Mosfellingur - 19.12.2024, Síða 16

Mosfellingur - 19.12.2024, Síða 16
 - Bæjarblað í Mosfellsbæ í 22 ár16 Lágafellskirkja fimmtudaginn 19. desember kl. 20 Hátíðleg og notaleg stund í fallegu umhverfi. Miðasala í kirkjunni. Aðgangseyrir kr. 3.000 en 1.500 fyrir eldri borgara. Einnig er hægt að taka frá miða á netfanginu diddukeli@simnet.is. Þakkargjörðarhátíð var haldin í fyrsta sinn í Hlégarði fimmtudaginn 28. nóv- ember. Hlégarður blés til kalkúnaveislu í hádeginu í samstarfi við Reykjabúið. Flyglinum í félagsheimilinu var rúllað út á gólf þar sem Pálmi Sigurhjartarson lék fyrir gesti. Hans Jensson blés í saxófón og Jón Magnús bóndi á Reykjum tók lagið. Meistarakokkurinn Magnús Már Haraldsson sá um að matreiða veislu- mat úr heimabyggð ofan í hátt í 200 veislugesti. Þakkargjörð er vinsæl í Bandaríkjun- um og er haldin á fjórða fimmtudegi í nóvember. Hátíðinni var upprunalega ætlað að vera tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins sem var að líða. þingmenn úr kjördæminu hansi og pálmi Hlégarður og Reykjabúið tóku höndum saman Þakkargjörðarhátíð haldin í fyrsta sinn maggi með kalkúninn jón magnús, magnús, kristín, pálmi og hilmar Foreldrafélaga Lágafellsskóla stóð fyrir skemmtilegum jólafrímínútum á dögunum. Jólasveinar kíktu í heimsókn og boðið var upp á kakó, kleinur og grillaða sykurpúða. Þetta var skemmtilegur viðburður og veðrið lék við Mosfellinga þennan dag. Reykjalundur tók nýlega á móti glæsilegri fartölvugjöf en um er að ræða nokkrar fartölvur ásamt helstu fylgihlutum eins og lyklaborðum og skjám. Andvirðið hefur safnast í sérstöku átaki á vegum SÍBS, eiganda Reykjalundar, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Fartölvurnar nýtast víðsvegar hjá ýms- um hópum starfsfólks Reykjalundar í mikilvægu meðferðarstarfi fyrir sjúklinga okkar. Reykjalundur þakkar kærlega fyrir veglegan stuðning og sendir velunnurum hlýjar kveðjur. Fartölvur að gjöf til Reykjalundar Átak á vegum SÍBS síðustu vikur • Nýtast starfsfólki vel fartölvurnar afhentar Jólafrímínútur vöktu lukku

x

Mosfellingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.