Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 50

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 50
Heilsumolar gaua - Aðsendar greinar50 Hljóðlátir leiðtogar Þórir Hergeirsson er besti þjálfari Íslands, fyrr og síðar. Hann varð Evrópumeistari um síðustu helgi með lið sínu Noregi. Hann varð með sigrinum um helgina sigursælasti þjálfari í sögu handboltans. Það sem einkennir hann öðru fremur er hversu góð manneskja hann er. Það sýndi sig vel í viðtölum eftir úrslitaleikinn, bæði við hans eigin leikmenn og enn meir í viðtali við þjálfara danska landsliðsins, Jesper Jensen, sem nánast táraðist á blaðamannafundi eftir leik í þakkar- og kveðjuræðu sinni um Þóri. Ég hef fylgst með Þóri lengi, horft og lesið mörg viðtöl við hann og það er akkúrat þetta sem skín í gegn. Hann skilur fólk, tengir við það og nálgast það sem manneskjur, hvort sem það eru leikmenn hans, þjálfarar eða aðrir sem hann á í samskiptum við. Hann trúir á gildi og mælir með því að þjálfarar byrji snemma að vinna með þau. Búi til einfaldar, en skýrar samskiptareglur sem ýti undir að krökkum líði vel á æfingum og hlakki til að mæta. Draumar skipta líka máli samkvæmt Þóri, stórir draumar eru hvetjandi og við eigum ekki að draga úr þeim. Þórir ber sér lítið á brjóst sjálfur, hann lætur verkin tala og hefur öðlast miklau virðingu í íþróttaheiminum fyrir það. Annar hljóðlátur leiðtogi sem ég hef fylgst með undanfarið er Nuno Espírito Santo, knattspyrnu- stjóri Nottingham Forest. Eitt af því sem hann á sameiginlegt með Þóri er að trúa á allan leikmannahópinn, ekki bara byrjunarliðið eins og sumir þjálfarar. Nuno gerir 4-5 skiptingar í hverjum leik og það á sinn þátt í að Forest er í dag í fjórða sæti í erfiðustu deildarkeppni í heimi. Við getum yfirfært þetta yfir á lífið – höldum fast í gildin okkar og förum eftir þeim, þorum að láta okkur dreyma og trúum á fólkið sem við stýrum, kennum, leiðbeinum eða vinnum með. Guðjón Svansson gudjon@kettlebells.is Meirihluti Framsóknar, Samfylk- ingar og Viðreisnar hefur samþykkt fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar fyrir árið 2025. Áætlunin er vel unnin af starfsfólki Mosfellsbæjar og fram- setning á gögnum skýr og vel sett fram. Það er margt gott í áætluninni, og í mörgum tilfellum er ágæt sam- staða í bæjarstjórn um hvaða verkefni eigi að setja í vinnslu í okkar góða bæjarfélagi. Lögbundin þjónusta og kostnaður við hana hefur aukist jafn og þétt undanfarin ár og sú þróun heldur áfram og er það áskor- un í rekstri sveitarfélaga. Fulltrúar D-lista í bæjarstjórn benda annað árið í röð við gerð fjárhagsáætlunar á að það eru gul og jafnvel rauð blikkandi ljós í fjármálum bæjarins sem þarf að gefa gaum og bregðast við að okkar mati. Aukin lántaka og hækkun á sköttum og álögum Það sem einkennir fjárhagsáætlun ársins 2025 er stór og víðtæk framkvæmdaáætlun og miklar fjárfestingar sem kalla á háar lántökur sem hækka skuldahlutfall sveit- arfélagsins enn meira í efnahagsumhverfi sem er mjög óhagstætt. Á næsta ári mun Mosfellsbær taka hæsta lán sem bærinn hefur tekið á einu ári og er það mjög dýrt fyrir skattgreiðendur í Mos- fellsbæ í því vaxtaumhverfi sem nú ríkir. Þetta gerist á sama tíma og tekjur bæjar- ins hafa aukist mikið m.a. vegna hækkunar útsvars og skatta og álaga á íbúa, auk þess sem tekjur af lóðasölu og byggingarréttar- gjöldum hafa numið 1.700 milljónum frá því nýr meirihluti tók við rekstri bæjarins. Auk aukinnar lántöku til að mæta auknum útgjöldum munu skattar og álögur á bæjarbúa halda áfram að hækka. Má þar nefna að skattprósenta fasteignaskatta mun hækka í 0,20 % og er sú prósenta mun hærri en þekkist í öðrum sveitarfélögum á höf- uðborgarsvæðinu sem hafa verið að lækka sína fasteignaskattsprósentu fyrir utan Reykjavík. Þessi hækkun skattprósentu kemur ofan í miklar hækkanir á fasteigna- sköttum undanfarin tvö ár sem allir fast- eignaeigendur og rekstraraðilar fyrirtækja í Mosfellsbæ hafa rækilega fundið fyrir. Rekstrarniðurstaða A-hluta bæjarsjóðs fyrir árið 2025 samkvæmt áætlun er mín- us 41 milljón þegar búið er að taka frá einskiptistekjur sem koma frá lóðasölu og byggingaréttargjöldum. Það er ekki ásættanleg niðurstaða og sýnir að rekstur bæjarins er ósjálbær. Endurskoða þarf áætlanir og minka þarf kostnað Fulltrúum meirihlutans er tíðrætt um erfitt efnahagsástand og að fjárhagsstaða Mosfellsbæjar sé erfið, en þrátt fyrir það eru engar tillögur í fjárhagsáætlun bæjar- ins fyrir árið 2025 um aðhald eða sparn- að. Til að allrar sanngirni sé gætt þá skal tekið fram að það er erfitt að hægja á eða hætta við framkvæmdir sem eru í miðjum klíðum, svo sem byggingu leikskóla og íþróttahúss í Helgafelli, framkvæmdir við uppbyggingu við íþróttasvæðið að Varmá o.fl. framkvæmdir. Það er samt nauðsynlegt miðað við að vaxtastig og verðbólga hafa verið mun hærri og langvinnari en gert var ráð fyrir og staða og þróun efnahagsmála er enn mjög óljós að skoða gaumgæfilega fyrri áætlanir og rýna hvar hægt er að draga saman og minka útgjöld. Það er að okkar mati fulltrúa D-lista í bæjarstjórn ekki hægt keyra áfram fyrri áætlanir m.a. kostnaðarsamar breytingar í stjórnkerfi bæjarins sem eru meðan að- stæður í efnhagsmálum eru eins erfiðar og raun ber vitni. Það þarf að sýna mikla ábyrgð í fjármála- stjórnun og rekstri, forgangsraða rétt og gera raunhæfar áætlanir bæði á tekju- og útgjaldahliðum í þessu umhverfi. Í rekstri ört stækkandi sveitarfélags eins og Mosfellbæjar, þarf öflugan samheldinn og ábyrgan meirihluta, sem er vel inni í málum og þorir að taka erfiðar pólitískar ákvarðanir og standa með þeim. Bæjarfulltrúar D-lista í Mosfellsbæ munu áfram styðja tillögur meirihlutans sem við teljum skynsamlegar og góðar, og halda áfram að koma okkar tillögum og stefnu- málum á framfæri og leggja þannig okkar af mörkum til að áfram verði best að búa í Mosfellbæ. Ég sendi Mosfellingum öllum bestu óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Ásgeir Sveinsson Bæjarfulltrúi Oddviti D-lista Fjárhagsáætlun Mosfellsbæjar 2025 Þegar núverandi meiri- hluti í Mosfellsbæ tók við árið 2022 var fljótlega ákveðið að ráðast í úttekt á stjórnsýslu og rekstri með það fyrir augum að bæta þjónustu við íbúa og gera reksturinn skil- virkari. Strategía, ráðgjafafyrirtæki sem sérhæfir sig í úttektum og umbótum, framkvæmdi úttektina. Þar var lagður grunnur að nýju skipulagi þar sem horft var á verkefnin út frá áhersl- um sveitarfélagsins um að efla þjónustu við bæjarbúa í stækkandi sveitarfélagi. Með nýju skipulagi gafst aukið svigrúm til að skerpa á áherslum varðandi stjórnarhætti, efla áhættu- og árangursmat, samhæfa verkefni á milli sviða og deilda, fylgja eftir umbótum og nýta betur þá tækniþróun sem hefur orðið í samfé- laginu. Nýtt svið, menningar-, íþrótta- og lýðheilsusvið, var sett á laggirnar auk skrifstofu umbóta og þróunar en þjónustu- og samskiptadeild var lögð niður. Undir skrifstofu umbóta og þróunar falla verkefni tengd stafrænni umbreytingu, upplýsingatækni, upplýsingamiðlun, tölfræði og greiningu, sem og innleiðing helstu umbótatillagna sem voru lagðar til í áðurnefndri rekstrarúttekt. Alls komu fram yfir 70 umbótatillögur í rekstrarúttekt Strategíu sem verið er að innleiða eða verða innleiddar. Ein af umbótatillögunum var um úttekt á rekstri upplýsingatæknimála Mosfellsbæjar en hún leiddi í ljós að þörf var á talsverð- um endurbótum á því sviði. Meðal annars sameining rekstrarumhverfis upplýsinga- tæknimál í eitt en þau eru fjögur í dag. Þá hefur verið farið í umfangsmikla vinnu við innleiðingu á stafrænum lausn- um en frá ársbyrjun 2023 hafa 33 stafrænar lausnir verið innleiddar, þar af er 27 verk- efnum að fullu lokið. Þessi vinna heldur áfram því hún hef- ur sýnt að umbóta er þörf. Vinnan fer að mestu leyti fram á bak við tjöldin, vinna sem sést kannski ekki en bætir þjónustuna við bæjarbúa og sparar kostnað til lengri tíma. Í þessum skipulagsbreytingum hefur ver- ið lögð áhersla á að fjölga ekki stöðugildum að óþörfu. Markmiðið er skilvirkari stjórn- sýsla og betri þjónusta við Mosfellinga. Lovísa Jónsdóttir Valdimar Birgisson Nútíma stjórnsýsla Kæru Mosfellingar „Hamingjan er hér og nú“ þetta er setn- ing sem við eigum að endurtaka á hverjum degi. Augnablikið kemur aldrei aftur. Því eigum við ekki að fresta því að njóta til- verunnar hér og nú. Ók. höf. Okkur í Framsókn langar að óska ykkur, kæru sveitungar, gleðilegra jóla, hamingju og góðrar heilsu á nýju ári. Hver dagur er sem gjöf til okkar og tíminn flýgur áfram. Hvað sem þú ætlar að gera, gerðu það. Gerðu það núna, ekki bíða. Fyllum daginn okkar af gleði, sam- veru, umhyggjusemi og vöndum ávallt framkomu okkar. Njótum þess sem lífið hefur upp á að bjóða og drögum fram það jákvæða og fallega í kringum okkur. Gjöf jólanna er hógværð, mildi og mann- úð. Með jólakveðju, Framsókn í Mosfellsbæ Jólakveðja
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.