næstunni í einhverjum góðum frostakafla. ...að leikfélagið sé að fara undirbúa Galdrakarlinn í Oz á nýju ári. ...að Mosfellingurinn Hákon Örn hafi unnið síðasta bardaga sinn á rothöggi eftir 47 sekúndur. ...að jólaball með Skímó og Á móti sól verði haldið í Hlégarði laugardaginn 28. desember. ...að Lionsklúbbur Mosfellsbæjar muni fagna 60 ára afmæli á nýju ári. ...að Aftureldingarsveinarnir muni koma til aðstoða á aðfangadag og bregða sér á milli húsa. ...að Ingvar flugmaður hafi orðið fimmtugur um helgina. ...að áramótabingó Bankans verði haldið föstudagskvöldið 27. desember. ...að Kaffisæti hafi safnað tæplega 200 þúsund fyrir gott málefni á jólamarkaðnum um helgina. ...að Jökull í KALEO og Róbert Wessman séu farnir að framleiða saman rauðvín og hvítvín og góðar líkur séu á samstarfi Wessmann við Aftureldingu fyrir fótboltasumarið. ...að opið sé alla daga fram á Þorláksmessu í jólatréssölunni í Hamrahlíðarskógi. ...að Eva Dís og Atli Báru hafi eignast dreng í byrjun desember. ...að skiptar skoðanir séu um partý- lýsinguna á jólatrénu á Miðbæjar- torginu. ...að starfsmenn Mosfellsbæjar séu búnir að fá gjafakort frá YAY í jólagjöf sem hægt er nýta á margvíslegan hátt. ...að áramótaball verði haldið í Hlégarði á gamlárs þar sem fram koma m.a. Sprite Zero Klan, Húbba Búbba, Big Sexy og Birnir. ...að Hallgrímur Helgason sé meðal þeirra sem lesa upp úr bók sinni á síðasta aðventuuplestri Gljúfra- steins á sunnudaginn. ...að Stuðlabandið muni sjá um fjörið á Þorrablóti Aftureldingar 25. janúar ásamt Diljá Péturs. ...að Gummi fiskur eigi afmæli í dag. mosfellingur@mosfellingur.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.