Mosfellingur - 19.12.2024, Síða 52
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum á
netfangið mosfellingur@mosfellingur.is
Sendið okkur myndir af nýjum Mos-
fellingum ásamt helstu upplýsingum
á mosfellingur@mosfellingur.is
Í eldhúsinu
Sigga Dögg skorar á Ólöfu Guðmundsdóttir að deila með okkur næstu uppskrift í Mosfellingi
Osso buco alla Milanese
Sigríður Dögg Auðunsdóttir deilir hér með
okkur uppáhaldi fjölskyldunnar og þeim rétti
sem er eldaður oftast þegar þau langar í
eitthvað sérstaklega gott á köldum vetrardegi.
Osso buco þýðir í raun „bein með gati“ því
í hverri sneið er þverskorinn lærleggur með
mergfylltu gati, en mergurinn er eitt af því sem
gerir þennan rétt svo ómótstæðilegan.
Aðferð:
• 6 sneiðar af nauta- eða
kálfalegg
• sjávarsalt og mulinn,
svartur pipar.
• 50 g hveiti
• 4 msk ólífuolía
• 120 g smjör
• 1 lítill laukur, smátt
saxaður
• 2 hvítlauksrif, smátt
söxuð
• 2 stk sellerí, smátt
saxað
• ½ flaska hvítvín
• 4 greinar ferskt tímían
eða rósmarín (eftir smekk)
• 2 x 400 g dósir saxaðir
tómatar
• 2 lárviðarlauf
Hitið ofninn í 150°C. Best er að nota
pottjárnspott á borð við Le Creuset, sem hægt
er að steikja í og setja svo beint í ofn. Setjið
hveitið á disk og saltið og piprið kjötið. Veltið
kjötinu upp úr hveitinu og steikið í ólívuolíunni
í pottinum á meðalhita þangað til það er
aðeins farið að brúnast. Takið kjötið til hliðar,
lækkið hitann ögn og setjið smjörið í pottinn
og steikið grænmetið í ca 10 mín. Hellið víninu
yfir og látið sjóða niður um helming. Setjið
tómatana út í og tímíanið og svo kjötið. Sósan
á að ná vel upp á kjötsneiðarnar, ef ekki,
bætið þá við meira víni eða nautasoði (kraftur
og vatn). Látið suðuna koma upp, setjið lok á
pottinn og hann inn í heitan ofn og eldið í 2-2
½ tíma. Kjötið er tilbúið þegar það er farið að
losna frá beinunum. Berið fram með polenta
og gremolata eða risotto og gremolata.
Meðlæti:
1. Gremolata: Rifinn börkur af tveimur
sítrónum, 1 hvítlauksrif, fínt saxað, 3 msk
smátt söxuð steinselja. Öllu blandað saman.
2. Polenta: Grófmalaður maís sem er soðinn
í vatni skv. leiðbeiningum á pakkanum (hægt
að fá fljótsoðna polentu en
oftast tekur um 30 mínútur
að sjóða hana, passið að
hræra vel í allan tímann) og
bætt er í smjöri og parmesan.
Polenta fæst í öllum helstu
stórmörkuðum.
3. Risotto Milanese: Þau
sem vilja fara alla leið og bera
Milanese risotto fram sem
meðlæti með Osso buco geta
spreytt sig á þessari uppskrift:
Risotto Milanese
• 1,2 lítrar nauta- eða
kjúklingasoð (kraftur og vatn)
• ögn af saffranþráðum
• 50 g smjör
• 100 ml hvítvín
• 2 skallotlaukar, fínt saxaðir
(eða einn lítill, venjulegur laukur)
• 225 g risotto hrísgrjón
• 150 g parmesan, rifinn
Steikið laukinn við lágan hita í helmingnum
af smjörinu þangað til hann verður glær og
mjúkur. Takið af hitanum, bætið hrísgrjónunum
og saffraninu í og hrærið í ca 2 mínútur. Setjið
aftur yfir hitann, hellið hvítvíninu út í og látið
það gufa upp. Setjið ausufylli af heitu soði í
einu - bætið við ausu af soði þegar hrísgrjónin
hafa drukkið það í sig. Gerið þetta í ca 20
mínútur og hrærið stöðugt í á meðan, þangað
til hrísgrjónin eru soðin (eiga að vera með smá
bit) og bætið þá restinni af smjörinu út í og
parmesan.
Verði ykkur að góðu
SÆLL OG
GLAÐUR
Jæja, kæru sveitungar, komið þið nú
blessuð og sæl, nú kemur Mosfellingur
til ykkar korter í jól og ekki seinna
vænna að fletta í gegnum blaðið og sjá
hvort það sé eitthvað sem er nokkuð að
gleymast svona rétt fyrir jól. Nú þarf
að renna hratt í gegnum listann og
athuga hvort eitthvað sé að gleymast ...
möndlugjöfin, jólaísinn eða hvort allir
pakkar séu komnir frá AliBaba í hús.
Þetta getur verið taugatrekkjandi
enda í mörg horn að líta og margir
hlutir sem þarf að passa upp á í
nútímasamfélagi. Enda er ekkert víst að
jólin komi nokkuð ef þú ert ekki búin að
hengja upp Georg Jensen jólaóróann frá
því í fyrra eða tæma hnífaparaskúffuna
og þrífa hana fyrir jólin. En mestu máli
skiptir hvort þið séuð ekki örugglega
búin að kaupa jólagjöf handa undirrit-
uðum?
Það voru eitthvað dræmar undirtektir
í fyrra og ég fór beina leið í jólaköttinn,
kötturinn sjálfur. En ég hugsa þó svo að
Georg Jensen fari ekki upp eða ef að það
sé ló í hnífaparaskúffunni þá komi nú
jólin þrátt fyrir allt.
En svo er nú annað sem ég vil gjarnan
predika á þessum árstíma, en þannig
erum við mörg okkar gerð að við viljum
oft passa upp á budduna og stökkva á
tilboð þegar þau bjóðast. En í lok árs
skulu þið gleyma því að þótt að stjörnu-
ljósapakkinn sé 40 krónum ódýrari frá
einhverjum skotsala út í bæ að stökkva
á slík gylliboð. Því við Mosfellingar
verslum við Björgunarsveitina Kyndil
og styrkjum okkar menn og konur í
okkar heimabyggð. Ef þið ætlið á annað
borð að kaupa nokkurn skapaðan hlut
af flugeldum eða öðru slíku þá er það
keypt hér í bæ. Brot á þessum reglum
mínum þýðir tafarlausan brottrekstur
úr sveitinni … og hana nú.
Þetta fólk sem er í sjálfboðaliðastarfi
hjá björgunarsveitunum er á bakvakt
allan sólarhringinn og stekkur frá sinni
vinnu og frá sinni fjölskyldu á hvaða
tíma sem er til þess að bjarga málunum.
Þetta er þeirra helsta fjáröflunarleið.
Það gerir ekki eitthvert greppitrýni úr
Reykjavík sem býður fjölskyldupakk-
ann af flugeldum 1.000 kr. ódýrari og
ætlar að nota ágóðann í nýjan Range
Rover eftir jólin.
Góðar stundir og gleðilega hátíð
högni snær
hjá Siggu dögg
- Heyrst hefur...52
Ída Sóley Sumarliðadóttir fæddist 15.
september 2024 kl. 01:21.
Hún var 3.920 gr og 54 cm.
Foreldrar eru Sumarliði Kristmunds-
son og Nína Huld Leifsdóttir.
heyrSt hefur...
...að búið sé að færa áramótabrenn-
una til kl. 16:30 á gamlársdag.
...að Jökull í KALEO haldi Rauðu jólin
í Hlégarði í kvöld og ætli að styrkja
Krabbameinsfélagið með öllum
ágóða sem safnast.
...að yfir 50 manns hafi fengið sér
tattú í fertugsafmæli Steinda Jr.
en þar kom einnig fram þotulið
tónlistarfólks og leiklistar.
...að Mosfellingurinn Cecilía Rán sé
að brillera í markinu hjá Inter Milan.
...að Ásta María og Brynjar hafi gift
sig á aðventunni.
...að verið sé að skoða það að gera
skautasvell fyrir utan Hlégarð á
næstunni í einhverjum góðum
frostakafla.
...að leikfélagið sé að fara undirbúa
Galdrakarlinn í Oz á nýju ári.
...að Mosfellingurinn Hákon Örn
hafi unnið síðasta bardaga sinn á
rothöggi eftir 47 sekúndur.
...að jólaball með Skímó og Á móti sól
verði haldið í Hlégarði laugardaginn
28. desember.
...að Lionsklúbbur Mosfellsbæjar muni
fagna 60 ára afmæli á nýju ári.
...að Aftureldingarsveinarnir muni
koma til aðstoða á aðfangadag
og bregða sér á milli húsa.
...að Ingvar flugmaður hafi orðið
fimmtugur um helgina.
...að áramótabingó Bankans
verði haldið föstudagskvöldið
27. desember.
...að Kaffisæti hafi safnað tæplega
200 þúsund fyrir gott málefni á
jólamarkaðnum um helgina.
...að Jökull í KALEO og Róbert
Wessman séu farnir að framleiða
saman rauðvín og hvítvín og góðar
líkur séu á samstarfi Wessmann við
Aftureldingu fyrir fótboltasumarið.
...að opið sé alla daga fram á
Þorláksmessu í jólatréssölunni í
Hamrahlíðarskógi.
...að Eva Dís og Atli Báru hafi eignast
dreng í byrjun desember.
...að skiptar skoðanir séu um partý-
lýsinguna á jólatrénu á Miðbæjar-
torginu.
...að starfsmenn Mosfellsbæjar
séu búnir að fá gjafakort frá YAY
í jólagjöf sem hægt er nýta á
margvíslegan hátt.
...að áramótaball verði haldið í
Hlégarði á gamlárs þar sem fram
koma m.a. Sprite Zero Klan, Húbba
Búbba, Big Sexy og Birnir.
...að Hallgrímur Helgason sé meðal
þeirra sem lesa upp úr bók sinni á
síðasta aðventuuplestri Gljúfra-
steins á sunnudaginn.
...að Stuðlabandið muni sjá um fjörið
á Þorrablóti Aftureldingar 25. janúar
ásamt Diljá Péturs.
...að Gummi fiskur eigi afmæli í dag.
mosfellingur@mosfellingur.is