Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 30
28
árið munu þá ekki hafa farið fram úr 50 ríksdölum að
jafnaði. Veturgömul kind mun oftast hafa kostað um
5 ríksdali. Bóndi, sem átti skóg, þurfti ekki að selja nema
100 þriggja álna rapta til þess að fá nægilega mikla fjár-
hæð til að gjalda vinnumanni árskaup eða kaupa sér 10
veturgamlar kindur. Það er óþarfi að skýra það fyrir
lesendum, hvaða áhrif þetta háa verðlag á skógarafurð-
um hafði á viðhald skóganna.
Þegar ritgerðir Sigurðar Gunnarssonar og Sæmundar
Eyjólfssonar eru bornar saman, sést greinilega, að þeir
hafa sömu sögu að segja. Skógar hafa verið allmiklir í
byrjun 19. aldar, en hafa eyðst óðfluga, einkum eftir
miðja 19. öld. Báðir hafa þeir heimildir um stórskóga, er
fyrr hafi verið á Héraði, og þó sérstaklega séra Sigurður,
sem þekkti menn, er mundu eftir sér frá því um Kötlu-
gosið 1755. Er því engin ástæða til að draga í efa sann-
leiksgildi frásagnar hans.
Páll Melsteð sagnfræðingur ólst upp á Ketilsstöðum á
Völlum frá 7. til 16. aldursárs •— 1819—1828 —. Hann
segir frá því, að mikill skógur hafi verið á Ketilsstöðum,
er hann var þar, og enn meiri áður, að sögn kunnugra.
Segir hann, að mjög hafi gengið á skóginn, er notaður var
til kola, eldiviðar og rafta, auk þess sem ýmsir búshlutir
voru þá smíðaðir úr birki, s. s. heymeisar, taðkláfar, torf-
krókar og rokkar. Hann greinir frá því, að maður einn,
er Jón hét og bjó að Viðarsstöðum í Útmannasveit, er
var mikill rennismiður, hafi smíðað um 900 rokka og selt
hvern á 1 spesíu, 4 krónur. En það var á fyrri hluta 19.
aldar mikið fé. Þá sást varla útlendur rokkur á Austur-
landi.
Páll segir, að faðir sinn hafi ekki haft mjög margt fé
á Ketilsstöðum, ekki full 400, þegar flest var. En hann
kveðst hafa heyrt, að þeir, sem bjuggu þar eftir hann,
hafi haft mikinn fjárfjölda eða um helmingi fleira fé en
hann hafði . Það þarf engan að undra, þó ekki sé mikið