Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 16

Mosfellingur - 19.12.2024, Blaðsíða 16
 - Bæjarblað í Mosfellsbæ í 22 ár16 Lágafellskirkja fimmtudaginn 19. desember kl. 20 Hátíðleg og notaleg stund í fallegu umhverfi. Miðasala í kirkjunni. Aðgangseyrir kr. 3.000 en 1.500 fyrir eldri borgara. Einnig er hægt að taka frá miða á netfanginu diddukeli@simnet.is. Þakkargjörðarhátíð var haldin í fyrsta sinn í Hlégarði fimmtudaginn 28. nóv- ember. Hlégarður blés til kalkúnaveislu í hádeginu í samstarfi við Reykjabúið. Flyglinum í félagsheimilinu var rúllað út á gólf þar sem Pálmi Sigurhjartarson lék fyrir gesti. Hans Jensson blés í saxófón og Jón Magnús bóndi á Reykjum tók lagið. Meistarakokkurinn Magnús Már Haraldsson sá um að matreiða veislu- mat úr heimabyggð ofan í hátt í 200 veislugesti. Þakkargjörð er vinsæl í Bandaríkjun- um og er haldin á fjórða fimmtudegi í nóvember. Hátíðinni var upprunalega ætlað að vera tækifæri til að þakka fyrir uppskeru ársins sem var að líða. þingmenn úr kjördæminu hansi og pálmi Hlégarður og Reykjabúið tóku höndum saman Þakkargjörðarhátíð haldin í fyrsta sinn maggi með kalkúninn jón magnús, magnús, kristín, pálmi og hilmar Foreldrafélaga Lágafellsskóla stóð fyrir skemmtilegum jólafrímínútum á dögunum. Jólasveinar kíktu í heimsókn og boðið var upp á kakó, kleinur og grillaða sykurpúða. Þetta var skemmtilegur viðburður og veðrið lék við Mosfellinga þennan dag. Reykjalundur tók nýlega á móti glæsilegri fartölvugjöf en um er að ræða nokkrar fartölvur ásamt helstu fylgihlutum eins og lyklaborðum og skjám. Andvirðið hefur safnast í sérstöku átaki á vegum SÍBS, eiganda Reykjalundar, sem staðið hefur yfir undanfarnar vikur. Fartölvurnar nýtast víðsvegar hjá ýms- um hópum starfsfólks Reykjalundar í mikilvægu meðferðarstarfi fyrir sjúklinga okkar. Reykjalundur þakkar kærlega fyrir veglegan stuðning og sendir velunnurum hlýjar kveðjur. Fartölvur að gjöf til Reykjalundar Átak á vegum SÍBS síðustu vikur • Nýtast starfsfólki vel fartölvurnar afhentar Jólafrímínútur vöktu lukku
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Mosfellingur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Mosfellingur
https://timarit.is/publication/1311

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.