Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 40
- Fréttir úr bæjarlífinu40
Laus störf
í Mosfellsbæ
Öll laus störf hjá Mosfellsbæ
og stofnunum má sjá og sækja
um á ráðningarvef bæjarins:
www.mos.is/storf
Nú þegar jól og áramót nálgast eru
margir uppteknir við að skipuleggja
hvernig hátíðardagarnir eigi að vera eins
og t.d. hvað eigi að vera í matinn, hverjir
verði hvar og með hverjum.
Þá er gott að muna að þessir hátíð-
isdagar eru kærkomið tækifæri fyrir
fjölskyldur til að treysta böndin, njóta
samverunnar og skapa þannig góðan
grunn til að byrja nýtt ár á.
Njótum samvista
Það er alla jafna mikið að gera hjá öll-
um í desember og fólk mikið á ferðinni.
Þá er svo mikilvægt að muna að njóta
samvista með börnunum okkar. Það eru
til ótal margar hugmyndir um hvað er
hægt að gera saman og það besta er að
þær eru oftast einfaldar í framkvæmd og
kosta lítið sem ekkert.
Hvernig væri að fara t.d. út í göngutúr
með gott nesti og kakó á brúsa? Hægt
er að skella sér á skíði og/eða skauta,
heimsækja ættingja eða vini, fara í
sund, lesa saman við kertaljós, vera
með kvöldvöku sem börnin skipuleggja
og svo mætti lengi telja.
Það er um að gera að virkja þau til að
koma með skemmtilegar hugmyndir og
skipuleggja þær, börn eru yfirleitt ótrú-
lega hugmyndarík.
Sköpum minningar
Samverustundir fjölskyldna eru af-
skaplega dýrmætar og sýna allar kann-
anir að börn og ungmenni vilja svo
gjarnan verja meiri tíma með foreldrum
sínum.
Verum samstíga um að gera jólin og
áramótin að hátíðarstundum þar sem
öll fjölskyldan skemmtir sér saman.
Með því sjáum við til þess að börnin
okkar eigi góðar, jákvæðar og dýrmætar
minningar frá þessum tímamótum.
Það er einlæg ósk okkar að öll geti not-
ið hátíðanna með frið og gleði í hjarta.
Það sem skiptir börnin okkar mestu
máli er einfaldlega góð og kærleiksrík
samvera í faðmi fjölskyldunnar.
ForvarnarhópurMosfellsbæjar
Samvera er besta forvörnin
Fræðslu- og Frístundasvið MosFellsbæjar
skóla
hornið
Íslenskar værðarvoðir
og púðaver frá Ístex
sendu inn þína
tilnefningu
www.mosfellingur.is