Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 34

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 34
 - Íþróttir34 j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is AftureldingAr vörurnAr fást hjá okkur sport íslandi Ungmennafélagið Afturelding óskar Mosfellingum nær og fjær gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og förum með eftirvæntingu inn í nýtt íþróttaár. Föstudaginn 6. desember stóð Afturelding fyrir fréttamannafundi í Hlégarði þar sem kynntir voru til leiks fjórir nýir leikmenn sem leika með liðinu í Bestu deild karla næsta sumar. Þar á meðal eru bræðurnir Axel og Jökull Andrés- synir sem eru mættir aftur í Aftureldingu eftir að hafa verið lengi í atvinnumennsku erlendis. Axel gekk í raðir Reading á Englandi árið 2014 og yngri bróðir hans Jökull fór fljótlega einnig að leika með yngri lið- um enska félagsins. Axel, sem er 26 ára varnarmaður, lék í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð áður en hann kom til KR fyrr á þessu ári en hann er nú orðinn leikmaður Aftureldingar á ný. Jökull, sem er 23 ára markvörður, kom til Aftureldingar á láni frá Reading í sumar og hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina í fyrsta skipti í sögunni. Hann er nú búinn að semja við Aft- ureldingu til frambúðar. Á fréttamannafundinum voru Oliver Sigurjónsson og Þórður Gunnar Hafþórsson einnig kynntir sem nýir leikmenn Aftureldingar. Oliver er 29 ára gamall miðjumaður sem varð Íslandsmeistari með Breiða- bliki í sumar en Þórður er 23 ára gamall kantmaður sem kemur frá Fylki. Báðir eiga þeir fjölmarga leiki að baki í efstu deild sem og leiki með yngri landsliðum Íslands. Axel skrifaði undir þriggja ára samning við Aft- ureldingu en þeir Jökull, Oliver og Þórður skrifuðu undir tveggja ára samninga. Undirbúningur er á fullu fyrir komandi tímabil og mikil spenna er fyrir fyrsta tímabili Aftureldingar í Bestu deild karla. Judo maður ársins Hákon Örn Arnórsson hélt út til Doncast- er í Englandi til að taka sinn fjórða MMA bardaga, hann sigraði þann bardaga í fyrstu lotu eftir aðeins 47 sekúndur. Axel og Jökull mættir heim í Aftureldingu Fjórir nýir leikmenn • Spennan að magnast fyrir Bestu deild karla bræðurnir jökull og axel Sigur eftir 47 sekúndur Hákon örn Innanfélagsmót Kraft Mos var haldið í lok nóvember og er ljóst að félagið mætir sterkt til leiks á árinu 2025. Búið er að panta nýjan keppnisbúnað fyrir átkökin. Þá byrja einnig námskeið í ólympískum lyftingum fyrir konur í janúar í Mosó. Kraft Mos mætir sterkt til leiks Skarphéðinn Hjaltason var á dögunum valinn judomaður ársins hjá JSÍ. Skarphéðinn er tvítugur Mosfellingur. Hann hóf að æfa hjá Judofélagi Reykjavíku 11 ára gamall. Hann áði góðum árangri á árinu og varð m.a. Íslandsmeistari í -90 kg flokki karla og opnum flokki. Þá hefur hann farið á fjölmörg mót erlendis og náð góðum árangri. skarpHéðinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.