Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 30

Ársrit Skógræktarfélags Íslands - 15.12.1955, Side 30
28 árið munu þá ekki hafa farið fram úr 50 ríksdölum að jafnaði. Veturgömul kind mun oftast hafa kostað um 5 ríksdali. Bóndi, sem átti skóg, þurfti ekki að selja nema 100 þriggja álna rapta til þess að fá nægilega mikla fjár- hæð til að gjalda vinnumanni árskaup eða kaupa sér 10 veturgamlar kindur. Það er óþarfi að skýra það fyrir lesendum, hvaða áhrif þetta háa verðlag á skógarafurð- um hafði á viðhald skóganna. Þegar ritgerðir Sigurðar Gunnarssonar og Sæmundar Eyjólfssonar eru bornar saman, sést greinilega, að þeir hafa sömu sögu að segja. Skógar hafa verið allmiklir í byrjun 19. aldar, en hafa eyðst óðfluga, einkum eftir miðja 19. öld. Báðir hafa þeir heimildir um stórskóga, er fyrr hafi verið á Héraði, og þó sérstaklega séra Sigurður, sem þekkti menn, er mundu eftir sér frá því um Kötlu- gosið 1755. Er því engin ástæða til að draga í efa sann- leiksgildi frásagnar hans. Páll Melsteð sagnfræðingur ólst upp á Ketilsstöðum á Völlum frá 7. til 16. aldursárs •— 1819—1828 —. Hann segir frá því, að mikill skógur hafi verið á Ketilsstöðum, er hann var þar, og enn meiri áður, að sögn kunnugra. Segir hann, að mjög hafi gengið á skóginn, er notaður var til kola, eldiviðar og rafta, auk þess sem ýmsir búshlutir voru þá smíðaðir úr birki, s. s. heymeisar, taðkláfar, torf- krókar og rokkar. Hann greinir frá því, að maður einn, er Jón hét og bjó að Viðarsstöðum í Útmannasveit, er var mikill rennismiður, hafi smíðað um 900 rokka og selt hvern á 1 spesíu, 4 krónur. En það var á fyrri hluta 19. aldar mikið fé. Þá sást varla útlendur rokkur á Austur- landi. Páll segir, að faðir sinn hafi ekki haft mjög margt fé á Ketilsstöðum, ekki full 400, þegar flest var. En hann kveðst hafa heyrt, að þeir, sem bjuggu þar eftir hann, hafi haft mikinn fjárfjölda eða um helmingi fleira fé en hann hafði . Það þarf engan að undra, þó ekki sé mikið
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148

x

Ársrit Skógræktarfélags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ársrit Skógræktarfélags Íslands
https://timarit.is/publication/1995

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.