Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 35
Íþrótta- og tómstundanefnd Mosfellsbæjar
óskar eftir tilnefningum um sjálfboðaliða
sem hefur með framúrskarandi hætti bætt
íþrótta- og tómstundastarf í Mosfellsbæ.
Leitað er eftir tilnefningum um sjálfboðaliða sem
hefur með framúrskarandi hætti bætt íþrótta-
og tómstundastarf í Mosfellsbæ.
Sjálfboðaliði ársins verður heiðraður
samhliða vali á íþróttafólki Mosfellsbæjar
þann 9. janúar 2025.
Allar ábendingar þurfa að berast í gegnum
Mínar síður Mosfellsbæjar fyrir 1. janúar 2025.
Íþrótta- og tómstundanefnd
Sjálfboðaliði
ársins 2024
í Mosfellsbæ
Leitað eftir tilnefningum
Afturelding kynnti á dögunum til leiks
nýja treyju fyrir barna- og unglinga-
starf Aftureldingar í handbolta og
fótbolta.
„Þá er það með gleði í hjarta
sem við tilkynnum að Bygging-
arfélagið Bakki hefur framlengt
samstarfssamning sinn við BUR
deildir félagsins í körfubolta, blaki,
handbolta og knattspyrnu. Bakki hefur
verið aðalstyrktaraðili félagsins und-
anfarin ár og erum við stolt að hafa þá
áfram með okkur í liði,“ segir Ásgeir
Jónsson formaður Aftureldingar.
„Við kynnum líka nýjan samstarfs-
aðila barna- og unglingastarfs Aft-
ureldingar til leiks, Blikastaðaland ehf.
er nýr styrktaraðili félagsins í körfubolta,
blaki, handbolta og knattspyrnu. Það er
okkur sönn ánægja að hefja samstarf með
Blikastöðum, en Blikastaðalandið er fram-
tíðar uppbyggingarsvæði Mosfellsbæjar og
uppbygging á því svæði mun bæði styrkja
og stækka félagið okkar.“
Nýjar treyjur • Bakki og Blikastaðir áberandi á búningum
Samstarfssamningar
við styrktaraðila
örn og ásgeir þorgerður, dóri og ásgeir
Íþróttir - 35