Mosfellingur - 19.12.2024, Síða 34
- Íþróttir34
j a ko s p o r t ( N a m o e h f ) - k r ó k h á l s 5 f - 1 1 0 á r b æ r Sími: 566 7310 - jakosport@jakosport.is - jakosport.is
AftureldingAr
vörurnAr
fást hjá okkur sport íslandi
Ungmennafélagið Afturelding óskar
Mosfellingum nær og fjær gleðilegra
jóla og farsældar á komandi ári.
Þökkum fyrir samstarfið á árinu sem er að líða og förum með eftirvæntingu inn í nýtt íþróttaár.
Föstudaginn 6. desember stóð Afturelding fyrir
fréttamannafundi í Hlégarði þar sem kynntir voru til
leiks fjórir nýir leikmenn sem leika með liðinu í Bestu
deild karla næsta sumar.
Þar á meðal eru bræðurnir Axel og Jökull Andrés-
synir sem eru mættir aftur í Aftureldingu eftir að hafa
verið lengi í atvinnumennsku erlendis. Axel gekk í
raðir Reading á Englandi árið 2014 og yngri bróðir
hans Jökull fór fljótlega einnig að leika með yngri lið-
um enska félagsins. Axel, sem er 26 ára varnarmaður,
lék í Noregi, Lettlandi og Svíþjóð áður en hann kom
til KR fyrr á þessu ári en hann er nú orðinn leikmaður
Aftureldingar á ný. Jökull, sem er 23 ára markvörður,
kom til Aftureldingar á láni frá Reading í sumar og
hjálpaði liðinu að komast upp í Bestu deildina í fyrsta
skipti í sögunni. Hann er nú búinn að semja við Aft-
ureldingu til frambúðar.
Á fréttamannafundinum voru Oliver Sigurjónsson
og Þórður Gunnar Hafþórsson einnig kynntir sem
nýir leikmenn Aftureldingar. Oliver er 29 ára gamall
miðjumaður sem varð Íslandsmeistari með Breiða-
bliki í sumar en Þórður er 23 ára gamall kantmaður
sem kemur frá Fylki. Báðir eiga þeir fjölmarga leiki að
baki í efstu deild sem og leiki með yngri landsliðum
Íslands.
Axel skrifaði undir þriggja ára samning við Aft-
ureldingu en þeir Jökull, Oliver og Þórður skrifuðu
undir tveggja ára samninga. Undirbúningur er á fullu
fyrir komandi tímabil og mikil spenna er fyrir fyrsta
tímabili Aftureldingar í Bestu deild karla.
Judo
maður
ársins
Hákon Örn Arnórsson hélt út til Doncast-
er í Englandi til að taka sinn fjórða MMA
bardaga, hann sigraði þann bardaga í fyrstu
lotu eftir aðeins 47 sekúndur.
Axel og Jökull mættir
heim í Aftureldingu
Fjórir nýir leikmenn • Spennan að magnast fyrir Bestu deild karla
bræðurnir jökull og axel
Sigur eftir 47 sekúndur
Hákon örn
Innanfélagsmót Kraft Mos var haldið í lok nóvember og
er ljóst að félagið mætir sterkt til leiks á árinu 2025.
Búið er að panta nýjan keppnisbúnað fyrir átkökin.
Þá byrja einnig námskeið í ólympískum lyftingum fyrir
konur í janúar í Mosó.
Kraft Mos mætir sterkt til leiks
Skarphéðinn Hjaltason var á
dögunum valinn judomaður
ársins hjá JSÍ.
Skarphéðinn er tvítugur
Mosfellingur. Hann hóf að æfa
hjá Judofélagi Reykjavíku 11
ára gamall. Hann áði góðum
árangri á árinu og varð m.a.
Íslandsmeistari í -90 kg flokki
karla og opnum flokki. Þá
hefur hann farið á fjölmörg mót
erlendis og náð góðum árangri.
skarpHéðinn